Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 20:47 Vöruhúsið við Álfabakka 2 hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið. Ljósmynd „Arkitektar eru sérmenntaðir í að hanna út frá þörfum manneskjunnar á fagurfræðilegum grundvelli, en það er mikill misskilingur að halda að þeir einir komi að mótun borgarumhverfisins. Það gera einnig byggingarfræðingar, byggingatæknifræðingar, verkfræðingar, landslagsarkitektar og fleiri.“ Þetta segir í yfirlýsingu frá Arkitektafélagi Íslands í ljósi mikillar umræðu um stærðarinnar vöruhús við Álfabakka 2 sem spratt upp við hlið fjölbýlishúss í Breiðholti. Vöruhúsið er um ellefu þúsund fermetrar og skyggir á útsýni íbúa. Arkitektafélagið ítrekar að vöruhúsið hafi ekki verið hannað af arkitekt. Krefst næmni og skilnings að hanna inn í umhverfi Að sögn félagsins má draga þann lærdóm af málinu að það er ekki sama hvernig heimildir í deiliskipulagi eru nýttar. „Þótt eitthvað megi gera samkvæmt deiliskipulagi þýðir það ekki að það eigi að gera það. Að hanna inn í umhverfi krefst næmni og skilnings á því hvernig byggja á borg, næmni og skilnings sem arkitektar hafa fengið menntun og þjálfun til að gera.“ Að þeirra mati sé það hlutverk allra aðila sem koma að hönnun borgarumhverfisins að setja íbúa í forgang. Mikilvægt sé að hugsa verkefnin út frá þörfum þeirra og samfélagsins í heild sinni. „Þannig græðum við öll“ Vöruhúsið sé dæmi um augljóst mikilvægi þess að vera með skilyrði um hvernig sé staðið að þessu í skipulags- og byggingarreglugerð. „Að í reglugerðum sé fjallað sérstaklega um gæða arkitektúr, birtuskilyrði í íbúðum, sólarstundir á dvalarsvæðum og rými milli húsa í blandaðri byggð svo fátt eitt sé nefnt.“ Félagið ítrekar þá að löggjafinn, borgin og sveitarfélög ásamt skipulags- og byggingaryfirvöldum beri ábyrgð á því að móta rammana sem borgarumhverfið er hannað eftir. „Hönnuðir bera ábyrgð á að hanna borgarumhverfi til framtíðar með gæði og velferð að leiðarljósi fyrir bæði íbúa og samfélag. Þannig græðum við öll.“ Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Nágrannadeilur Arkitektúr Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu frá Arkitektafélagi Íslands í ljósi mikillar umræðu um stærðarinnar vöruhús við Álfabakka 2 sem spratt upp við hlið fjölbýlishúss í Breiðholti. Vöruhúsið er um ellefu þúsund fermetrar og skyggir á útsýni íbúa. Arkitektafélagið ítrekar að vöruhúsið hafi ekki verið hannað af arkitekt. Krefst næmni og skilnings að hanna inn í umhverfi Að sögn félagsins má draga þann lærdóm af málinu að það er ekki sama hvernig heimildir í deiliskipulagi eru nýttar. „Þótt eitthvað megi gera samkvæmt deiliskipulagi þýðir það ekki að það eigi að gera það. Að hanna inn í umhverfi krefst næmni og skilnings á því hvernig byggja á borg, næmni og skilnings sem arkitektar hafa fengið menntun og þjálfun til að gera.“ Að þeirra mati sé það hlutverk allra aðila sem koma að hönnun borgarumhverfisins að setja íbúa í forgang. Mikilvægt sé að hugsa verkefnin út frá þörfum þeirra og samfélagsins í heild sinni. „Þannig græðum við öll“ Vöruhúsið sé dæmi um augljóst mikilvægi þess að vera með skilyrði um hvernig sé staðið að þessu í skipulags- og byggingarreglugerð. „Að í reglugerðum sé fjallað sérstaklega um gæða arkitektúr, birtuskilyrði í íbúðum, sólarstundir á dvalarsvæðum og rými milli húsa í blandaðri byggð svo fátt eitt sé nefnt.“ Félagið ítrekar þá að löggjafinn, borgin og sveitarfélög ásamt skipulags- og byggingaryfirvöldum beri ábyrgð á því að móta rammana sem borgarumhverfið er hannað eftir. „Hönnuðir bera ábyrgð á að hanna borgarumhverfi til framtíðar með gæði og velferð að leiðarljósi fyrir bæði íbúa og samfélag. Þannig græðum við öll.“
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Nágrannadeilur Arkitektúr Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira