Spænski boltinn Eiður ekki með Barcelona í Skotlandi Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með Barcelona í æfingaferð liðsins til Skotlands vegna meiðsla á hné. Carlos Puyol verður ekki heldur með vegna meiðsla, auk þess sem að Lionel Messi, Gaby Milito og Rafa Márguez er enn í fríi vegna þáttöku þeirra í Suður-Ameríkukeppninni. Fótbolti 23.7.2007 15:07 Eiður tæpur fyrir Skotlandsferðina Óvíst er hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti farið með Barcelona í æfingabúðir til Skotlands á morgun þar sem hann er meiddur á hné. Að sögn spænska blaðsins Marca var fyrsta æfing Barcelona í gær eftir sumarfrí og þurfti Eiður Smári að hætta fljótlega á henni þar sem meiðsli í vinstra hné tóku sig upp. Fótbolti 22.7.2007 13:47 Helguera samdi við Valencia Spænski varnarmaðurinn Ivan Helguera gekk í gær frá samningi við Valencia eftir átta ár hjá Real Madrid. Helguera er 32 ára gamall og vann á sínum tíma þrjá deildarmeistaratitla og tvo Evróputitla með félaginu. Helguera hefur samið við Valencia til þriggja ára og verður ætlað að fylla skarð Roberto Ayala í vörninni. Fótbolti 21.7.2007 16:49 Cannavaro ekki á förum frá Real Madrid Ítalski varnarjaxlinn Fabio Cannavaro segist ekki vera á förum frá Real Madrid þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis í fjölmiðlum í heimalandi hans. Cannavaro er 34 ára gamall og segist kunna vel við sig á Spáni. Sagt var að framtíð hans væri óráðin í kjölfar þess að landi hans Fabio Capello var rekinn úr þjálfarastóli á dögunum. Fótbolti 21.7.2007 14:18 Lyon hefur áhuga á Reyes Forráðamenn frönsku meistaranna í Lyon hafa staðfest að þeir hafi áhuga á að fá spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal í sínar raðir. Reyes spilaði sem lánsmaður hjá Real Madrid á síðustu leiktíð og stóð sig ágætlega, en hann hefur neitað að snúa aftur til Englands. Fótbolti 21.7.2007 14:02 Forlan: Ég er enginn Torres Framherjinn Diego Forlan sem gekk í raðir Atletico Madrid á dögunum segist ekki vera að hugsa um það að hann sé arftaki Fernando Torres hjá félaginu. Forlan verður engu að síður ætlað að fylla skarð "El Nino" hjá Atletico, en hann hefur að mestu séð um markaskorun hjá félaginu síðustu ár. Fótbolti 17.7.2007 17:21 Ayala gengur frá umdeildum samningi við Zaragoza Argentínski varnarjaxlinn Roberto Ayala hefur gengið frá þriggja ára samningi við Real Zaragoza á Spáni, aðeins stuttu eftir að hann skrifaði undir samning við Villarreal. Ayala skrifaði undir við Villarreal fyrir nokkru en ákvað að kaupa sig út úr samningnum og semja heldur við Zaragoza. Fótbolti 17.7.2007 17:12 Laudrup: Villarreal verður að halda auðmýktinni Michael Laudrup, nýráðinn þjálfari spænska liðsins Villarreal, segir að félagið verði að halda þeirri auðmýkt sem einkennt hefur leik liðsins síðustu ár til að geta náð góðum árangri í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Fótbolti 17.7.2007 17:30 Cuper tekur við Betis Hector Cuper, fyrrum þjálfari Inter og Valencia, var í gær ráðinn þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Real Betis. Cuper er 51 árs gamall Argentínumaður og var síðast við stjórnvölinn hjá Mallorca. Hann hefur skrifað undir eins árs samning við Andalúsíufélagið, sem naumlega náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð. Fótbolti 17.7.2007 14:37 Real Madrid fær Dudek Real Madrid hefur klófest pólska markvörðinn Jerzy Dudek frá Liverpool en þeir þurftu ekkert að borga fyrir leikmanninnn þar sem hann var með lausan samning. Real Madrid fengu hann til liðsins til þess að vera varamaður fyrir spænska landsliðsmarkvörðinn, Iker Casillas. Fótbolti 12.7.2007 11:03 Milan að bjóða 11 milljarða í Ronaldinho? Spænska dagblaðið AS heldur því fram í dag að Silvio Berlusconi forseti AC Milan sé tilbúinn að greiða 89 milljónir punda fyrir brasilíska snillinginn Ronaldinho hjá Barcelona - eða um 11 milljarða íslenskra króna. Fótbolti 11.7.2007 16:33 Milito á leið til Barcelona Forseti Barcelona lýsti því yfir í útvarpsviðtali í morgun að miðvörðurinn Gabriel Milito sé við það að ganga í raðir félagsins frá Real Zaragoza. Milito er 26 ára gamall landsliðsmaður Argentínu og hefur verið einn besti varnarmaður spænsku deildarinnar síðustu ár. Milito var nærri genginn í raðir Real Madrid árið 2003, en stóðst þá ekki læknisskoðun og því varð ekkert úr kaupunum. Fótbolti 11.7.2007 13:12 Tomasson semur við Villarreal Danski landsliðsframherjinn Jon Dahl Tomasson hefur nú formlega gengið í raðir Villarreal á Spáni þar sem hann lauk síðustu leiktíð sem lánsmaður frá þýska liðinu Stuttgart. Tomasson skoraði 4 mörk í 11 leikjum með Villarreal á síðustu leiktíð og spilar framvegis undir stjórn landa síns Michael Laudrup. Danskir fjölmiðlar fullyrða að Laudrup sé einnig að reyna að fá til sín landsliðsmanninn Dennis Rommendahl frá Charlton. Fótbolti 10.7.2007 17:38 Saviola semur við Real Madrid Bernd Schuster, nýráðinn þjálfari Real Madrid, hefur staðfest að félagið hafi náð samningum við argentínska framherjann Javier Saviola eftir að hann var látinn fara frá Barcelona á dögunum. Schuster segist hafa samið við framherjann í síðasta mánuði og segir hann hafa mikið fram að færa hjá Real Madrid. Fótbolti 10.7.2007 15:04 Real Madrid kaupir Pepe frá Porto Real Madrid hefur gengið frá kaupum á portúgalska miðverðinum Pepe frá Porto og er hann annar miðvörðurinn sem félagið fær í sínar raðir á tveimur dögum. Sagt er að kaupverðið á hinum 24 ára gamla leikmanni sé 28 milljónir evra eða 2,3 milljarðar. Fótbolti 10.7.2007 11:56 Leikmenn fylgi boðorðum Laporta Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Fótbolti 9.7.2007 19:07 Laudrup tekinn við Getafe Spænska knattspyrnufélagið Getafe beið ekki boðanna í dag þegar tilkynnt var að Bernd Schuster yrði næsti þjálfari Real Madrid og tilkynnti um leið að félagið hefði gert tveggja ára samning við dönsku goðsögnina Michael Laudrup um að gerast þjálfari liðsins. Fótbolti 9.7.2007 11:56 Schuster ráðinn þjálfari Real Madrid Real Madrid hefur ráðið Þjóðverjann Bernd Schuster sem þjálfara félagsins. Hann þjálfaði áður Getafe og náði góðum árangri með liðið en hann er 48 ára gamall. Ítalski þjálfarinn Fabio Capello var rekinn fyrr í sumar þrátt fyrir að hafa gert liðið að spænskum meisturum í fyrsta sinn í fjögur ár. Fótbolti 9.7.2007 10:06 Giuly hættur við að fara frá Barcelona Franski miðjumaðurinn Ludovic Giuly hjá Barcelona hefur tilkynnt að hann ætli ekki fara frá félaginu og ætli að berjast þar fyrir sæti sínu á næstu leiktíð. Giuly hafði ætlað að fara aftur til síns gamla félags Mónakó í Frakklandi en hafði auk þess verið orðaður við mörg lið á Englandi. Fótbolti 7.7.2007 15:00 Beckham skilaði Real 37 milljörðum Enski knattspyrnumaðurinn David Beckham skilaði knattspyrnufélaginu Real Madrid tæplega 37 milljörðum króna í tekjur á þeim fjórum árum sem hann spilaði á Spáni segir markaðsfulltrúi félagsins. Fótbolti 7.7.2007 12:10 Barcelona vill halda Eiði Smára Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, greindi frá því í gær að Barcelona vildi halda landsliðsfyrirliðanum í sínum röðum. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Eiður sé á leið aftur til Englands en hann hefur alltaf sagst vilja vera áfram í herbúðum Barcelona. Þar sem viljinn er beggja vegna eru litlar líkur á því að Eiður Smári fari í sumar. Fótbolti 5.7.2007 21:23 Launakröfur Chivu of háar fyrir Real Madrid Ítalska félagið Roma samþykkti í dag 18 milljón evra kauptilboð Real Madrid í rúmenska varnarmanninn Cristian Chivu, en útlit er fyrir að ekkert verði af kaupunum. Launakröfur varnarmannsins voru mjög háar að sögn forseta Real Madrid og því slitnaði upp úr viðræðunum. Fótbolti 5.7.2007 16:21 Calderon: Schuster ætti að koma í næstu viku Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að félagið muni að öllum líkindum ganga frá samningi við þjálfarann Bernd Schuster í næstu viku. Calderon hyggur á stór viðskipti á næstu dögum. Fótbolti 5.7.2007 16:07 Eiður Smári hefur alltaf þurft að berjast fyrir sínu Arnór Guðjohnsen segir að sonur sinn Eiður Smári sé ekkert óvanur því að fá harða samkeppni um stöður í þeim liðum sem hann hefur spilað með á ferlinum og ítrekar að Barcelona hafi ekki borist kauptilboð í leikmanninn. Fótbolti 5.7.2007 13:41 Laudrup klár í að taka við af Schuster Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup hefur tjáð fjölmiðlum í heimalandi sínu að hans bíði þjálfarastaða hjá spænska liðinu Getafe og að hann væri þegar búinn að skrifa undir ef ekki væri fyrir óvissu varðandi framtíð Bernd Schuster. Fótbolti 4.7.2007 21:02 Hilderbrand ætlar sér stóra hluti hjá Valencia Þýski landsliðsmarkvörðurinn Timo Hildebrand var kynntur til sögunnar sem nýr markvörður spænska liðsins Valencia í dag. Hann stefnir ótrauður á að velta Santiago Canizares úr sessi sem markvörður númer eitt hjá liðinu eftir að hann kom frá Stuttgart í dag. Fótbolti 4.7.2007 13:41 Calderon vill Robben eða Malouda Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur gefið það út á heimasíðu félagsins að hann sé ákveðinn í að landa annað hvort Arjen Robben frá Chelsea eða Florent Malouda frá Lyon í sumar. Chelsea hefur blásið á fullyrðingar Calderon varðandi Arjen Robben, en félögin eru bæði sögð á eftir Malouda. "Þeir spila sömu stöðu og við munum því aðeins kaupa annan þeirra," sagði Calderon brattur að vanda. Fótbolti 4.7.2007 13:33 Garcia skrifar undir hjá Atletico Spænski landsliðsmaðurinn Luis Garcia hefur skrifað undir þriggja ára samning við spænska félagið Atletico Madrid, en hann fer þangað í skiptum fyrir Fernando Torres. Kaupverðið er sagt vera um 4 milljónir punda. Garcia gekk í raðir Liverpool frá Barcelona árið 2004 og skoraði 30 mörk í 121 leik fyrir félagið. Fótbolti 3.7.2007 11:59 Arnór: Eiður vill sanna sig hjá Barca Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að sonur sinn ætli sér að berjast fyrir sæti sínu í liði fyrrverandi Evrópu- og Spánarmeistaranna í Barcelona. Mikið hefur verið talað um framtíð Eiðs Smára og virðast flestir telja að framtíð hans hjá Barcelona sé ráðin, sérstaklega eftir komu Thierry Henry frá Arsenal. Fótbolti 2.7.2007 14:55 Reyes áfram hjá Real Madrid? Real Madrid hefur gefið það í skyn að félagið ætli sé að halda Jose Antonio Reyes hjá liðinu. Búist var við að félagið ætlaði ekki að kaupa leikmanninn þar sem að hann náði ekki að vinna sé inn sæti í byrjunarliðinu, en hann er í láni hjá Madrid frá Arsenal. Fótbolti 30.6.2007 21:24 « ‹ 234 235 236 237 238 239 240 241 242 … 267 ›
