Íslenski handboltinn ÍBV í úrslit ÍBV leikur til úrslita í bikarkeppni kvenna í handbolta en Eyjastúlkur burstuðu Val 27-15 í undanúrslitum í Eyjum í dag. Renata Horvart var markahæst ÍBV með 8 mörk. ÍBV mætir annað hvort Haukum eða Gróttu sem mætast á Ásvöllum næsta laugardag. Sport 5.2.2006 18:27 Óli Stefáns valinn í úrvalslið EM Ólafur Stefánsson var valinn i úrvalslið Evrópumótsins handbolta í Sviss í dag. Króatinn Ivano Balic var valinn besti maður mótsins. Auk þeirra í úrvalsliðinu eru Thierry Omeyer markvörður Frakka, Eduard Kokcharov frá Rússlandi, Rolando Urios frá Spáni, Sören Stryger frá Danmörku og Iker Romero frá Spáni. Sport 5.2.2006 18:01 Ísland mætir Svíum Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu. Sport 5.2.2006 11:05 Leik ÍBV og Vals frestað til morguns Leik ÍBV og Vals í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handbolta hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar í flugi. Leikurinn átti að fara fram í kvöld kl 18 en hefur nú verið settur á á morgun kl. 13:30. Sport 4.2.2006 18:47 750 krakkar á handboltamóti Handboltamót fyrir yngstu handboltamenn landsins stendur nú yfir í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Ákamótið er nú haldið í 10. sinn en það er HK í Kópavogi sem heldur mótið sem kennt er við Þorvarð Áka Eiríksson sem var fyrsti formaður félagsins. 750 krakkar úr 78 liðum taka þátt í mótinu. Sport 4.2.2006 15:30 Viggó að hætta Viggó Sigurðsson gæti hafa stýrt íslenska handboltalandsliðinu í síðasta leik sínum gegn Norðmönnum á Evrópumótinu í Sviss í fyrradag. Morgunblaðið greinir frá því í morgun að Viggó hafi sagt upp samningi sínum fyrir áramót og hætti 1. apríl. Viggó segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé óánægður með launakjör sín, starfsumhverfi og að hægt sé að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Sport 4.2.2006 13:53 Vörnin skilaði Stjörnunni góðum sigri Leikurinn Stjörnunnar og FH í Ásgarði í DHL deild kvenna í handbolta var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik. Staðan 7-5, Stjörnunni í vil þegar korter var liðið af leiknum. Leikurinn var nokkuð harður og kom það svolítið niður á gæðum handboltans. Staðan í Hálfleik var 11-10, Stjörnunni í vil. Sport 22.1.2006 20:22 Stjarnan vann nágrannaslaginn Stjarnan vann sigur á FH, 25-21 í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og komst með sigrinum upp að hlið ÍBV í 2. sæti deildarinnar með 17 stig. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnustúlkna með 6 mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5. Hjá FH voru Ásdís Sigurðardóttir og Maja Gronbæk markahæstar, báðar með 6 mörk. Sport 22.1.2006 19:16 6 marka tap fyrir Frökkum Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrir Frökkum, 30-36, í síðari æfingaleik liðanna á Ásvöllum nú undir kvöldið. Ísland átti góða möguleika í fyrri hálfleik og leiddi mestan hálfleikinn en Frakkar sigu framúr undir lok hans og voru yfir í hálfleik 15-17. Frakkar tóku öll völd í seinni hálfleik og náðu mest átta marka forskoti. Sport 21.1.2006 17:50 Ísland 15-17 undir í hálfleik Íslendingar eru tveimur mörkum undir gegn Frökkum, 15-17 í hálfleik en síðari æfingaleikur liðanna fer nú fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Íslenska liðið hefur leitt