Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. desember 2024 21:03 Líkt og sjá má er einkar stutt á milli fjölbýlishússins og vöruhússins. Vísir/Bjarni Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Hagar munu leigja húsið undir starfsemi dótturfélaga sinna, Eldum rétt og Ferskra kjötvara. Íbúi í húsinu, sem sér fimm þúsund fermetra bygginguna út um stofugluggann, er allt annað en ánægður með framkvæmdir við smíði hússins. „Þetta er búið að vera skelfilegt síðastliðin tvö ár. Ég þakka fyrir að hafa lifað þetta af. Ég hef þurft að vera mikið að heiman, farið í vinnu. Ég er á áttræðisaldri og stunda það að vera að heiman að vinna til þess að þurfa ekki að vera heima hjá mér,“ segir Guðrún Hrólfsdóttir, íbúi í húsinu sem stendur næst vöruhúsinu. Mikill hávaði og fyrirferð fylgi framkvæmdum smíði hússins, en eins og sjá má í fréttinni hér að ofan stendur það afar nálægt blokkinni. Þegar framkvæmdum loks lýkur mun húsið sjálft byrgja sýn íbúa í húsinu verulega. „Kvöldsólin var tekin af mér og birtan minnkar um að minnsta kosti helming. Ég er ekkert sátt við það.“ Guðrún á svölum íbúðar sinnar. Útsýnið þar er ekki mjög fjölbreytt. Þaðan sést aðallega ein hlið ógnarstórs vöruhússins.Vísir/Bjarni „Ég hef verið að vinna að því síðustu vikur og mánuði að reyna að sætta mig við það. Það er ekkert annað að gera fyrir mig ef ég ætla að láta mér líða vel hérna,“ bætir Guðrún við. Hún segir fleiri íbúa í hverfinu óánægða. „Það erum ekki bara við sem snúum út að framkvæmdunum, heldur báðar blokkirnar hérna.“ Fyrir um einu og hálfu ári síðan var greint frá því að íbúar í hverfinu væru ósáttir við stærðarinnar grjóthaug á lóðinni við hlið hússins sem Guðrún býr í. Haugurinn er farinn, en vörhúsið risið í staðinn. „Það var skárra að því leytinu til að hafa moldarhauginn að ég vissi hann færi einhvern tímann, en þetta fer ekki.“ Þetta eru kannski ekki góð skipti, eða hvað? „Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig, en allavega er þetta staðreynd.“ Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Erlent Fleiri fréttir Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Sjá meira
Hagar munu leigja húsið undir starfsemi dótturfélaga sinna, Eldum rétt og Ferskra kjötvara. Íbúi í húsinu, sem sér fimm þúsund fermetra bygginguna út um stofugluggann, er allt annað en ánægður með framkvæmdir við smíði hússins. „Þetta er búið að vera skelfilegt síðastliðin tvö ár. Ég þakka fyrir að hafa lifað þetta af. Ég hef þurft að vera mikið að heiman, farið í vinnu. Ég er á áttræðisaldri og stunda það að vera að heiman að vinna til þess að þurfa ekki að vera heima hjá mér,“ segir Guðrún Hrólfsdóttir, íbúi í húsinu sem stendur næst vöruhúsinu. Mikill hávaði og fyrirferð fylgi framkvæmdum smíði hússins, en eins og sjá má í fréttinni hér að ofan stendur það afar nálægt blokkinni. Þegar framkvæmdum loks lýkur mun húsið sjálft byrgja sýn íbúa í húsinu verulega. „Kvöldsólin var tekin af mér og birtan minnkar um að minnsta kosti helming. Ég er ekkert sátt við það.“ Guðrún á svölum íbúðar sinnar. Útsýnið þar er ekki mjög fjölbreytt. Þaðan sést aðallega ein hlið ógnarstórs vöruhússins.Vísir/Bjarni „Ég hef verið að vinna að því síðustu vikur og mánuði að reyna að sætta mig við það. Það er ekkert annað að gera fyrir mig ef ég ætla að láta mér líða vel hérna,“ bætir Guðrún við. Hún segir fleiri íbúa í hverfinu óánægða. „Það erum ekki bara við sem snúum út að framkvæmdunum, heldur báðar blokkirnar hérna.“ Fyrir um einu og hálfu ári síðan var greint frá því að íbúar í hverfinu væru ósáttir við stærðarinnar grjóthaug á lóðinni við hlið hússins sem Guðrún býr í. Haugurinn er farinn, en vörhúsið risið í staðinn. „Það var skárra að því leytinu til að hafa moldarhauginn að ég vissi hann færi einhvern tímann, en þetta fer ekki.“ Þetta eru kannski ekki góð skipti, eða hvað? „Ég er ekki alveg búin að gera það upp við mig, en allavega er þetta staðreynd.“
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Nágrannadeilur Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Erlent Fleiri fréttir Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Sjá meira