Eiður ekki með Barcelona í Skotlandi Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki með Barcelona í æfingaferð liðsins til Skotlands vegna meiðsla á hné. Carlos Puyol verður ekki heldur með vegna meiðsla, auk þess sem að Lionel Messi, Gaby Milito og Rafa Márguez er enn í fríi vegna þáttöku þeirra í Suður-Ameríkukeppninni. Fótbolti 23.7.2007 15:07
Eiður tæpur fyrir Skotlandsferðina Óvíst er hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti farið með Barcelona í æfingabúðir til Skotlands á morgun þar sem hann er meiddur á hné. Að sögn spænska blaðsins Marca var fyrsta æfing Barcelona í gær eftir sumarfrí og þurfti Eiður Smári að hætta fljótlega á henni þar sem meiðsli í vinstra hné tóku sig upp. Fótbolti 22.7.2007 13:47
Helguera samdi við Valencia Spænski varnarmaðurinn Ivan Helguera gekk í gær frá samningi við Valencia eftir átta ár hjá Real Madrid. Helguera er 32 ára gamall og vann á sínum tíma þrjá deildarmeistaratitla og tvo Evróputitla með félaginu. Helguera hefur samið við Valencia til þriggja ára og verður ætlað að fylla skarð Roberto Ayala í vörninni. Fótbolti 21.7.2007 16:49
Cannavaro ekki á förum frá Real Madrid Ítalski varnarjaxlinn Fabio Cannavaro segist ekki vera á förum frá Real Madrid þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis í fjölmiðlum í heimalandi hans. Cannavaro er 34 ára gamall og segist kunna vel við sig á Spáni. Sagt var að framtíð hans væri óráðin í kjölfar þess að landi hans Fabio Capello var rekinn úr þjálfarastóli á dögunum. Fótbolti 21.7.2007 14:18
Lyon hefur áhuga á Reyes Forráðamenn frönsku meistaranna í Lyon hafa staðfest að þeir hafi áhuga á að fá spænska landsliðsmanninn Jose Antonio Reyes hjá Arsenal í sínar raðir. Reyes spilaði sem lánsmaður hjá Real Madrid á síðustu leiktíð og stóð sig ágætlega, en hann hefur neitað að snúa aftur til Englands. Fótbolti 21.7.2007 14:02
Forlan: Ég er enginn Torres Framherjinn Diego Forlan sem gekk í raðir Atletico Madrid á dögunum segist ekki vera að hugsa um það að hann sé arftaki Fernando Torres hjá félaginu. Forlan verður engu að síður ætlað að fylla skarð "El Nino" hjá Atletico, en hann hefur að mestu séð um markaskorun hjá félaginu síðustu ár. Fótbolti 17.7.2007 17:21
Ayala gengur frá umdeildum samningi við Zaragoza Argentínski varnarjaxlinn Roberto Ayala hefur gengið frá þriggja ára samningi við Real Zaragoza á Spáni, aðeins stuttu eftir að hann skrifaði undir samning við Villarreal. Ayala skrifaði undir við Villarreal fyrir nokkru en ákvað að kaupa sig út úr samningnum og semja heldur við Zaragoza. Fótbolti 17.7.2007 17:12
Laudrup: Villarreal verður að halda auðmýktinni Michael Laudrup, nýráðinn þjálfari spænska liðsins Villarreal, segir að félagið verði að halda þeirri auðmýkt sem einkennt hefur leik liðsins síðustu ár til að geta náð góðum árangri í Evrópukeppni félagsliða á næsta tímabili. Fótbolti 17.7.2007 17:30
Cuper tekur við Betis Hector Cuper, fyrrum þjálfari Inter og Valencia, var í gær ráðinn þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Real Betis. Cuper er 51 árs gamall Argentínumaður og var síðast við stjórnvölinn hjá Mallorca. Hann hefur skrifað undir eins árs samning við Andalúsíufélagið, sem naumlega náði að bjarga sér frá falli á síðustu leiktíð. Fótbolti 17.7.2007 14:37
Real Madrid fær Dudek Real Madrid hefur klófest pólska markvörðinn Jerzy Dudek frá Liverpool en þeir þurftu ekkert að borga fyrir leikmanninnn þar sem hann var með lausan samning. Real Madrid fengu hann til liðsins til þess að vera varamaður fyrir spænska landsliðsmarkvörðinn, Iker Casillas. Fótbolti 12.7.2007 11:03
