Á gráa svæðinu

Fréttamynd

Spákaupmaðurinn: Grænpóstur á Bjögga

Ég hef eins og fleiri verið með nokkuð stórar stöður í Actavis í gegnum tíðina. Þar hafa orðið til miklir peningar. Ég var því þokkalega sáttur þegar yfirtökutilboðið kom, enda búinn að vera að bæta við mig undanfarna mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn

Evrópuþingið hefur samþykkt tillögur um reglur sem koma til með að lækka verð á alþjóðlegu reiki innan Evrópu. Reikigjöld eru gjöld sem símafyrirtæki innheimta fyrir tengingar milli landa, en kostnaður við símtöl í farsíma milli landa hefur hingað til verið hár og oft erfitt fyrir neytendur að fylgjast með verðlagningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Greinilegt er að vinnan við alþjóðavæðingu SÍF, Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, í gegnum árin með yfirtökum á fyrirtækjum á meginlandi Evrópu hefur tekist vel. Punkturinn var settur yfir i-ið þegar nafni SÍF var kastað fyrir róða og Alfesca tekið upp í febrúar í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn...

Ráðherrar Framsóknar sinna enn störfum sínum samviskusamlega þrátt fyrir að vera sárir út í Sjálfstæðisflokkinn fyrir að stíga í vænginn við Samfylkinguna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert frí

Spennandi þingkosningar eru að baki, en skömmu fyrir kosningar heyrðust þær raddir að einhverjir íslenskir fjárfestar hefðu í hyggju að taka sér frí til fjögurra ára næði vinstristjórn völdum með hugsanlegum skattahækkunum á fyrirtæki, hagnaði af sölu hlutabréfa og ýmsu öðru sem valdið hefði pirringi þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veislan í Gramercy

Sir Philip Green, eigandi Arcadia, blés til mikillar veislu í New York í Bandaríkjunum á þriðjudag í síðustu viku. Tilefnið var upphaf sölu á splunkunýrri fatalínu stjörnufyrirsætunnar Kate Moss, sem hún hannaði fyrir Topshop.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í góðum félagsskap

Og áfram af gleðinni hjá Green því Sunday Times segir viðskiptajöfurinn hafa verið svo ánægðan með dvöl sína í New York að hann geti vel hugsað sér að flytja þangað og fylgjast með uppbyggingu Topshop-búðanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Ársskýrsla Bakkavarar Group, sem barst til hluthafa í vikunni, er fróðleg lesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á íslenskum fyrirtækjum og ekki síst landvinningum Bakkavarar erlendis. Vöxtur félagsins hefur verið ótrúlegur þótt ekki sé fastar að orði kveðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Slúður og fréttir

Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni lognmollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látunum í Straumi-Burðarási í fyrrasumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum?

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 4,3% verðbólgu

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni til liðs við Kalla?

Nú velta menn því fyrir sér hver næsti áningarstaður Bjarna Ármannssonar kunni að vera, enda býst enginn við því að hann setjist í helgan stein, aðeins 39 ára gamall.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breskir millar aldrei fleiri

Forsætisráðherratíð Tonys Blair í Bretlandi hefur verið sannkölluð blómatíð fyrir moldríka þar í landi. Skoska dagblaðið Scotsman greinir frá könnun sem sýnir að í Bretlandi hafi fjöldi milljarðamæringa (í pundum talið) þrefaldast á síðustu fjórum árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karatekempa í sigurliðið

Eins og allir vita eru langhlaup talin til mestu dyggða hjá starfsmönnum Glitnis og bankinn verið meðal styrktaraðila Reykjavíkurmaraþons auk maraþonhlaupa í stórborgunum Osló í Noregi og Lundúnum í Bretlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lundúnir kalla

Starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis halda upp á árshátíð fyrirtækisins í Lundúnum um helgina og glæstan árangur á síðasta ári þegar hagnaðurinn nam níu milljörðum króna. Yfir 200 manns vinna hjá SPRON.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Toytoa fer fram úr GM

Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tekið fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og flaggar nú titlinum umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi. Þetta er í samræmi við áætlanir fyrirtækisins um að fara „fram úr“ bandaríska fyrirtækinu á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Viðskiptalífið verður sífellt flóknara eftir því sem það verður stærra og umfangsmeira. Ef mönnum finnst eignarhald á íslenskum félögum vera óskýrt þá batnar ekki ástandið þegar erlendir fjárfestar koma til landsins með sína köngulóarvefi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hróaheilkennið kemur á óvart

Jafnaðarhyggja virðist fólki í blóð borin að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem framkvæmd var við Kalíforníuháskóla, en niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Nature.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Milljarðar fyrir BTC

