
Bílastæði

Ferðamenn greiddu 200 milljónir í bílastæðagjöld við Seljalandsfoss
Ferðamenn greiddu rúmlega 200 milljónir króna í bílstæðagjöld við Seljalandsfoss í fyrra. Fjöldi einkabifreiða sem óku að fossinum var tæplega 213 þúsund og þá komu 12 þúsund bifreiðar frá aðilum í ferðaþjónustu.

Vonbrigði að stúdentum bjóðist ekki mótvægisaðgerðir samhliða gjaldskyldu
Forseti stúdentaráðs HÍ segir vonbrigði að háskólaráð hafi ekki innleitt samgöngukort að evrópskri fyrirmynd fyrir nemendur samhliða ákvörðun um almenna gjaldskyldu á bílastæðum háskólans.

Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ
Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna.

„We lost your keys“
Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum.

Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust
Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði.

Kafa ofan í „stóra bílastæðamálið“
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir borgarstjórn hafa ákveðið að leggjast heildstætt yfir verklag við útgáfu sekta vegna stöðubrota í Reykjavík. Nýlega var kona sektuð fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð.

Taka upp bókunarkerfi í Landmannalaugum
Umhverfisstofnun hefur kynnt bókunarkerfi sem tekið verður upp fyrir bílastæði við Landmannalaugar í sumar. Allir sem aka að Landmannalaugum á eigin vegum munu þurfa að bóka bílastæði fyrir fram og greiða þjónustugjald fyrir.

Fengu afsökunarbeiðni og sektin verður endurgreidd
Reykjavíkurborg hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar íbúi við Frakkastíg var sektaður fyrir að leggja í eigin innkeyrslu. Dóttir íbúans segir Bílastæðasjóð þurfa að hafa á hreinu fyrir hvað eigi að sekt og hvað ekki.

Má ekki lengur leggja á eigin lóð
Nokkrir íbúar í miðbæ Reykjavíkur eru ósáttir við að fá ekki lengur að leggja í stæði á einkalóðum sínum. Borgin segir stæðin ólögleg. Þegar nágrannar kvarti svo yfir því að lagt sé í stæðin, sé ekkert annað í stöðunni en að sekta.

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með appi án aukagjalda
Verna hefur opnað appið sitt fyrir öll, hvort sem bíllinn er tryggður hjá Verna eður ei. Meðal nýjunga í appinu er sá möguleiki að leggja bílnum í gjaldskyld stæði án þess að greiða aukagjöld. Í notkun á appinu felst engin skuldbinding, bara ávinningur þar sem notendur geta nýtt sér ýmis sértilboð og fríðindi. Notendur sem ná í appið fyrir 1. mars nk. geta unnið 100 þúsund króna gjafabréf frá Play.

Bílastæðin við Landmannalaugar verða ekki stækkuð í bráð
Áform um stækkun bílastæðis við Landmannalaugar hafa verið slegin af með úrskurði Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. Heildarmat skorti og samræmi við lög um stjórn vatnamála.

Fresta gjaldtökunni umdeildu
Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári.

Ósáttur með gjaldskyldu á Akureyri og Egilsstöðum
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, er meinilla við fyrirhuguð bílastæðagjöld við flugvellina á Akureyri annars vegar og Egilsstöðum hins vegar. Hann segir að með áformaðri breytingu sé vegið að frelsi Íslendinga.

Pétur Jóhann gripinn glóðvolgur af grjóthörðum stöðumælaverði
„Hvað tekur langan tíma að fá sér kaffi?“ spyr Pétur Jóhann Sigfússon skemmtikraftur félaga sinn Sverri Þór Sverrisson sem betur er þekktur sem Sveppi krull. En hann lagði bíl sínum fyrir utan kaffihús til að grípa sér „take-a-way“ kaffi. Og lenti í grjóthörðum stöðumælaverði.

Pálmi fékk stöðumælasekt á einkastæði
Pálmi Gestsson leikari er ómyrkur í máli um framgöngu stöðumælavarða Reykjavíkurborgar en hann fékk stöðumælasekt inni á einkastæði Þjóðleikhússins.

