Morð í Rauðagerði

Fréttamynd

Á­kærðu krafin um tæp­lega 70 milljónir í bætur

Þau fjögur sem ákærð eru fyrir að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn eru sameiginlega krafin um rúmlega 68 milljónir í bætur ásamt vöxtum. Þetta kemur fram í ákæru á hendur fjórmenningunum sem Vísir hefur undir höndum.

Innlent
Fréttamynd

Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni

Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var bara aftaka“

Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi.

Innlent
Fréttamynd

Rauð­agerðis­málið til héraðs­sak­sóknara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur afhent embætti héraðssaksóknara gögn vegna rannsóknar Rauðagerðismálsins. Mun það falla í hlut embættisins að ákveða hvort ákærur verða gefnar út í málinu. 

Innlent
Fréttamynd

Rauðagerðismálið til ákærusviðs á morgun

Rannsókn á morðinu í Rauðagerði er að mestu lokið og stefnt er að því að senda málið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla sviðsetur morðið í Rauðagerði

Töluverður fjöldi lögreglumanna er við störf í Rauðagerði í tengslum við morðið sem þar var framið í febrúar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir að um sé að ræða vettvangsvinnu í tengslum við rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast

Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu.

Innlent
Fréttamynd

Telja sig vita hver hlut­deildar­maðurinn er

Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð.

Innlent
Fréttamynd

Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu

Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 

Innlent
Fréttamynd

Tveir úrskurðaðir í tíu vikna farbann

Tveir voru úrskurðaðir í tíu vikna farbann í Héraðsdómi Reykjavíkur að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna manndrápsins við Rauðagerði í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Morðvopnið í Rauðagerðismálinu fundið

Lögregla hefur lagt hald á byssu sem talið er að hafi verið notuð til að bana albönskum karlmanni í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Brutu upp dyr snemma morguns í miðbæ Reykjavíkur

Sérsveit ríkislögreglustjóra braut upp útidyr í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Um var að ræða hluta af aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsóknina í Rauðagerðismálinu.

Innlent
Fréttamynd

Níu skotáverkar á líkama hins látna

Í bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræðings vegna réttarkrufningar á Armando Beqirai, mannsins sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar, kemur fram að hann hafi hlotið níu skotáverka, meðal annars í höfuð, bol og lífsnauðsynleg líffæri. Þá fundust níu skothylki á vettvangi glæpsins.

Innlent