Vegagerð Bein útsending: Nýr umferðarvefur kynntur Nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar, umferdin.is, verður kynntur á morgunfundi Vegagerðarinnar klukkan níu í dag. Nýi vefurinn er mun nútímalegri og þægilegri í notkun fyrir snjalltæki. Innlent 20.10.2022 08:30 „Óboðleg staða“ í Vestmannaeyjum Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli eyja og lands séu óboðlegar þessa stundina. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af á meðan sá síðarnefndi er í slipp. Herjólfur III er tvisvar búinn að bila í þessari viku. Innlent 14.10.2022 11:07 Segir íbúa í Fjarðabyggð lítt spennta fyrir jarðgangagjöldum Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir boðað frumvarp innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum landsins ekki hljóma vel í eyrum íbúa sveitarfélagsins. Þar er að finna tvö jarðgöng; Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöng. Innlent 11.10.2022 08:51 Gríðarlegt eignatjón, einhverjir virtu lokanir að vettugi Bílaleigur sitja uppi með gríðarlegt tjón eftir óveðrið á sunnudag. Hjá einni þeirra skemmdust hátt í þrjátíu bílar. Vegagerðin hefði mátt loka vegum fyrr og manna lokanir að sögn upplýsingafulltrúa. Verið er að skoða að setja upp fleiri lokunarhlið. Innlent 28.9.2022 20:01 Opnað á umfjöllun um tjón Eyvindartungubænda Landsréttur hefur úrskurðað að mál bænda að Eyvindartungi í Bláskógabyggð gegn Vegagerðinni, sem höfðað var vegna aurskriðu sem féll á lóð þeirra við veginn um Lyngdalsheiði, skuli tekið til efnislegrar meðferðar í héraði. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður vísað málinu frá dómi. Innlent 22.9.2022 11:30 Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. Innlent 19.9.2022 22:42 Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. Innlent 16.9.2022 13:24 „Þá verður allt vitlaust á Akranesi“ Forseti bæjarstjórnar Akraness segir að það verði allt vitlaust í bænum, nái hugmyndir innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum fram að ganga. Það gildi allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng, enda sé löngu búið að borga göngin upp. Innlent 14.9.2022 21:46 Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. Innlent 14.9.2022 10:29 Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. Innlent 13.9.2022 08:46 Ný Ölfusárbrú verður ekki klár fyrr en 2026 Ný brú yfir Ölfusá við Selfoss verður ekki tilbúin fyrir en árið 2026 en brúin mun fara í forval á næstu vikum og í útboð á útmánuðum. Innlent 11.9.2022 13:06 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. Innlent 7.9.2022 19:01 Nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut tekið í notkun Nýr kafli Suðurlandsvegar og hringtorg við Biskupstungnabraut verða tekin í notkun á morgun. Framkvæmdir hófust í apríl árið 2020 og er verkefnið annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar. Innlent 7.9.2022 12:05 Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði. Innlent 6.9.2022 22:22 „Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. Innlent 4.9.2022 21:37 Notendagjöld í umferðinni Sem hluti af loftlagsstefnu hafa stjórnvöld nú lagt aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum. Samliða orkuskiptunum verður þó ekki litið fram hjá að huga þarf að breyttri gjaldtöku í umferðinni, en núverandi gjaldtaka hér á landi er mest í formi eldsneytisgjalds. Skoðun 24.8.2022 09:31 Veggjald ætti ekki að nota til að greiða rekstrarkostnað Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Skoðun 23.8.2022 09:30 Gríðarlegar tafir milli Hveragerðis og Selfoss Miklar umferðartafir eru Suðurlandsvegi til austurs milli Hveragerðis og Selfoss. Umferð um Biskupstungnabraut er ljósastýrð vegna vegavinnu og hefur áhrif á umferð um Suðurlandsveg. Innlent 19.8.2022 18:49 Endurskoða þurfi fjármögnun vegakerfisins Endurskoða þarf fjármögnun vegakerfisins að mati formanns bæjarráðs Fjallabyggðar. Hann leggur til að kílómetragjald verði sett á alla ökumenn óháð mannvirkjum. Innlent 9.8.2022 20:01 Veggjald í jarðgöngum, hvenær og hvenær ekki? Eða eru þau öll eins? Segjum sem svo að yfirvöld myndu ákveða að setja vissa upphæð