

Grindavíkuráhrifin eru að fjara út, sölutími eigna er að byrjaður að lengjast aftur og eignum til sölu fjölgar. Útlit er því fyrir að hægja taki á húsnæðisverðshækkunum og framundan séu mjög hóflegar nafnverðshækkanir, að mati hagfræðings.
Íris Ósk Valþórsdóttir vörumerkjastjóri Vaxa hefur sett einstakt hönnunarhús sitt við Birkihæð í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1991 og teiknað af Baldri Svavarssyni arkitekt. Ásett verð er 248 milljónir.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, ætlar að reynast pólitískt þynnildi í húsnæðismálum. Samkvæmt nýlegri íbúðatalningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hefur íbúðum í byggingu fækkað nokkuð í Reykjavík.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, sagði í byrjun september að úthlutun hlutdeildarlána væri spurning um örfáa daga. Þessir örfáu dagar hafa nú orðið að fjölmörgum, og því miður er fjölmennur hópur fyrstu kaupenda ráðvilltur.
Danski lakkrískóngurinn Johan Bülow hefur sett sveitasetur sitt í bænum Tisvildeleje, við strandlengjuna á norður Sjálandi í Danmörku, á sölu. Húsið var byggt árið 2013 og er staðsett á 3651 fermetra eignarlóð.
Danska tónlistarkonan Medina og eiginmaður hennar hafa sett glæsivillu sína í Hørsholm, norður af Kaupmannahöfn, í Danmörku á sölu. Húsið einkennist af miklum munaði og fáguðum stíl.
Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu.
Allt útlit er fyrir minna framboð íbúðarhúsnæðis á næstu árum sem birtist meðal annars í því að meira en sextíu prósent arkitekta- og verkfræðistofa segja að verkefnum hjá sér hafi fækkað, samkvæmt nýrri könnun sem Samtak iðnaðarins hafa gert. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að áherslur stjórnvalda í húsnæðisstuðningi, sem beinast núna í meira mæli til leigjenda, séu til þess fallin að magna vandann enn frekar í stað þess að auka hvata til íbúðaruppbyggingar.
Við Oddeyrargötu á Akureyri er finna einstaklega sjarmerandi einbýlishús. Húsið var byggt árið 1927 og hefur verið mikið endurnýjað síðastliðin ár á gerðarlegan máta með tilliti til sögu hússins. Ásett verð er 94,1 milljónir.
Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu.
Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum.
Hjónin Einar Örn Benediktsson, listamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Besta flokksins, og Sigrún Guðmundsdóttir dansari, festu kaup á húsi við Suðurgötu 31 í Reykjavík.
Leikaraparið Ebba Katrín Finnsdóttir og Oddur Júlíusson hafa fest kaup á fallegu 126 fermetra parhúsi í hjarta miðborgarinnar. Parið greiddi 111,5 milljónir fyrir eignina.
Landsbankinn hækkaði vexti verðtryggðra íbúðalána sinna um fjórðung úr prósenti í dag. Hækkunin er nokkru minni en hinna stóru bankanna. Héðan í frá býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum.
Verkalýðshreyfingin fagnar frumvarpi sjálfstæðismanna um afnám stimpilgjalda. Formaður VR segir útilokað að þingmenn fái nokkurn tímann sæti við borðið við gerð kjarasamninga.
Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins vill afnema stimpilgjöld við kaup einstaklings á fasteign. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir gjöldin úrelt og óþarfa og er bjartsýnn á að það verði samþykkt.
Fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í eigu forstjóra flugfélagsins Play meðal annarra, hefur farið fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi athafnamannsins Jóni Óðins Ragnarssonar vegna krafna að upphæð 44 milljóna króna. Húsið er á sölu sem stendur og uppsett verð er tæpar 300 milljónir króna.
Á eftirsóttum stað við Laugardalinn í Reykjavík er finna reisulegt 380 fermetra einbýlishús, teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Húsið var byggt árið 1961. Á síðustu árum hefur húsið verið mikið endurnýjað er hið smekklegasta.
Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum.
Hjónin Ingibjörg Kristófersdóttir og Hákon Hákonarson, sem eiga tískuvöruverslanirnar Mathilda, Englabörn og Herragarðinn, hafa sett einbýlishús sitt við Byggðarenda á sölu.
Við Ásvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna glæsilegt 320 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1941 eftir hönnun Þóris G. Baldvinssonar en var stækkað árið 1961 eftir teikningu Kjartans Sveinssonar.
Rúmlega sex af hverjum tíu nýbyggingum sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta árs eru óseldar. Aðeins 15 prósent af heildarframboði nýbygginga eru auglýst eða seld undir 65 milljónum króna.
Í Bólstaðarhlíð 5 má finna einstaka og litskrúðuga íbúð stútfulla af karakter með bláum, bleikum, gulum og rauðum veggjum. Íbúðin er skráð rúmir 145 fermetrar með tvennar svalir til suðurs og vesturs og glæsilegt nýuppgert baðherbergi.
Fjárfestingafélagið Langisjór, sem fer með yfir 30 prósenta hlut í Eik og hefur gert öðrum hluthöfum yfirtökutilboð, telur að arðsemi þess fjármagns sem hluthafar hafa bundið í rekstri fasteignafélagsins sé of lágt og vilja „straumlínulaga“ eignasafnið með sölu eigna og nýta þá fjármuni til arðgreiðslna. Þá boða forsvarsmenn Langasjávar, sem eru meðal annars eigendur að Ölmu leigufélagi, að kannaðir verði kostir þess að Eik útvíkki starfsemi sína með því að sinna uppbyggingu og útleigu íbúðarhúsnæðis til almennings.
Biskupsbústaðurinn við Bergstaðastræti 75 er seldur. Séra Agnes M. Sigurðardóttir, sem vígði eftirmann sinn í embætti fyrir tæpum tveimur vikum er því síðasti biskupinn til að búa í húsinu. Félag í eigu Birnu Jennu Jónsdóttur fjárfestis keypti húsið.
Vigdís Björk Segatta, einn helsti brúðkaupsskipuleggjandi landsins og eigandi Luxwedding, og eiginmaður hennar Ólafur Jón Jónsson flugmaður hjá Icelandair, hafa sett fallegt einbýlishús við Sveinskotsvör á Álftanesi á sölu.
Fjármálaráðherra segir að sterkefnað stóreignafólk hafi fengið mestan stuðning frá ríkinu með almennri heimild til þess að nýta séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Ekki sé gáfulegt af ríkinu að halda áfram að styðja þann hóp.
Við Laugaveg 96 í Reykjavík er að finna sjarmerandi íbúð í sögufrægu húsi sem var byggt árið 1967. Stjörnubíó var áður til húsa í eigninni en síðustu kvimyndasýningarnar fóru fram þann 28. febrúar 2002. Ásett verð er 119,9 milljónir.
Hildur Sif Hauksdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, og kærastinn hennar Páll Orri Pálsson hafa fest kaup á 94 fermetra íbúð við Ánanaust í Reykjavík. Eignin er á fyrstu hæð í sjö hæða nýlegu fjölbýlishúsi.
Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda.