Hernaður

Fréttamynd

Vígamenn á barnsaldri myrtu yfir 130 íbúa

Vígamennirnir sem myrtu fleiri en 130 í þorpinu Solhan í norðausturhluta Búrkína Fasó fyrr í þessum mánuði voru flestir börn á aldrinum 12 til 14 ára. Þetta segja stjórnvöld í landinu og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Taívan býr sig undir átök við Kína

Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins.

Erlent
Fréttamynd

19. júní: Alþjóðadagur Sameinuðu þjóðanna tileinkaður upprætingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum

Enn og aftur berast fregnir af hörmulegu kynferðisofbeldi í tengslum við vopnuð átök, nú síðast frá Tigray-héraði í Eþíópíu. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings frá Eritríu, hefur verið sakaður um allt í senn stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og tilraun til þjóðarmorðs í tilraun sinni til að skipta út stjórn héraðsins. Sú ákvörðun var tekin eftir að kosningar til héraðsþings fóru fram í Tigray í september s.l. í trássi við tilmæli alríkisstjórnarinnar um frestun fyrirhugaðra alríkis- og héraðskosninga vegna COVID faraldursins.

Skoðun
Fréttamynd

Dómur yfir „Bosníu-slátraranum“ stendur ó­ra­skaður

Dómstóll Sameinuðu þjóðanna staðfesti í dag lífstíðardóm yfir bosníuserbneska herforingjanum Ratko Mladic. Maldic hafði áfrýjað dómi, sem féll árið 2017, þar sem hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í þjóðernishreinsunum í Bosníu.

Erlent
Fréttamynd

NATO æfir sig fyrir mögulega innrás

Þúsundir hermanna, sjóliða og flugmanna taka nú þátt í umfangsmiklum heræfingum Atlantshafsbandalagins (NATO) sem ætlað er að líkja eftir innrás í eitt aðildarríkið. Æfingarnar fara fram beggja vegna Atlantshafsins allt að Svartahafi.

Erlent
Fréttamynd

Mót­­mæla stefnu stór­veldanna á meðan ráðherrarnir funda

Á meðan utan­ríkis­ráð­herrar Rúss­lands og Banda­ríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blin­ken, funda í Hörpu munu mót­mæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Sam­taka hernaðar­and­stæðinga. Ýmis fé­laga­sam­tök hafa í dag sent frá sér á­skorun til stór­veldanna um að láta af and­stöðu sinni við sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna um bann við kjarn­orku­vopnum og undir­rita hann sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Tekið á móti Blinken með Palestínufánum

Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð.

Innlent
Fréttamynd

Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu

Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Nauðgunum beitt sem vopni í Eþíópíu

Þúsundum kvenna og stúlkna hefur verið nauðgað í átökunum í Tigray í Eþíópíu. Nauðgunum hefur verið beitt sem vopni í átökunum, samkvæmt vitnum. Lítið af upplýsingum berast frá hinu einangraða héraði þar sem yfirvöld í Eþíópíu hafa lokað á flest fjarskipti þaðan.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar lýsa yfir neyðar­á­standi í borginni Lod

Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði.

Erlent
Fréttamynd

Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela

Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn.

Erlent
Fréttamynd

Áttatíu herþotur yfir Gasa

Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Níu börn meðal hinna látnu á Gasa

Her Ísraels hefur haldið loftárásum sínum á Gasa áfram í morgun en eldflaugum hefur sömuleiðis áfram verið skotið þaðan. Embættismenn á Gasa segja minnst 24 Palestínumenn, þar af níu börn, hafa látist í árásum Ísraels og rúmlega hundrað hafa særst.

Erlent
Fréttamynd

Segjum upp hörmungarsamningnum!

Í dag, 5. maí, eru 70 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður í byrjun kalda stríðsins. Þá fuku þeir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld settu við inngönguna í Nató tveimur árum áður um að hér yrði ekki her á friðartímum.

Skoðun
Fréttamynd

Selunum sigað á Kína og Rússland

Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja.

Erlent
Fréttamynd

Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu

Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar með pálmann í höndunum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í vikunni þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Það ætlar hann að gera án þess að setja talibönum skilyrði. Ákvörðunin gæti reynst íbúum landsins afdrifarík.

Erlent
Fréttamynd

Bandalagsríki NATO kalla herinn heim frá Afganistan

Danir ætla að kalla herafla sinn heim frá Afganistan í skrefum fram til 11. september næstkomandi, samhliða því sem NATO og Bandaríkin hyggjast draga úr umsvifum sínum í landinu. Danir sendu fyrstu hermennina til Afganistan í janúar 2002 og hafa tekið þátt í stríðinu síðan. Guðlaugur Þór Þórðarson segir að nú hefjist nýr kafli í samskiptum NATO og Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi

Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið.

Erlent