Alþingiskosningar 2021

Fréttamynd

Maður minnisblaðanna, Covid og pólitík í Víglínunni

Fárra minnisblaða er beðið með annarri eins eftirvæntingu og minnisblaða Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra. Heimir Már Pétursson fréttamaður ræðir við hann og formanna og varaformann velferðarnefndar í Víglínunni á Stöð 2 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lausnin er úti á landi

Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein.

Skoðun
Fréttamynd

Karen Kjartans­dóttir hættir hjá Sam­fylkingunni

Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningar í haust. Frá þessu greinir Páll í stöðuuppfærslu nú síðdegis þar sem hann segir áhugann hafa dofnað eftir fimm ár á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn. Guðbrandur, sem oftast er kallaður Bubbi að því er segir í tilkynningunni, er fyrrum formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum

„Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Willum vill leiða Framsókn í Kraganum

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, vill leiða flokkinn í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Hann var í fyrsta sæti Framsóknar í Kraganum í kosningunum árið 2017.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Jóns­son vill leiða lista VG

Bjarni Jónsson hefur gefið kost á sér til þess að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Hann segir áherslur sínar felast í styrkingu innviða, traustri búsetu og fjölskylduvænu samfélagi á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Löngu búinn að láta tattúa yfir Samfylkingarmerkið

„Ég er löngu búinn að láta tattúa yfir það!“ svarar Páll Valur Björnsson, spurður að því hvort hann hyggist láta fjarlægja Samfylkingar-merkið af framhandlegg sínum eftir að hafa verið hafnað við uppstillingu á lista flokksins í Suðurkjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Að rjúfa stöðnun á hús­næðis­markaði

Stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni er og hefur verið viðvarandi vandamál í mörgum byggðum landsins undanfarna áratugi og hefur hindrað atvinnuuppbyggingu og eðlilega samfélagsþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugri sem ein heild

Sumir tala um það að setja upp „landsbyggðargleraugun” þegar að þingmenn eða aðrir ráðamenn vekja athygli á málefnum landsbyggðarinnar. Ég á mér þann draum að fólk þurfi ekki að setja sig í stellingar til að standa fyrir málefnum er varða landsbyggðina.

Skoðun
Fréttamynd

Framlög til loftslagsmála lækka þrátt fyrir auka milljarð

Gert er ráð fyrir að framlög til loftslagsmála verði hátt í fjórum milljörðum krónum lægri árið 2026 en þau eru í ár í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Stjórnarandstöðuþingmaður segir áætlunina „plástur“ rétt fyrir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar vill leiða lista Sam­fylkingarinnar

Gunnar Tryggvason, verkfræðingur sem starfar hjá Faxaflóahöfnum, hefur gefið kost á sér til að leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara í september.

Innlent