Spænski boltinn

Fréttamynd

Ronaldo: Messi gerir mig að betri leikmanni

Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid og besti leikmaður í heimi á síðasta ári, viðurkennir að samanburðurinn við Lionel Messi og keppnin um hver sé besti fótboltamaður heims hjálpi honum sjálfum að verða betri leikmaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona náði aðeins stigi gegn Levante

Barcelona náði aðeins jafntefli gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Barcelona situr eitt á toppi deildarinnar eftir leikinn en geta misst Atletico Madrid fram úr sér þegar þeir taka á móti Sevilla í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid fór á kostum

Real Madrid vann sannfærandi 5-0 sigur á Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni. Þar með jafna liðið toppliðin Atletico Madrid og Barcelona að stigum.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi sá um að afgreiða Getafe

Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 útisigri á Getafe í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo skoraði í sigri Real Madrid

Cristiano Ronaldo hélt upp á það að hafa fengið Gullbolta FIFA á mánudagskvöldið með því að skora annað mark Real Madrid í 2-0 sigri á Osasuna í spænsku bikarkeppninni í kvöld. Þetta var seinni leikur liðanna og Real Madrid vann samanlagt 4-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo og Angerer eru þau bestu í heimi

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust í toppslagnum

Ekkert mark var skorað í uppgjöri Atletico Madrid og Barcelona, tveggja efstu liðanna í spænsku úrvalsdeildinni, í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Ég vil enda ferilinn hjá Barcelona

Argentínumaðurinn Lionel Messi er byrjaður að spila á ný með Barcelona eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla en hann kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Getafe í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi með tvö mörk í fyrsta leik

Argentínumaðurinn Lionel Messi kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk í blálokin þegar Barcelona vann 4-0 sigur á Getafe í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska bikarsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta þrenna Alexis Sánchez fyrir Barcelona

Barcelona er komið aftur á toppinn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 4-0 heimasigur á Elche í dag. Sílemaðurinn Alexis Sánchez skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Barcelona en hann hefur verið hjá félaginu í þrjú ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Koke skaut Atlético upp fyrir Barcelona

Atlético Madrid er komið með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 útisigur á Málaga í kvöld. Barcelona getur náð toppsætinu á ný með sigri á Elche á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vann eyðimerkur-einvígið

Stórliðin Real Madrid frá Spáni og Paris Saint-Germain frá Frakklandi mættust í dag í æfingaleik í Katar en bæði liðin voru í æfingabúðum við Persaflóann um áramótin. Real Madrid vann leikinn 1-0 og kom markið í fyrri hálfleik.

Fótbolti