Meistaradeildin

Fréttamynd

Óskar Hrafn: Ég er hamingjusamur maður

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að líða vel eftir sigur hans manna á Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar unnu seinni leikinn 2-1 á heimavelli í kvöld og einvígið 3-1 samanlagt og mæta FC Köbenhavn í næstu umferð Meistaradeildarinnar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiða­blik - Sham­rock 2-1 | Breiðablik áfram eftir frábæra frammistöðu

Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég hef enga trú á því að þeir hafi verið að vanmeta okkur“

Breiðablik sigraði Shamrock Rovers með einu marki gegn engu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og halda heim á Kópavogsvöll með forystuna fyrir seinni leikinn í einvíginu. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með þennan sterka útisigur. Hann segir góða byrjun á leiknum hafa lagt grunninn að sigrinum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar sækja Shamrock Rovers heim

Breiðablik leikur fyrri leik sinn við írska liðið Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla á Tallaght leikvangnum í Dublin í kvöld. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsending hefst klukkan 18.35. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Virki­lega skemmti­legur leikur til að enda á“

Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum þegar Breiðablik vann Budućnost Podgorica frá Svartfjallalandi 5-0 og mætir því Shamrock Rovers frá Írlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var síðasti leikur Stefáns Inga fyrir Blika en hann staðfesti í viðtali eftir leik að hann væri á leið til Belgíu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Stefán er einn af þeim sem flýgur úr hreiðrinu“

Breiðablik vann sannfærandi 5-0 sigur gegn Buducnost. Breiðablik skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik og seinni hálfleikur var formsatriði. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Þurfi að sýna grimmd gegn lítt þekktum and­stæðingi: „Á svo margt eftir að gerast“

Stemningin er góð í her­búðum karla­liðs Breiða­bliks í fót­bolta sem hefur veg­ferð sína í Evrópu í dag á heima­velli gegn Tre Penne frá San Marínó. Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari liðsins, hefur þurft að nýta sér króka­leiðir til þess að afla sér upp­lýsingar um and­stæðinginn en segist hafa góða mynd af því sem er í vændum.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildin hefst í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“

Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Manchester City tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins er strax komið að því að koma næsta tímabili í gang. Meistaradeildin hefst formlega í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ eins og BBC orðar það.

Fótbolti