Landslið kvenna í handbolta

Fréttamynd

„Maður fær bara gæsa­húð“

Katrín Tinna Jensdóttir nýtur sín vel á heimsmeistaramótinu í handbolta. Hún segir íslenska landsliðið ákveðið í að vinna Angóla í dag og tryggja sér þannig sæti í milliriðli.

Handbolti
Fréttamynd

„Losna aldrei við hann“

Lilja Ágústsdóttir er yngsti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins á HM í handbolta. Hún nýtur sín vel og býr að góðum stuðningi í teymi íslenska liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

„Við þurfum að breyta þessu“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum.

Handbolti
Fréttamynd

Ás­mundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll

Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031.

Handbolti
Fréttamynd

„Stigs­munur á þessum liðum, vitum það al­veg“

„Hrikalega erfið byrjun, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Ísland tapaði með níu marka mun gegn Ólympíumeisturum Frakklands á HM fyrr í dag í leik þar sem Frakkar komust í 7-0.

Handbolti
Fréttamynd

Ás­mundi varpað upp sem tví­fara Cantona

Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, var varpað upp á risaskjáinn í DNB-höllinni í Stafangri á meðan leik Íslands og Frakklands stóð. Ekki var það til að benda á að ráðherra frá Íslandi væri í salnum.

Handbolti
Fréttamynd

„Lærum eitt­hvað nýtt á hverjum degi“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir að leikmenn og starfsteymi íslenska kvennalandsliðsins læri margt á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Ísland mætir Ólympíumeisturum Frakka klukkan 17:00 í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir um Ís­land: „Rosa­lega mikil­vægt“

Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, segir gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska kvennalandsliðið að vera á yfirstandandi heimsmeistaramóti upp á frekari þróun liðsins. Hann vonast til að fleiri leikmenn í liðinu komist að utan landssteinanna.

Handbolti
Fréttamynd

„Hlakka til að berja að­eins á þeim“

Hægri skyttan Díana Dögg Magnúsdóttir segir að það þýði ekki að dvelja við tap Íslands fyrir Slóveníu í fyrsta leik á HM í fyrradag. Afar spennandi verkefni gegn Frakklandi er fram undan í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur

Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik.

Handbolti
Fréttamynd

„Auð­vitað hefði maður bara viljað stela þessu“

Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var eðlilega súr eftir sex marka tap liðsins gegn Slóvenum í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta í kvöld. Íslenska liðið gaf því slóvenska hörkuleik og lokatölurnar gefa skakka mynd af leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

„Flestar að spila sinn stærsta leik á ferlinum“

„Við ætluðum okkur sigur í þessum leik. Sást á löngum köflum að við eigum fullt erindi í að spila við þessar stelpur og gátum alveg unnið þær,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir eftir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Lang­þráður draumur að rætast

„Við erum mjög spenntar og kannski aðeins óþolinmóðar,“ segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir um leik Íslands við Slóveníu sem fram fer í dag. Leikurinn verður hennar fyrsti á stórmóti á ferlinum, líkt og hjá stærstum hluta íslenska hópsins.

Handbolti
Fréttamynd

„Núna er komið að al­vörunni“

Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Slóveníu á HM kvenna í handbolta í dag. Hún naut góðs af hvíld gegn Angóla á sunnudaginn var.

Handbolti