Milan að bjóða 11 milljarða í Ronaldinho? Spænska dagblaðið AS heldur því fram í dag að Silvio Berlusconi forseti AC Milan sé tilbúinn að greiða 89 milljónir punda fyrir brasilíska snillinginn Ronaldinho hjá Barcelona - eða um 11 milljarða íslenskra króna. Fótbolti 11.7.2007 16:33
Milito á leið til Barcelona Forseti Barcelona lýsti því yfir í útvarpsviðtali í morgun að miðvörðurinn Gabriel Milito sé við það að ganga í raðir félagsins frá Real Zaragoza. Milito er 26 ára gamall landsliðsmaður Argentínu og hefur verið einn besti varnarmaður spænsku deildarinnar síðustu ár. Milito var nærri genginn í raðir Real Madrid árið 2003, en stóðst þá ekki læknisskoðun og því varð ekkert úr kaupunum. Fótbolti 11.7.2007 13:12
Tomasson semur við Villarreal Danski landsliðsframherjinn Jon Dahl Tomasson hefur nú formlega gengið í raðir Villarreal á Spáni þar sem hann lauk síðustu leiktíð sem lánsmaður frá þýska liðinu Stuttgart. Tomasson skoraði 4 mörk í 11 leikjum með Villarreal á síðustu leiktíð og spilar framvegis undir stjórn landa síns Michael Laudrup. Danskir fjölmiðlar fullyrða að Laudrup sé einnig að reyna að fá til sín landsliðsmanninn Dennis Rommendahl frá Charlton. Fótbolti 10.7.2007 17:38
Saviola semur við Real Madrid Bernd Schuster, nýráðinn þjálfari Real Madrid, hefur staðfest að félagið hafi náð samningum við argentínska framherjann Javier Saviola eftir að hann var látinn fara frá Barcelona á dögunum. Schuster segist hafa samið við framherjann í síðasta mánuði og segir hann hafa mikið fram að færa hjá Real Madrid. Fótbolti 10.7.2007 15:04
Real Madrid kaupir Pepe frá Porto Real Madrid hefur gengið frá kaupum á portúgalska miðverðinum Pepe frá Porto og er hann annar miðvörðurinn sem félagið fær í sínar raðir á tveimur dögum. Sagt er að kaupverðið á hinum 24 ára gamla leikmanni sé 28 milljónir evra eða 2,3 milljarðar. Fótbolti 10.7.2007 11:56
Leikmenn fylgi boðorðum Laporta Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, hefur sett saman lista með boðorðum sem leikmenn liðsins munu þurfa að fylgja í hvívetna frá og með næsta tímabili, ellegar munu þeir ekki eiga von á góðu. Fótbolti 9.7.2007 19:07
Laudrup tekinn við Getafe Spænska knattspyrnufélagið Getafe beið ekki boðanna í dag þegar tilkynnt var að Bernd Schuster yrði næsti þjálfari Real Madrid og tilkynnti um leið að félagið hefði gert tveggja ára samning við dönsku goðsögnina Michael Laudrup um að gerast þjálfari liðsins. Fótbolti 9.7.2007 11:56
Schuster ráðinn þjálfari Real Madrid Real Madrid hefur ráðið Þjóðverjann Bernd Schuster sem þjálfara félagsins. Hann þjálfaði áður Getafe og náði góðum árangri með liðið en hann er 48 ára gamall. Ítalski þjálfarinn Fabio Capello var rekinn fyrr í sumar þrátt fyrir að hafa gert liðið að spænskum meisturum í fyrsta sinn í fjögur ár. Fótbolti 9.7.2007 10:06
Giuly hættur við að fara frá Barcelona Franski miðjumaðurinn Ludovic Giuly hjá Barcelona hefur tilkynnt að hann ætli ekki fara frá félaginu og ætli að berjast þar fyrir sæti sínu á næstu leiktíð. Giuly hafði ætlað að fara aftur til síns gamla félags Mónakó í Frakklandi en hafði auk þess verið orðaður við mörg lið á Englandi. Fótbolti 7.7.2007 15:00
Beckham skilaði Real 37 milljörðum Enski knattspyrnumaðurinn David Beckham skilaði knattspyrnufélaginu Real Madrid tæplega 37 milljörðum króna í tekjur á þeim fjórum árum sem hann spilaði á Spáni segir markaðsfulltrúi félagsins. Fótbolti 7.7.2007 12:10