mest allan leikinn með einu marki en Frakkarnir sigu fram úr undir lok fyrri hálfleiks. Markvarslan hefur ekki verið góð hjá íslenska liðinu sem á einnig í vandræðum með sendingar. Sport 21.1.2006 16:54 Haukastúlkur lögðu ÍBV Haukastúlkur unnu auðveldan sigur á ÍBV í toppbaráttu DHL-deildar kvenna í handbolta í dag, 36-28 en leikið var á Ásvöllum. Ramune Pekarskyté var markahæst Haukastúlkna með 10 mörk. Sport 21.1.2006 16:23 Seinni leikurinn gegn Frökkum í dag Tveir handboltaleikir verða háðir á Ásvöllum í dag þar sem boðið verður upp á báða leikina á verði eins. Kl.14:00 hefst leikur Hauka og ÍBV í DHL deild kvenna og kl.16:15 hefst seinni leikur Íslendinga og Frakka. Sport 21.1.2006 11:47 Íslendingar töpuðu fyrir Frökkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Frökkum 31-27 í æfingaleik í Laugardalshöll í kvöld, eftir að staðan hafði verið 13-12 fyrir Frakka í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 9 mörk. Liðin eigast við að nýju á laugardaginn. Sport 19.1.2006 21:27 Frakkar yfir í hálfleik Frakkar hafa eins marks forystu gegn Íslendingum í æfingaleik sem stendur yfir í Laugardalshöllinni og er staðan 13-12 fyrir Frakka í hálfleik. Birkir Ívar Guðmundsson hefur verið besti leikmaður íslenska liðsins í hálfleiknum og hefur varið 12 skot, en Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 4 mörk og Sigfús Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson hafa skorað 2 mörk hvor. Sport 19.1.2006 20:40 Ísland mætir Frökkum í kvöld Íslenska handboltalandsliðið leggur nú lokahönd á undirbúning sinn fyrir EM í Sviss og í kvöld mæta íslensku strákarnir fyrnasterku liði Frakka í Laugardalshöllinni klukkan 20. Þetta er fyrri leikur liðanna, en sá síðari verður á laugardaginn. Sport 19.1.2006 18:08 Grótta og Valur í undanúrslit Grótta og Valur eru komin í undanúrslit í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta vann nokkuð óvæntan sigur á Stjörnunni 20-19 eftir framlengdan leik, en þessi lið mættust einmitt í úrslitaleik keppninnar í fyrra þar sem Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari. Valsstúlkur lögðu Fram 31-25. Sport 18.1.2006 22:17 Stórsigur Hauka á FH Haukastúlkur höfðu betur gegn grönnum sínum í FH í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta í kvöld 36-21. Þá unnu Eyjastúlkur auðveldan sigur á HK á útivelli 29-19. Sport 17.1.2006 22:15 Valsstúlkur mæta grísku liði Í morgun var dregið í 16-liða úrslitum áskorendakeppni Evrópu í handbolta og þar varð ljóst að Valsstúlkur mæta gríska liðinu Athinaikos frá Aþenu. Fyrri leikurinn fer fram ytra 10. eða 11. febrúar, en sá síðari hér heima viku síðar. Sport 17.1.2006 15:29 Jafntefli gegn Noregi Ísland og Noregur skildu jöfn nú síðdegis, 32-32 í úrslitaleik á æfingamótinu í handbolta sem fram fór í Noregi. Ísland var yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum en manni færri eftir að Sigfús Sigurðsson var rekinn út af þegar hálf mínúta var eftir. Sport 15.1.2006 17:16 Jafnt í hálfleik gegn Norðmönnum Jafnt er í hálfleik, 19-19, í úrslitaviðureign Íslands og Noregs á þriggja þjóða æfingamótinu í handbolat karla í Noregi. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur Íslands en hann hefur skorað 8 mörk í fyrri hálfleik og Sigfús Sigurðsson þrjú. Sport 15.1.2006 16:13 Nágrannaslagur í Kaplakrika Fimm leikir fara fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og hófst sá fyrsti kl. 14:00 þar sem topplið ÍBV tekur á móti Fram í Eyjum. Kl. 16:15 mætast í nágrannaslag liðin í öðru og þriðja sæti, FH og Haukar. Sport 14.1.2006 14:10 Ísland valtaði yfir Katar Íslenska landsliðið í handknattleik valtaði yfir Katar 41-20 í fyrsta leik sínum á Umbro Cup mótinu sem fram fer í Noregi um helgina. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði hvorki meira né minna en 17 mörk í leiknum, sem eins og lokatölurnar gefa til kynna, var aldrei mjög spennandi. Sport 13.1.2006 20:12 Ísland sigraði Noreg Íslenska landsliðið í handknattleik lagði það norska í æfingaleik þjóðanna í Noregi í kvöld 31-30, en leikurinn var upphitun fyrir æfingamót sem fram fer þar í landi á næstu dögum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason voru atkvæðamestir í íslenska liðinu með 6 mörk hvor. Íslenska liðið leikur við Katar og Norðmenn á æfingamótinu á næstu dögum. Sport 12.1.2006 20:37 Valur lagði Stjörnuna Valur vann Stjörnuna 23-20 í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld, þar sem Valsstúlkur voru yfir lengst af og unnu verðskuldaðan sigur. Berglind Hansdóttir átti stórleik í marki Vals og varði 20 skot, en Alla Gokorian skoraði 9 mörk. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna. Sport 11.1.2006 22:13 Aftur stórtap hjá Haukastúlkum Kvennalið Hauka tapaði stórt í annað sinn á tveimur dögum fyrir króatíska liðinu Podravka Vegeta í EHF keppninni í handbolta, lokatölur í dag 39-23 fyrir Podravka. Ragnhildur Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte skoraði fimm mörk. Sport 8.1.2006 18:38 Stjarnan lagði Víking Þrír leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta nú síðdegis. Stjarnan sigraði Víking 24-18 á heimavelli sínum í Ásgarði. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk, en Natasha Damiljanovic skoraði 5 fyrir Víking. Sport 7.1.2006 18:32 Stórtap hjá Haukastúlkum Kvennalið Hauka tapaði í dag 37-24 fyrir króatíska liðinu Podravka í EHF-keppninni í handbolta á heimavelli sínum að Ásvöllum, en síðari leikur liðanna fer fram á sama stað. Ramune Pekarskyte skoraði 11 mörk fyrir Haukana, sem komust í 3-0 í leiknum en sáu aldrei til sólar eftir það. Sérstaklega var markvörður Podravka þeim erfiður ljár í þúfu, en hún varði 27 skot í leiknum. Sport 7.1.2006 17:41 ÍBV lagði Gróttu DHL-deild kvenna hófst aftur í dag eftir langt vetrarfrí. ÍBV sigraði Gróttu í Eyjum 31-25. Ivana Velkjovic skoraði níu mörk fyrir Eyjastúlkur, en Renata Horvath skoraði mest fyrir Gróttu, átta mörk. Sport 7.1.2006 16:10 Heimir í landsliðið í stað Baldvins Baldvin Þorsteinsson hefur þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir EM í Sviss síðar í mánuðinum vegna veikinda. Viggó Sigurðsson hefur í stað hans valið Heimir Örn Árnason, leikmann Fylkis. Sport 4.1.2006 17:23 Tveir leikmenn hættir vegna barneigna Heldur hefur fækkað í leikmannahópi kvennaliðs ÍBV í vikunni, þar sem tvær konur í hópnum eru barnshafandi og spila því ekki meira með liðinu í vetur. Þetta eru þær Eva Björk Hlöðversdóttir og Nokolett Varga. Sport 3.1.2006 17:09 « ‹ 91 92 93 94 95 96 97 98 99 … 123 ›
