Spænski boltinn

Fréttamynd

Real Madrid og Barcelona mætast í bikarúrslitaleiknum

Real Madrid og Barcelona munu mætast í úrslitaleik spænska konungsbikarsins í knattspyrnu í fyrsta sinn í 21 ár eftir að bæði lið unnu sigra í seinni leikjum undanúrslitanna í dag. Barcelona vann 3-0 sigur á Almeria fyrr í kvöld en Real Madrid tryggði sér sætið í úrslitaleikinn með 2-0 sigri á Sevilla.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona-liðið komið í bikarúrslitaleikinn

Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins með 3-0 útisigri í seinni undanúrslitaleiknum á móti Almería í kvöld. Barcelona vann fyrri leikinn 5-0 og því 8-0 samanlagt. Seinna í kvöld spila Real Madrid og Sevilla seinni leik sinn en Real vann 1-0 sigur í fyrri leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænska pressan: Búið spil hjá Real Madrid

Real Madrid á ekki lengur möguleika á því að verða spænskur meistari samkvæmt spænskum fjölmiðlum eftir að liðið tapaði óvænt á móti fallbaráttuliði Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Barcelona er búið að vinna fimmtán deildarleiki í röð og er komið með sjö stiga forskot á toppnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvænt tap hjá Real Madrid gegn Osasuna

Real Madrid missteig sig illa í titilbaráttunni í kvöld þegar liðið beið lægri hlut fyrir Osasuna í spænsku deildinni. Javier Camuñas skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu og kom Osasuna upp úr fallsæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona og Real Madrid með vænlega stöðu

Risarnir í spænska fótboltanum, Barcelona og Real Madrid, eru skrefi nær úrslitaleik spænska konungsbikarsins en fyrri leikirnir í undanúrslitum keppninnar fóru fram í kvöld. Barcelona lék sér að Almeria og 5-0 sigur liðsins var síst of stór. Karim Benzema tryggði Real Madrid sigur með marki á 17. mínútu á útivelli gegn Sevilla. Síðari leikurinn er nánast formsatriði fyrir Barcelona og Real Madrid á heimaleikinn eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Myndi frekar hætta í fótbolta en að spila með Real

Lionel Messi, Argentínumaðurinn í liði Barcelona og besti knattspyrnumaður heims síðustu tvö ár, segir að hann muni aldrei spila með erkifjendunum í Real Madrid. Hann ætlar því ekki að fylgja í fótspor þeirra Michael Laudrup og Luis Figo sem léku með báðum liðum á sínum ferli.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli: Mourinho þarf að læra kurteisi og mannasiði

Mario Balotelli, framherji Manchester City og fyrrum lærisveinn Jose Mourinho hjá Inter, er einn af fáum leikmönnum portúgalska stjórans sem talar ekki vel um þjálfarann. Það var mjög stormasamt sambandið á milli þeirra Balotelli og Mourinho þessi tvö ár þeirra saman á Ítalíu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Börsungar samir við sig

Barcelona vann enn einn leikinn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Nú var það Malaga sem lá í valnum fyrir Börsungum, lokatölur 4-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Nistelrooy aftur til Real Madrid?

Þýska tímaritið Kicker segir frá því um helgina að Real Madrid vilji fá Ruud van Nistelrooy aftur til félagsins. Hollenski markahrókurinn er meira en til í það.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vann 3-1 bikarsigur á nágrönnunum

Real Madrid vann 3-1 sigur á nágrönnum sínum í Atlético Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Atlético Madrid eftir viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Umboðsmaður Klose segir að Real Madrid hafi áhuga

Real Madrid hefur áhuga á því að fá til sín þýska framherjann Miroslav Klose hjá Bayern Munchen en félagið leitar nú að framherja í staðinn fyrir Argentínumanninn Gonzalo Higuain sem verður frá út þetta tímabil vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Sepp Blatter: Spænska deildin er sú besta í heimi

Sepp Blatter, forseti FIFA, er þeirrar skoðunar að spænska deildin sé sú besta í heimi og að enska úrvalsdeildin geti lært mikið af kollegum sínum í suðri. Blattar rökstuddi þetta með því að átta leikmenn úr spænsku deildinni voru valdir í úrvalslið ársins hjá FIFA og að Spánn sé heimsmeistari í fótbolta.

Enski boltinn
Fréttamynd

Messi hélt upp á Gullboltann með því að skora þrennu

Lionel Messi skoraði þrennu í 5-0 sigri Barcelona á b-deildarliðinu Real Betis í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska Konungsbikarnum. Messi sýndi stuðningsmönnum Barcelona Gullboltann fyrir leik og sýndi af hverju hann fékk hann í leiknum sjálfum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Kaká verður ekki seldur

Real Madrid var búið að setja Brasilíumanninn Kaká á sölulista á dögunum en nú segir þjálfari liðsins, José Mourinho, að ekki komi til greina að selja leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Glæsileg þrenna Ronaldo sá um Villarreal

Real Madrid vann í kvöld 4-2 sigur á Villarreal eftir að hafa tvívegis lent undir í leiknum. Cristiano Ronaldo fór á kostum en hann skoraði fyrstu þrjú mörk Real og lagði það fjórða upp fyrir Brasilíumanninn Kaka.

Fótbolti
Fréttamynd

Milito á leið frá Barcelona

Gabriel Milito mun líklega fara frá Barcelona nú í janúarmánuði en Pep Guardiola, stjóri liðsins, hefur gefið honum leyfi til þess.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka óttaðist um ferilinn

Brasilíumaðurinn Kaka óttaðist að hann myndi neyðast til að hætta í knattspyrnu vegna þeirra meiðsla sem hann glímdi við stóran hluta síðasta árs.

Enski boltinn