Barcelona vill halda Eiði Smára Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, greindi frá því í gær að Barcelona vildi halda landsliðsfyrirliðanum í sínum röðum. Þrálátur orðrómur hefur verið um að Eiður sé á leið aftur til Englands en hann hefur alltaf sagst vilja vera áfram í herbúðum Barcelona. Þar sem viljinn er beggja vegna eru litlar líkur á því að Eiður Smári fari í sumar. Fótbolti 5.7.2007 21:23
Launakröfur Chivu of háar fyrir Real Madrid Ítalska félagið Roma samþykkti í dag 18 milljón evra kauptilboð Real Madrid í rúmenska varnarmanninn Cristian Chivu, en útlit er fyrir að ekkert verði af kaupunum. Launakröfur varnarmannsins voru mjög háar að sögn forseta Real Madrid og því slitnaði upp úr viðræðunum. Fótbolti 5.7.2007 16:21
Calderon: Schuster ætti að koma í næstu viku Ramon Calderon, forseti Real Madrid, segir að félagið muni að öllum líkindum ganga frá samningi við þjálfarann Bernd Schuster í næstu viku. Calderon hyggur á stór viðskipti á næstu dögum. Fótbolti 5.7.2007 16:07
Eiður Smári hefur alltaf þurft að berjast fyrir sínu Arnór Guðjohnsen segir að sonur sinn Eiður Smári sé ekkert óvanur því að fá harða samkeppni um stöður í þeim liðum sem hann hefur spilað með á ferlinum og ítrekar að Barcelona hafi ekki borist kauptilboð í leikmanninn. Fótbolti 5.7.2007 13:41
Laudrup klár í að taka við af Schuster Danska knattspyrnugoðsögnin Michael Laudrup hefur tjáð fjölmiðlum í heimalandi sínu að hans bíði þjálfarastaða hjá spænska liðinu Getafe og að hann væri þegar búinn að skrifa undir ef ekki væri fyrir óvissu varðandi framtíð Bernd Schuster. Fótbolti 4.7.2007 21:02
Hilderbrand ætlar sér stóra hluti hjá Valencia Þýski landsliðsmarkvörðurinn Timo Hildebrand var kynntur til sögunnar sem nýr markvörður spænska liðsins Valencia í dag. Hann stefnir ótrauður á að velta Santiago Canizares úr sessi sem markvörður númer eitt hjá liðinu eftir að hann kom frá Stuttgart í dag. Fótbolti 4.7.2007 13:41
Calderon vill Robben eða Malouda Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur gefið það út á heimasíðu félagsins að hann sé ákveðinn í að landa annað hvort Arjen Robben frá Chelsea eða Florent Malouda frá Lyon í sumar. Chelsea hefur blásið á fullyrðingar Calderon varðandi Arjen Robben, en félögin eru bæði sögð á eftir Malouda. "Þeir spila sömu stöðu og við munum því aðeins kaupa annan þeirra," sagði Calderon brattur að vanda. Fótbolti 4.7.2007 13:33
Garcia skrifar undir hjá Atletico Spænski landsliðsmaðurinn Luis Garcia hefur skrifað undir þriggja ára samning við spænska félagið Atletico Madrid, en hann fer þangað í skiptum fyrir Fernando Torres. Kaupverðið er sagt vera um 4 milljónir punda. Garcia gekk í raðir Liverpool frá Barcelona árið 2004 og skoraði 30 mörk í 121 leik fyrir félagið. Fótbolti 3.7.2007 11:59
Arnór: Eiður vill sanna sig hjá Barca Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir að sonur sinn ætli sér að berjast fyrir sæti sínu í liði fyrrverandi Evrópu- og Spánarmeistaranna í Barcelona. Mikið hefur verið talað um framtíð Eiðs Smára og virðast flestir telja að framtíð hans hjá Barcelona sé ráðin, sérstaklega eftir komu Thierry Henry frá Arsenal. Fótbolti 2.7.2007 14:55
Reyes áfram hjá Real Madrid? Real Madrid hefur gefið það í skyn að félagið ætli sé að halda Jose Antonio Reyes hjá liðinu. Búist var við að félagið ætlaði ekki að kaupa leikmanninn þar sem að hann náði ekki að vinna sé inn sæti í byrjunarliðinu, en hann er í láni hjá Madrid frá Arsenal. Fótbolti 30.6.2007 21:24