ÍBV í úrslit ÍBV leikur til úrslita í bikarkeppni kvenna í handbolta en Eyjastúlkur burstuðu Val 27-15 í undanúrslitum í Eyjum í dag. Renata Horvart var markahæst ÍBV með 8 mörk. ÍBV mætir annað hvort Haukum eða Gróttu sem mætast á Ásvöllum næsta laugardag. Sport 5.2.2006 18:27
Óli Stefáns valinn í úrvalslið EM Ólafur Stefánsson var valinn i úrvalslið Evrópumótsins handbolta í Sviss í dag. Króatinn Ivano Balic var valinn besti maður mótsins. Auk þeirra í úrvalsliðinu eru Thierry Omeyer markvörður Frakka, Eduard Kokcharov frá Rússlandi, Rolando Urios frá Spáni, Sören Stryger frá Danmörku og Iker Romero frá Spáni. Sport 5.2.2006 18:01
Ísland mætir Svíum Íslenska landsliðið í handbolta dróst gegn Svíum í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári en dregið var í morgun. Ljóst er að þessi dráttur er ákveðið áfall fyrir strákana okkar en leikmenn hafa títt um það talað síðan Ísland lauk keppni í 7. sæti á EM að þeir vildu síst af öllum þurfa að mæta Svíum í umspilinu. Sport 5.2.2006 11:05
Leik ÍBV og Vals frestað til morguns Leik ÍBV og Vals í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í handbolta hefur verið frestað til morguns vegna ófærðar í flugi. Leikurinn átti að fara fram í kvöld kl 18 en hefur nú verið settur á á morgun kl. 13:30. Sport 4.2.2006 18:47
750 krakkar á handboltamóti Handboltamót fyrir yngstu handboltamenn landsins stendur nú yfir í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. Ákamótið er nú haldið í 10. sinn en það er HK í Kópavogi sem heldur mótið sem kennt er við Þorvarð Áka Eiríksson sem var fyrsti formaður félagsins. 750 krakkar úr 78 liðum taka þátt í mótinu. Sport 4.2.2006 15:30
Viggó að hætta Viggó Sigurðsson gæti hafa stýrt íslenska handboltalandsliðinu í síðasta leik sínum gegn Norðmönnum á Evrópumótinu í Sviss í fyrradag. Morgunblaðið greinir frá því í morgun að Viggó hafi sagt upp samningi sínum fyrir áramót og hætti 1. apríl. Viggó segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé óánægður með launakjör sín, starfsumhverfi og að hægt sé að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Sport 4.2.2006 13:53
Vörnin skilaði Stjörnunni góðum sigri Leikurinn Stjörnunnar og FH í Ásgarði í DHL deild kvenna í handbolta var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik. Staðan 7-5, Stjörnunni í vil þegar korter var liðið af leiknum. Leikurinn var nokkuð harður og kom það svolítið niður á gæðum handboltans. Staðan í Hálfleik var 11-10, Stjörnunni í vil. Sport 22.1.2006 20:22
Stjarnan vann nágrannaslaginn Stjarnan vann sigur á FH, 25-21 í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og komst með sigrinum upp að hlið ÍBV í 2. sæti deildarinnar með 17 stig. Sólveig Lára Kjærnested var markahæst Stjörnustúlkna með 6 mörk og Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5. Hjá FH voru Ásdís Sigurðardóttir og Maja Gronbæk markahæstar, báðar með 6 mörk. Sport 22.1.2006 19:16
6 marka tap fyrir Frökkum Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrir Frökkum, 30-36, í síðari æfingaleik liðanna á Ásvöllum nú undir kvöldið. Ísland átti góða möguleika í fyrri hálfleik og leiddi mestan hálfleikinn en Frakkar sigu framúr undir lok hans og voru yfir í hálfleik 15-17. Frakkar tóku öll völd í seinni hálfleik og náðu mest átta marka forskoti. Sport 21.1.2006 17:50
Ísland 15-17 undir í hálfleik Íslendingar eru tveimur mörkum undir gegn Frökkum, 15-17 í hálfleik en síðari æfingaleikur liðanna fer nú fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Íslenska liðið hefur leitt mest allan leikinn með einu marki en Frakkarnir sigu fram úr undir lok fyrri hálfleiks. Markvarslan hefur ekki verið góð hjá íslenska liðinu sem á einnig í vandræðum með sendingar. Sport 21.1.2006 16:54
Haukastúlkur lögðu ÍBV Haukastúlkur unnu auðveldan sigur á ÍBV í toppbaráttu DHL-deildar kvenna í handbolta í dag, 36-28 en leikið var á Ásvöllum. Ramune Pekarskyté var markahæst Haukastúlkna með 10 mörk. Sport 21.1.2006 16:23
Seinni leikurinn gegn Frökkum í dag Tveir handboltaleikir verða háðir á Ásvöllum í dag þar sem boðið verður upp á báða leikina á verði eins. Kl.14:00 hefst leikur Hauka og ÍBV í DHL deild kvenna og kl.16:15 hefst seinni leikur Íslendinga og Frakka. Sport 21.1.2006 11:47
Íslendingar töpuðu fyrir Frökkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Frökkum 31-27 í æfingaleik í Laugardalshöll í kvöld, eftir að staðan hafði verið 13-12 fyrir Frakka í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með 9 mörk. Liðin eigast við að nýju á laugardaginn. Sport 19.1.2006 21:27
Frakkar yfir í hálfleik Frakkar hafa eins marks forystu gegn Íslendingum í æfingaleik sem stendur yfir í Laugardalshöllinni og er staðan 13-12 fyrir Frakka í hálfleik. Birkir Ívar Guðmundsson hefur verið besti leikmaður íslenska liðsins í hálfleiknum og hefur varið 12 skot, en Guðjón Valur Sigurðsson hefur skorað 4 mörk og Sigfús Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson hafa skorað 2 mörk hvor. Sport 19.1.2006 20:40
Ísland mætir Frökkum í kvöld Íslenska handboltalandsliðið leggur nú lokahönd á undirbúning sinn fyrir EM í Sviss og í kvöld mæta íslensku strákarnir fyrnasterku liði Frakka í Laugardalshöllinni klukkan 20. Þetta er fyrri leikur liðanna, en sá síðari verður á laugardaginn. Sport 19.1.2006 18:08
Grótta og Valur í undanúrslit Grótta og Valur eru komin í undanúrslit í SS-bikarkeppni kvenna í handbolta. Grótta vann nokkuð óvæntan sigur á Stjörnunni 20-19 eftir framlengdan leik, en þessi lið mættust einmitt í úrslitaleik keppninnar í fyrra þar sem Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari. Valsstúlkur lögðu Fram 31-25. Sport 18.1.2006 22:17
Stórsigur Hauka á FH Haukastúlkur höfðu betur gegn grönnum sínum í FH í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta í kvöld 36-21. Þá unnu Eyjastúlkur auðveldan sigur á HK á útivelli 29-19. Sport 17.1.2006 22:15
Valsstúlkur mæta grísku liði Í morgun var dregið í 16-liða úrslitum áskorendakeppni Evrópu í handbolta og þar varð ljóst að Valsstúlkur mæta gríska liðinu Athinaikos frá Aþenu. Fyrri leikurinn fer fram ytra 10. eða 11. febrúar, en sá síðari hér heima viku síðar. Sport 17.1.2006 15:29
Jafntefli gegn Noregi Ísland og Noregur skildu jöfn nú síðdegis, 32-32 í úrslitaleik á æfingamótinu í handbolta sem fram fór í Noregi. Ísland var yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum en manni færri eftir að Sigfús Sigurðsson var rekinn út af þegar hálf mínúta var eftir. Sport 15.1.2006 17:16
Jafnt í hálfleik gegn Norðmönnum Jafnt er í hálfleik, 19-19, í úrslitaviðureign Íslands og Noregs á þriggja þjóða æfingamótinu í handbolat karla í Noregi. Guðjón Valur Sigurðsson er markahæstur Íslands en hann hefur skorað 8 mörk í fyrri hálfleik og Sigfús Sigurðsson þrjú. Sport 15.1.2006 16:13
Nágrannaslagur í Kaplakrika Fimm leikir fara fram í DHL-deild kvenna í handbolta í dag og hófst sá fyrsti kl. 14:00 þar sem topplið ÍBV tekur á móti Fram í Eyjum. Kl. 16:15 mætast í nágrannaslag liðin í öðru og þriðja sæti, FH og Haukar. Sport 14.1.2006 14:10
Ísland valtaði yfir Katar Íslenska landsliðið í handknattleik valtaði yfir Katar 41-20 í fyrsta leik sínum á Umbro Cup mótinu sem fram fer í Noregi um helgina. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði hvorki meira né minna en 17 mörk í leiknum, sem eins og lokatölurnar gefa til kynna, var aldrei mjög spennandi. Sport 13.1.2006 20:12
Ísland sigraði Noreg Íslenska landsliðið í handknattleik lagði það norska í æfingaleik þjóðanna í Noregi í kvöld 31-30, en leikurinn var upphitun fyrir æfingamót sem fram fer þar í landi á næstu dögum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason voru atkvæðamestir í íslenska liðinu með 6 mörk hvor. Íslenska liðið leikur við Katar og Norðmenn á æfingamótinu á næstu dögum. Sport 12.1.2006 20:37
Valur lagði Stjörnuna Valur vann Stjörnuna 23-20 í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld, þar sem Valsstúlkur voru yfir lengst af og unnu verðskuldaðan sigur. Berglind Hansdóttir átti stórleik í marki Vals og varði 20 skot, en Alla Gokorian skoraði 9 mörk. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna. Sport 11.1.2006 22:13
Aftur stórtap hjá Haukastúlkum Kvennalið Hauka tapaði stórt í annað sinn á tveimur dögum fyrir króatíska liðinu Podravka Vegeta í EHF keppninni í handbolta, lokatölur í dag 39-23 fyrir Podravka. Ragnhildur Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte skoraði fimm mörk. Sport 8.1.2006 18:38
Stjarnan lagði Víking Þrír leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta nú síðdegis. Stjarnan sigraði Víking 24-18 á heimavelli sínum í Ásgarði. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk, en Natasha Damiljanovic skoraði 5 fyrir Víking. Sport 7.1.2006 18:32
Stórtap hjá Haukastúlkum Kvennalið Hauka tapaði í dag 37-24 fyrir króatíska liðinu Podravka í EHF-keppninni í handbolta á heimavelli sínum að Ásvöllum, en síðari leikur liðanna fer fram á sama stað. Ramune Pekarskyte skoraði 11 mörk fyrir Haukana, sem komust í 3-0 í leiknum en sáu aldrei til sólar eftir það. Sérstaklega var markvörður Podravka þeim erfiður ljár í þúfu, en hún varði 27 skot í leiknum. Sport 7.1.2006 17:41
ÍBV lagði Gróttu DHL-deild kvenna hófst aftur í dag eftir langt vetrarfrí. ÍBV sigraði Gróttu í Eyjum 31-25. Ivana Velkjovic skoraði níu mörk fyrir Eyjastúlkur, en Renata Horvath skoraði mest fyrir Gróttu, átta mörk. Sport 7.1.2006 16:10
Heimir í landsliðið í stað Baldvins Baldvin Þorsteinsson hefur þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir EM í Sviss síðar í mánuðinum vegna veikinda. Viggó Sigurðsson hefur í stað hans valið Heimir Örn Árnason, leikmann Fylkis. Sport 4.1.2006 17:23
Tveir leikmenn hættir vegna barneigna Heldur hefur fækkað í leikmannahópi kvennaliðs ÍBV í vikunni, þar sem tvær konur í hópnum eru barnshafandi og spila því ekki meira með liðinu í vetur. Þetta eru þær Eva Björk Hlöðversdóttir og Nokolett Varga. Sport 3.1.2006 17:09