Spænski boltinn

Fréttamynd

Barcelona reyndi að hræða De Jong til að losna við hann

Frenkie de Jong vill vera áfram hjá Barcelona en Katalóníumennirnir vilja endilega losna við að borga risasamning hans. Nýjustu fréttir af þessari sápuóperu í Barcelona er að forráðamenn Barcelona hafi reynt að hræða De Jong í sumar um að samningur hans væri ólöglegur.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona segir nú­verandi samning Frenki­e de Jong ó­lög­legan

Stjórn Barcelona vill ógilda núverandi samning Frenkie de Jong þar sem hún telur að samningurinn sé ekki löglegur. Forverar núverandi stjórnar voru við stjórnvölin er skrifað var undir og segja allt hafa verið gert eftir lögum og reglum. Núverandi stjórn er tilbúin að fara með málið fyrir dómstóla.

Fótbolti
Fréttamynd

Neville heldur áfram að skjóta á Barcelona

Gary Neville, sparkspekingur hjá Skysports, heldur áfram að lýsi yfir þeirri skoðun sinni að það skjóti skökku við að Barcelona sé jafn stórtækt á leikmannamarkaðnum og raun ber vitni í ljósi þess að leikmenn eigi inni vangoldnar greiðslur hjá félaginu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Vill ekki vera borinn saman við Guardiola og Cruyff

Xavi Hernández fetar nú í fótspor þeirra Pep Guardiola og Johan Cruyff hjá Barcelona. Allir voru þeir frábærir leikmenn hjá félaginu sem seinna urðu síðan þjálfarar. Þjálfari Barcelona vill þó engan samanburð.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo

Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum.

Enski boltinn
Fréttamynd

W-in seldust upp hjá Barcelona

Robert Lewandowski var á staðnum en spilaði þó ekki þegar Barcelona vann Inter Miami 6-0 í fyrsta vináttuleik sínum á undirbúningstímabilinu. Hann virðist afar vinsæll sem nýjasta stjarna Börsunga.

Fótbolti
Fréttamynd

Nagelsmann með fast skot á Barcelona

Julian Nagelsmann, þjálfari karlaliðs Bayern München í fótbolta, kveðst ekki skilja hvernig Barcelona geti fjárfest í dýrum leikmönumm í ljósi fjárhagsstöðu félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Villareal sækist eftir kröftum Cavani

Spænska félagið Villareal hefur áhuga á Edinson Cavani sem yfirgaf Manchester United í júní eftir samningur hans rann út. Framherjin gæti því endurnýjað kynni sín við knattspyrnustjórann Unai Emery hjá Villareal.

Fótbolti
Fréttamynd

Lewandowski kveður liðsfélaga sína hjá Bayern

Robert Lewandowski, pólski framherji Bayern München, hefur kvatt liðsfélaga sína áður en hann flýgur til Miami þar sem hann mun hitta nýju liðsfélaga sína hjá Barcelona og gangast undir læknisskoðun hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Raphinha genginn í raðir Barcelona

Þrátt fyrir að því virðist að eiga engan pening heldur spænska knattspyrnuliðið Barcelona áfram að festa kaup á nýjum leikmönnum. Nýjasta viðbótin er brasilíski vængmaðurinn Raphinha. 

Fótbolti