Egill varar við knáum stöðumælavörðum
Egill Helgason sjónvarpsmaður, einn þekktasti miðborgarmaður sem um getur, hefur séð sig tilneyddan að senda út sérstakan varúðarpóst, þar sem hann varar við snörum stöðumælavörðum.

Isavia sýknað af milljarðakröfu í deilu um rútustæði
Isavia ohf. var í gær sýknað af öllum kröfum Airport Direct ehf. og Hópbíla ehf. í máli sem sneri að deilum um rútustæði við Keflavíkurflugvöll. Airport Direct krafðist greiðslu upp á tæplega milljarð króna og Hópbílar 170 milljóna króna og helmingunar á gjaldi sem fyrirtækið greiðir fyrir notkun svokallaðra nærstæða.

Bílastæðum breytt í grænt torg
Hvernig er hægt að gera Háteigshverfi (Holt og Norðurmýri), Hlíðarhverfi og Öskjuhlíðarhverfi enn betri með nýju hverfisskipulagi? Þín ráð, kæri lesandi, geta haft áhrif á hvernig til tekst, ef þú skoðar tillögurnar sem liggja nú frammi til kynningar og skilar inn þínum ábendingum.

Sektarmiðar undir rúðuþurrkum heyra sögunni til
Bílastæðasjóður Reykjavíkur mun hætta að prenta út álagningarseðla vegna stöðvunarbrotagjalda og setja undir rúðuþurrku bíla frá og með deginum í dag.

Hefur lagt ólöglega án athugasemda í 34 ár
Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum.

Furða sig á því að stjórnendur Landspítala sleppi við gjaldtöku í þágu umhverfismála
Fleiri en fjögur hundruð starfsmenn Landspítala segjast ósáttir við fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæði starfsmanna og furða nokkrir sig á því hvers vegna ekki eigi að rukka stjórnendur á skrifstofu spítalans um sömu gjöld.

Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt
Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni.

Dagur hyggst bjóða Kjötborgarbræðrum í kaffi
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hyggst bjóða eigendum Kjötborgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjaldskyldu við búð bræðranna að erlendri fyrirmynd.

„Við borgum það ekki með glöðu geði, heldur með óbragð í munni“
Gjaldskyldutími í bílastæði miðsvæðis í Reykjavík lengdist í dag og borga þarf meira á ákveðnum stöðum. Verslunareigendur segja gjaldtökuna ósanngjarna og skref í ranga átt.

Sektunum fjölgar á sunnudaginn
Tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum á gjaldsvæðum P1 og P2 hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur gjaldskyldutími verið lengdur á bæði virkum dögum og sunnudögum.

Breytingarnar á gjaldskyldu og gjaldskrá taka gildi um helgina
Breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá bílastæða Reykjavíkurborgar taka gildi núna um mánaðamótin.

Gjaldtaka við Reykjavíkurflugvöll eftir tvö ár
Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir félagið þurfa að bíða eftir samþykktri samgönguáætlun til að geta hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við Reykjavíkurflugvöll. Fjöldi fólks leggi ökutækjum sínum þar án þess að vera nokkuð að sýsla með flugvöllinn.

Nýjung í rekstri bílastæða
Green Parking er félag í eigu Öryggismiðstöðvarinnar sem sérhæfir sig í nútímalegum bílastæðalausnum á rekstri bílastæða, bílakjöllurum og bílastæðahúsum.

Gjaldtaka hefst á hleðslustöðvum í bílastæðahúsum
Gjaldtaka á hleðslustöðvum verður tekin upp frá og með 17. ágúst 2023 í bílahúsum Reykjavíkurborgar.

Móðir fatlaðs barns gat ekki lagt í bílastæði hreyfihamlaðra vegna Porsche-bifreiðar
Porsche-bifreið með einkanúmerinu EXIT var lagt í bílastæði hreyfihamlaðra við Fjarðartorg í Hafnarfirði í minnst eina og hálfa klukkustund í gær. Móðir fatlaðs drengs gat ekki nýtt sér stæðið vegna þessa.