Box

Fréttamynd

Box­stjórnandi sem hleypti upp Ólympíu­leikum ná­tengdur Kreml

Siðafár sem var búið til í kringum tvær hnefaleikakonur á Ólympíuleikunum í sumar var runnið undan rifjum sambands sem lýtur stjórn rússnesks glæpamanns með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml. Rússland var meinuð þátttaka á leikunum og er sagt hafa viljað hleypa þeim upp af þeim sökum.

Erlent
Fréttamynd

Nýr at­vinnu­maður í boxi byrjar vel

Emin Kadri Eminsson keppti sinn fyrsta atvinnuhnefaleikabardaga um helgina þar sem hann sigraði Isaías Reyes frá Mexíkó með einróma dómaraúrskurði, 40-36, en bardaginn stóð yfir í fjórar lotur.

Sport
Fréttamynd

Bönnum hnefa­leika al­farið

Nú stendur til að flytja frumvarp á alþingi um að leyfa atvinnuhnefaleika sem hingað til hafa verið bannaðir. Nær væri að stíga skrefið í hina áttina og banna hnefaleika alfarið eins og gert var frá 1956 til ársins 2002 þegar ólympískir hnefaleikar voru leyfðir. Með þá vitneskju í farteskinu sem við höfum í dag um afleiðingar höfuðmeiðsla og heilahristings eigum við að vera komin lengra en það að gera okkur að leik að lemja hvert annað.

Skoðun
Fréttamynd

Stöðvuðu bar­daga Val­gerðar

Valgerður Guðsteinsdóttir,  eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, laut í kvöld í lægra haldi gegn Shauna O´Keefe á stóru hnefaleikakvöldi í 3Arena leikvanginum í Dublin. Bardaginn var stöðvaður í fjórðu lotu vegna skurðar á enni Valgerðar sem hún hlaut eftir að höfuð hennar og O´Keefe skullu saman.

Sport
Fréttamynd

„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“

Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari.

Sport
Fréttamynd

Imane Khelif landaði gullinu örugg­lega

Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni.

Sport
Fréttamynd

Khelif komin í úr­slit

Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif er komin í úrslit í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París.

Sport
Fréttamynd

Furðu­legur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna

Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta.

Sport
Fréttamynd

Carini vill biðja Khelif af­sökunar

Ítalska hnefaleikakonan Angela Carini, sem bað um að bardagi sinn á Ólympíuleikunum gegn hinni alsírsku Imane Khelif yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur, vill nú biðja hana afsökunar á framferði sínu.

Sport