Söluferli á 65 prósenta hlut Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar í búlgarska símafélaginu Bulgarian Telecommunication Company (BTC), lýkur í lok þessa mánaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dúfur úr hrafnseggjum

Á fjármálamarkaði hafa einhverjir haft af því áhyggjur að fjármagnsflótti brjótist út ef Vinstri græn komist til valda. Þessi ótti á rætur í fremur glannalegum yfirlýsingum um hverju sé fórnandi til að ná fram meiri jöfnuði í samfélaginu, þar sem flutningi banka úr landi hefur verið til fórnandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki bara croissant og ilmvötn

Frakkland er fullt viðskiptatækifæra sem bíða þess að verða gripin. Þetta var rauði þráðurinn í máli flestra þeirra er tóku til máls á ráðstefnu tileinkaðri viðskiptum milli Íslands og Frakklands sem fram fór á Hótel Nordica í gær. Hún var liður í menningarhátíðinni „Pour­quoi Pas? Franskt vor á Íslandi“ sem nú stendur sem hæst.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleira virkjað en vatnið eitt

Þegar starfsmannahátíð Alcoa Fjarðaáls var haldinn 31. mars síðastliðinn voru rétt rúm fjögur ár frá því skrifað var undir samninga við Alcoa um framkvæmdirnar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hélt ræðu á hátíðinni þar sem hann fór yfir söguna og væntingar um hversu mikil lyftistöng álverið ætti eftir að vera fyrir atvinnulíf á Austurlandi og mikilvæg viðbót við íslenskan þjóðarbúskap.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Milljarðar í fjallinu

Ofurfjárfestar og forstjórar sáust á skíðum í Hlíðarfjalli við Akureyri um páskana. Karl Wernersson var þar í góðu yfirlæti eftir að hafa innleyst 47 milljarða króna hagnað af Glitnisbréfum fyrir páskana. Einnig renndu þeir Bjarni Ármannsson og Þórður Már Jóhannesson sér niður brekkurnar. Ekki fylgir sögunni hvort einhverjir dílar hafi verið gerðir í þessari nýjustu fjármálamiðstöð Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Böndin styrkjast

Enn styrkjast böndin milli Kaupþings og fjárfestisins Roberts Tchenguiz, sem nýverið bættist í hóp stærstu hluthafa Exista. Allt lítur út fyrir að auðkýfingurinn, með dyggum stuðningi bankans, muni taka yfir bresku veitingahúsakeðjuna La Tasca sem rekur fjölda veitingastaða víðs vegar um Bretland og í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Norðmenn vilja lífrænt

Sala lífrænt vottaðrar matvöru hefur aukist til mikilla muna í Noregi og spurning hvort það sama á við víðar. Á sameiginlegum vef landbúnaðarstofnana (landbunadur.is) kemur fram að mest aukning hafi orðið í sölu á „lífrænum“ barnamat, eftirréttum og sælgæti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fótanudd og fjárfestingar

Þessa dagana lítur út fyrir að enginn sé maður með mönnum nema hann eigi fjárfestingarfélag eða fjárfestingarbanka, helst hvort tveggja. Þessi misserin spretta bankar upp eins og gor­kúlur á haug og vonandi að þessi þróun verði til þess að vel ári um langa framtíð í hagkerfinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reynir lítið á þroskann

Það er alltaf hægt að reiða sig á að eitthvað gerist um páska. Í viðskiptalífinu heiðra menn þessa hátíð með því að borða síðustu kvöldmáltíðina í viðskiptahópum, krossfesta einhvern og svo er alltaf öðru hverju einhver sem rís upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjórinn sest í stjórn

Sjálfkjörið er í stjórn Actavis Group en aðalfundur félagsins fer fram í dag. Stjórnarformaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson tekur þar sæti ásamt þeim Andra Sveinssyni, Magnúsi Þorsteinssyni og Sindra Sindrasyni. Þá vekur það töluverða athygli að fimmti stjórnarformaðurinn er enginn annar en Róbert Wessmann, forstjóri Actavis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Framleiðsla á nýjum bílum undir merkjum japanska bifreiðaframleiðandans Toyota jókst um 0,9 prósent á milli ára í febrúar. Þetta jafngildir því að Toyota hafi framleitt 680.968 nýja bíla í mánuðinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Samskip hafa flutt alla starfsemi félagsins í Rotterdam í Hollandi í nýja skrifstofubyggingu við gömlu höfnina. Þar verða höfuðstöðvar fyrir starfsemi félagsins erlendis en yfirstjórn og Íslandsstarfsemin verða eftir sem áður í Reykjavík.

Viðskipti innlent