í jarðgangagerð á ári hverju. Gefum okkur að þessi upphæð nægði til að grafa 1 km af jarðgöngum ár hvert. Á sex ára tímabili væri því hægt að fjármagna 6 km göng og að þeim tíma liðnum væri hægt að snúa sér að næstu göngum. Skoðun 9.8.2022 13:57 Vilja ekki greiða fyrir notkun ganga sem uppfylla ekki öryggiskröfur Líkt og greint hefur verið frá síðustu vikur stefnir innviðaráðuneytið á að hefja gjaldtöku í öllum göngum landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar setur spurningamerki við aðferðafræðina. Innlent 8.8.2022 22:45 Landsmenn vilja ekki taka upp veskið í jarðgöngum Meirihluti landsmanna er á móti fyrirhugaðri gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Innlent 4.8.2022 19:14 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Viðskipti erlent 2.8.2022 15:36 Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ Fréttir 30.7.2022 13:26 Af hverju Fjarðarheiðargöng? Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Skoðun 21.7.2022 18:00 Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum. Innlent 19.7.2022 22:01 Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. Innlent 19.7.2022 17:52 Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. Innlent 19.7.2022 12:16 Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Viðskipti innlent 18.7.2022 18:51 Rannsóknarvinna fyrir fyrstu lotu Borgarlínu hafin Vegagerðin vinnur nú að jarðvegsrannsóknum og burðarþolsmælingum á höfuðborgarsvæðinu á þeim stöðum þar sem sérrými fyrstu lotu Borgarlínunnar kemur til með að liggja. Innlent 15.7.2022 11:36 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 14 ›
Bein útsending: Nýr umferðarvefur kynntur Nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar, umferdin.is, verður kynntur á morgunfundi Vegagerðarinnar klukkan níu í dag. Nýi vefurinn er mun nútímalegri og þægilegri í notkun fyrir snjalltæki. Innlent 20.10.2022 08:30
„Óboðleg staða“ í Vestmannaeyjum Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli eyja og lands séu óboðlegar þessa stundina. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af á meðan sá síðarnefndi er í slipp. Herjólfur III er tvisvar búinn að bila í þessari viku. Innlent 14.10.2022 11:07
Segir íbúa í Fjarðabyggð lítt spennta fyrir jarðgangagjöldum Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir boðað frumvarp innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum landsins ekki hljóma vel í eyrum íbúa sveitarfélagsins. Þar er að finna tvö jarðgöng; Norðfjarðar- og Fáskrúðsfjarðargöng. Innlent 11.10.2022 08:51
Gríðarlegt eignatjón, einhverjir virtu lokanir að vettugi Bílaleigur sitja uppi með gríðarlegt tjón eftir óveðrið á sunnudag. Hjá einni þeirra skemmdust hátt í þrjátíu bílar. Vegagerðin hefði mátt loka vegum fyrr og manna lokanir að sögn upplýsingafulltrúa. Verið er að skoða að setja upp fleiri lokunarhlið. Innlent 28.9.2022 20:01
Opnað á umfjöllun um tjón Eyvindartungubænda Landsréttur hefur úrskurðað að mál bænda að Eyvindartungi í Bláskógabyggð gegn Vegagerðinni, sem höfðað var vegna aurskriðu sem féll á lóð þeirra við veginn um Lyngdalsheiði, skuli tekið til efnislegrar meðferðar í héraði. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður vísað málinu frá dómi. Innlent 22.9.2022 11:30
Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. Innlent 19.9.2022 22:42
Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. Innlent 16.9.2022 13:24
„Þá verður allt vitlaust á Akranesi“ Forseti bæjarstjórnar Akraness segir að það verði allt vitlaust í bænum, nái hugmyndir innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum fram að ganga. Það gildi allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng, enda sé löngu búið að borga göngin upp. Innlent 14.9.2022 21:46
Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. Innlent 14.9.2022 10:29
Vaðlaheiðargöngunum lokað í fimm tíma vegna æfingar Vaðlaheiðargöngum verður lokað í dag á milli klukkan tíu og fimmtán vegna æfingar á viðbragði við umferðarslysi og reyk í göngunum. Nýr æfingarbúnaður verður notaður í fyrsta skipti hér á landi við æfinguna. Innlent 13.9.2022 08:46
