Leigumarkaður

Fréttamynd

Réttur og öryggi leigj­enda aukast á sunnu­daginn

Á sunnudaginn taka gildi ný lög um breytingar á húsaleigulögum, en markmið breytinganna er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð.

Neytendur
Fréttamynd

Allt bendi til sam­særis gegn ís­lensku þjóðinni

Formaður Leigjendasamtakanna sakar stjórnvöld um að vísvitandi búa til þjóðfélagshóp sem búi ekki við húsnæðisöryggi og segir staðan á leigumarkaði talsvert verri en tölur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar gefa til kynna.

Innlent
Fréttamynd

Þrír virkir leit­endur fyrir hvern leigu­samning

Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir stöðuna auka líkur á að kjara­samningum verði sagt upp

Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­verð heldur á­fram að hækka

Vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní, og mælist því árshækkun vísitölunnar um þrettán prósent. Vísitala leiguverðs hefur hækkað talsvert umfram verðbólgu og íbúðaverð á síðastliðnu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leitt ef ríkis­stjórn er ekki treystandi í kjara­­samnings­við­ræðum

Forseti ASÍ segir áríðandi að frumvarp innviðaráðherra um bætta stöðu leigjenda verði samþykkt fyrir þinglok. Þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir frumvarpið fast í nefnd því ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um þinglok. ASÍ skorar á Alþingi að ljúka málinu fyrir þinglok.

Innlent
Fréttamynd

Frum­varp um bætta stöðu leigj­enda strandar hjá ríkis­stjórn

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir þingkona Framsóknarflokksins segir það stefnu velferðarnefndar að ljúka meðferð á frumvarpi innviðaráðherra um húsaleigulög fyrir þinglok. Frumvarpið hefur það markmið að bæta réttarstöðu leigjenda. Þingmaður stjórnarandstöðu segir málið stranda á ríkisstjórninni sjálfri. Þau geti ekki komið sér saman um hvernig eigi að ljúka þingi og það tefji þetta mál, eins og önnur.

Innlent
Fréttamynd

Heimilis­leysi blasir við ör­yrkjum

Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað felst í frum­varpi til laga um breytingu á húsaleigulögum?

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á húsaleigulögum. Erfitt getur verið fyrir aðra en lögfróða að átta sig á þýðingu breytinganna fyrir leigusala og leigjendur, en ljóst er að áhrifin verða þónokkur og athugasemdir hafa verið gerðar við frumvarpið. Hér verður leitast við að skýra á mannamáli hvað felst í frumvarpinu. Ef frumvarpið verður að lögum þá munu eftirfarandi skyldur leggjast á herðar leigusala:

Skoðun
Fréttamynd

Mark­vissar að­gerðir munu skila árangri á hús­næðis­markaði

Of hátt vaxtastig og hert lánþegaskilyrði hafa haft letjandi áhrif á framkvæmdaaðila með þeim afleiðingum að við erum ekki að byggja nauðsynlegt magn íbúða til að anna eftirspurn. Á sama tíma sjáum við marga sem hafa góða greiðslugetu og mikinn vilja til að komast út á markaðinn og eignast húsnæði falla á greiðslumati.

Skoðun
Fréttamynd

At­hugunar­efni vegna upp­töku leiguígildis

Samhliða birtingu vísitölu neysluverðs fyrir janúar, greindi Hagstofan frá því, að um skeið hafi staðið yfir endurskoðun á mati á reiknaðri húsaleigu í VNV. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að betri gögn um húsaleigu skapi forendur til fara úr núverandi aðferð í aðferð leiguígildis á vormánuðum.

Skoðun