Málefni fatlaðs fólks

Fréttamynd

Virðing fyrir fötluðu fólki

Fyrir nokkrum vikum síðan sat ég fund með Reykjavíkurborg þar sem kynnt var fyrirhugað stóraukið átak borgarinnar í byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk. Á fundinum óskaði Reykjavíkurborg sérstaklega eftir miklu samráði við hagsmunafélög fatlaðs fólks í tengslum við komandi uppbygginu húsnæðis fyrir fatlað fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Ríki og sveitar­fé­lög gangi í takt!

Sveitarstjórnarmenn á Íslandi sátu á dögunum árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þar sem m.a. var fjallað um stöðu sveitarfélaganna, horfur í efnahagsmálum, innviðauppbyggingu og fjárhagsáætlanir.

Skoðun
Fréttamynd

Rétturinn til að standa á sviði

Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða atvinnukona í fimleikum. Ég lagði mig alla fram við að æfa fimleika en sú stund rann upp að ég fór að dragast aftur úr jafnöldrum mínum. Því voru foreldrar mínir og þjálfari tilneydd að setjast niður með mér og taka erfitt samtal um að því miður væri ekki mögulegt fyrir mig að keppa í hópi ófatlaðra jafnaldra minna í framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

„Hvað er það versta sem gæti gerst?“

Án þess að hafa séð sýninguna og án þess að þykjast hafa hugmynd um það hvernig er að vera manneskja með fötlun þá langar mig að leggja nokkur orð í belg varðandi „Stóra Þjóðleikhúsmálið“. Þessum pistli er ekki beint að neinum persónulega og kannski er hann einhvers konar viðbragð við viðbrögðum.

Skoðun
Fréttamynd

Segir Unni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum

Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og fyrrverandi varaþingmaður, segir leikstjóra verksins Sem á himni ekki vita upp á hár hvað fatlað fólk gangi í gegnum, þrátt fyrir að eiga fatlað barn. Hún vonast eftir því að aðstandendur sýningarinnar axli ábyrgð á langþreyttri birtingarmynd fötlunar.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi umræða er miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“

Leikstjóri verksins Sem á himni segir umræðuna sem hefur skapast um túlkun á fatlaðri persónu í verkinu vera særandi en gagnrýnendur segja persónuna barngerða og niðurlægða. Hún hafi viljað varpa ljósi á stöðu fatlaðra og ekki milda það eða fara með mjúkum höndum en fatlaðir eigi tilverurétt í leikhúsinu. Samfélagið þurfi að taka umræðuna þrátt fyrir að það sé sárt eða erfitt að horfa upp á. 

Innlent
Fréttamynd

„Einhverskonar holdgerving staðalmynda um fatlað fólk“

Í Víðsjá í gær birtist gagnrýni sem fjallaði um verkið „Sem á himni“ sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu. Gagnrýnin hefur fengið mikla athygli síðan hún var birt og þá sérstaklega fyrir það að benda á meðferð og túlkun á fötluðum karakter innan verksins. Embla Guðrúnar- Ágústsdóttir, talskona hjá Tabú segir karakterinn birtast sem holdgerving staðalmynda um fatlað fólk.

Innlent
Fréttamynd

Stofna minningar­sjóð Gunnars Karls

Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar sem lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein hefur sett upp minningarsjóð til minningar um Gunnar Karl til að styrkja einstaklinga með fatlanir. Gunnar Karl var mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Lífið
Fréttamynd

Hilmar Örn Kolbeins er látinn

Baráttumaðurinn Hilmar Örn Kolbeins er látinn. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 5. september.

Innlent
Fréttamynd

Stafræna lestin á fleygiferð — en komast allir með?

Reglulega berast Landssamtökunum Þroskahjálp erindi frá fötluðu fólki, aðstandendum og starfsfólki sem vinnur með fötluðu fólki, þar sem sagt er frá miklum hindrunum þegar kemur að stafrænum samskiptum við hið opinbera. Sumar þessarra frásagna hafa ratað í fjölmiðla.

Skoðun
Fréttamynd

Fatlað fólk fær ekki rafræn skilríki á Íslandi

Formaður Þroskahjálpar segir að það sé verið að brjóta mannréttindi á fötluðu fólki á Íslandi, því að bankastofnanir og opinberir aðilar vilja ekki veita fólki með þroskahömlun, einhverfu og skyldar fatlanir rafræn skilríki. Ástæðan er sú að þessi hópur fær ekki rafræn skilríki er sú að það getur oft ekki valið fjögurra stafa PIN númer og lagt það á minnið, án aðstoðar eða leiðbeiningar.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni“

Hundrað og þrítugasti rampur verkefnisins Römpum upp Íslands var tekinn í notkun í dag við sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Ramparnir sem áður voru við sumarbúðirnar voru komnir til ára sinna og því ljóst að þörf væri á breytingum. Foreldrar stefna á að bæta aðstöðuna enn frekar þar sem ramparnir eru aðeins fyrsta skrefið. 

Innlent
Fréttamynd

Lára fékk langþráð já frá Háskóla Íslands

Lára Þorsteinsdóttir hefur fengið grænt ljós frá Háskóla Íslands til að sækja námskeiðið SAG101G - Sagnfræðileg vinnubrögð. Lára hefur vakið athygli á takmörkuðu framboði náms í boði hjá skólanum fyrir fólk með fötlun.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun tímagjalds vegna NPA saminga samþykkt í Hafnarfirði

Meirihlutinn í Hafnarfirði klofnaði þegar atkvæðagreiðsla fór fram um hækkun tímagjalds fyrir NPA samninga fyrir fatlað fólk. Fulltrúar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar studdu tillöguna en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem skipar meirihluta með Framsókn, sat hjá.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er planið?

Á hverju ári útskrifast 65-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Þessi ungmenni hafa farið í gegnum skólakerfið frá leikskóla yfir í grunnskóla og standa á sömu tímamótum og ófatlaðir jafnaldrar við útskriftúr framhaldsskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Lamaðist eftir bíl­slys og missti manninn sinn á sama ári

Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Mann­réttindi fólks með fötlun 2. hluti

Sunnudaginn 22. maí síðastliðinn var Dóra Björt, borgarfulltrúi Pírata, í viðtali í þættinum Sunnudagssögur á Rás2. Þetta var athyglisvert viðtal þar sem að borgarfulltrúinn fordæmdi klíkusamfélagið og samfélagslega skaðann sem hlýst af því að framgangur fólks í starfi ráðist af öðrum forsendum en hæfni þeirra til starfsins.

Skoðun
Fréttamynd

Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni

Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger.

Innlent
Fréttamynd

Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi

Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig.

Innlent