Ný Ölfusárbrú verður ekki klár fyrr en 2026 Ný brú yfir Ölfusá við Selfoss verður ekki tilbúin fyrir en árið 2026 en brúin mun fara í forval á næstu vikum og í útboð á útmánuðum. Innlent 11.9.2022 13:06
Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. Innlent 7.9.2022 19:01
Nýtt hringtorg við Biskupstungnabraut tekið í notkun Nýr kafli Suðurlandsvegar og hringtorg við Biskupstungnabraut verða tekin í notkun á morgun. Framkvæmdir hófust í apríl árið 2020 og er verkefnið annar áfangi breikkunar Suðurlandsvegar. Innlent 7.9.2022 12:05
Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði. Innlent 6.9.2022 22:22
„Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. Innlent 4.9.2022 21:37
Notendagjöld í umferðinni Sem hluti af loftlagsstefnu hafa stjórnvöld nú lagt aukna áherslu á orkuskipti í samgöngum. Samliða orkuskiptunum verður þó ekki litið fram hjá að huga þarf að breyttri gjaldtöku í umferðinni, en núverandi gjaldtaka hér á landi er mest í formi eldsneytisgjalds. Skoðun 24.8.2022 09:31
Veggjald ætti ekki að nota til að greiða rekstrarkostnað Í grein sem ég ritaði nýlega benti ég á að hófleg veggjöld í jarðgöngum gætu aukið hraðann verulega í jarðgangagerð á Íslandi. Jafnframt benti ég á að mjög varlega þyrfti samt að fara í gjaldtöku í göngum sem hefðu verið gjaldfrjáls í mörg ár. Nú ætla ég að ræða hvernig nota ætti veggjöld og hvort 25 Gkr framlag til jarðgangagerðar úr ríkissjóði sé hæfilegt á 15 árum. Skoðun 23.8.2022 09:30
Gríðarlegar tafir milli Hveragerðis og Selfoss Miklar umferðartafir eru Suðurlandsvegi til austurs milli Hveragerðis og Selfoss. Umferð um Biskupstungnabraut er ljósastýrð vegna vegavinnu og hefur áhrif á umferð um Suðurlandsveg. Innlent 19.8.2022 18:49
Endurskoða þurfi fjármögnun vegakerfisins Endurskoða þarf fjármögnun vegakerfisins að mati formanns bæjarráðs Fjallabyggðar. Hann leggur til að kílómetragjald verði sett á alla ökumenn óháð mannvirkjum. Innlent 9.8.2022 20:01
Veggjald í jarðgöngum, hvenær og hvenær ekki? Eða eru þau öll eins? Segjum sem svo að yfirvöld myndu ákveða að setja vissa upphæð í jarðgangagerð á ári hverju. Gefum okkur að þessi upphæð nægði til að grafa 1 km af jarðgöngum ár hvert. Á sex ára tímabili væri því hægt að fjármagna 6 km göng og að þeim tíma liðnum væri hægt að snúa sér að næstu göngum. Skoðun 9.8.2022 13:57
Vilja ekki greiða fyrir notkun ganga sem uppfylla ekki öryggiskröfur Líkt og greint hefur verið frá síðustu vikur stefnir innviðaráðuneytið á að hefja gjaldtöku í öllum göngum landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar setur spurningamerki við aðferðafræðina. Innlent 8.8.2022 22:45
Landsmenn vilja ekki taka upp veskið í jarðgöngum Meirihluti landsmanna er á móti fyrirhugaðri gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Innlent 4.8.2022 19:14
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Viðskipti erlent 2.8.2022 15:36
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ Fréttir 30.7.2022 13:26
Af hverju Fjarðarheiðargöng? Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Skoðun 21.7.2022 18:00
Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum. Innlent 19.7.2022 22:01
Ber ekki saman um hvort stytting leiða sé jákvæð fyrir umhverfið Jákvæð umhverfisáhrif, sem fylgja styttingu leiða, eru meðal þess þjóðhagslega ávinnings sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur upp sem röksemdir fyrir arðsömum flýtiframkvæmdum í samgöngum. Ein af undirstofnunum hans, Skipulagsstofnun, sem áður heyrði undir umhverfisráðuneytið, hafnaði sömu röksemdum Vegagerðarinnar í áliti fyrir tveimur árum og taldi þvert á móti að samgöngubætur með styttingu leiða myndu fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs. Innlent 19.7.2022 17:52
Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. Innlent 19.7.2022 12:16
Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Viðskipti innlent 18.7.2022 18:51
Rannsóknarvinna fyrir fyrstu lotu Borgarlínu hafin Vegagerðin vinnur nú að jarðvegsrannsóknum og burðarþolsmælingum á höfuðborgarsvæðinu á þeim stöðum þar sem sérrými fyrstu lotu Borgarlínunnar kemur til með að liggja. Innlent 15.7.2022 11:36