IOC segir íþróttasamböndum að banna Rússa og Hvít-Rússa Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2022 15:33 Á Vetrarólympíuleikunum sem lauk 20. febrúar kepptu Rússar undir fána rússnesku ólympíunefndarinnar, vegna lyfjahneykslisins í Rússlandi, en eftir innrás Rússa í Úkraínu kallar IOC eftir því að Rússum verði alfarið meinuð þátttaka á alþjóðlegum mótum. Getty/Maja Hitij Alþjóða ólympíunefndin, IOC, hefur nú sent út skilaboð til íþróttasamtaka um allan heim um að þau leyfi ekki þátttöku rússneskra eða hvítrússneskra íþróttamanna, vegna innrásarinnar í Úkraínu. Í yfirlýsingu IOC segir að rússnesk stjórnvöld hafi brotið ólympíusáttmálann með innrás sinni og að það geri Hvít-Rússar einnig með stuðningi sínum við Rússa. Þar segir að þó að markmið ólympíuhreyfingarinnar sé að allir geti stundað íþróttir, óháð öllum stjórnmáladeilum, þá sé það ekki hægt að þessu sinni. IOC sé í stöðu sem ekki sé hægt að leysa, því að ef að Rússum og Hvít-Rússum væri leyft að keppa á alþjóðlegum mótum gætu margir Úkraínumenn á sama tíma ekki keppt vegna árásarinnar á þeirra land. IOC Executive Board recommends no participation of Russian and Belarusian athletes and officialshttps://t.co/XZyLIi11XR— IOC MEDIA (@iocmedia) February 28, 2022 Þess vegna hvetur IOC nú öll íþróttasambönd til að bjóða ekki Rússum eða Hvít-Rússum þátttöku. Sé þetta ekki hægt vegna lagalegra eða skipulagslegra aðstæðna, vegna skamms fyrirvara, verði jafnframt allt reynt til að íþróttafólk geti ekki keppt undir nafni Rússlands eða Hvíta-Rússlands. Í þessu sambandi nefnir IOC sérstaklega vetrarólympíumót fatlaðra, sem sett verður í Peking á föstudaginn, og lýsir yfir eindregnum stuðningi við alþjóða ólympíunefnd fatlaðra. Sú nefnd fundar á miðvikudag til að ræða þátttöku Rússa. Fótbolti Handbolti Körfubolti Ólympíuleikar Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira
Í yfirlýsingu IOC segir að rússnesk stjórnvöld hafi brotið ólympíusáttmálann með innrás sinni og að það geri Hvít-Rússar einnig með stuðningi sínum við Rússa. Þar segir að þó að markmið ólympíuhreyfingarinnar sé að allir geti stundað íþróttir, óháð öllum stjórnmáladeilum, þá sé það ekki hægt að þessu sinni. IOC sé í stöðu sem ekki sé hægt að leysa, því að ef að Rússum og Hvít-Rússum væri leyft að keppa á alþjóðlegum mótum gætu margir Úkraínumenn á sama tíma ekki keppt vegna árásarinnar á þeirra land. IOC Executive Board recommends no participation of Russian and Belarusian athletes and officialshttps://t.co/XZyLIi11XR— IOC MEDIA (@iocmedia) February 28, 2022 Þess vegna hvetur IOC nú öll íþróttasambönd til að bjóða ekki Rússum eða Hvít-Rússum þátttöku. Sé þetta ekki hægt vegna lagalegra eða skipulagslegra aðstæðna, vegna skamms fyrirvara, verði jafnframt allt reynt til að íþróttafólk geti ekki keppt undir nafni Rússlands eða Hvíta-Rússlands. Í þessu sambandi nefnir IOC sérstaklega vetrarólympíumót fatlaðra, sem sett verður í Peking á föstudaginn, og lýsir yfir eindregnum stuðningi við alþjóða ólympíunefnd fatlaðra. Sú nefnd fundar á miðvikudag til að ræða þátttöku Rússa.
Fótbolti Handbolti Körfubolti Ólympíuleikar Ólympíumót fatlaðra Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Leik lokið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Sjá meira