Finnbjörn A. Hermannsson

Fréttamynd

Var­huga­verð þróun í leik­skóla­málum

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur verulegar áhyggjur af þróun leikskólamála í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Þróunin hefur einkennst af hagræðingu sem bitnar á þjónustu við foreldra á vinnumarkaði, t.d. með hvötum til styttri dagvistunar, færri opnunardögum og hærra gjaldi fyrir foreldra sem reiða sig á fullan leikskóladag fyrir börnin sín.

Skoðun
Fréttamynd

Vextir geta og þurfa að lækka

Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­mál - sam­fé­lag á kross­götum

Nú um stundir birtist orkan í iðrum jarðar okkur sem eyðingarafl sem ógnar framtíðarbúsetu í Grindavík og ef til vill víðar. Þessi sama orka er hins vegar ein helsta forsenda þess samfélags sem við höfum sameinast um að halda uppi.

Skoðun
Fréttamynd

Vindorka í þágu hverra?

Ástæða er til að vekja athygli á fyrirliggjandi frumvarpi umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytis um vindorku. Að óbreyttu verður hvorki séð að frumvarpið hafi í för með sér samfélagslegan ábata í formi arðs til þjóðarinnar eða nærsamfélaga af nýtingu auðlindarinnar né sé það fallið til að stuðla að orkuskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

Grinda­vík og kjara­við­ræðurnar

Yfirlýsingar fjármálaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að náttúruhamfarir í Grindavík muni hafa áhrif á getu stjórn­valda til að koma til móts við kröf­ur launafólks um aðkomu rík­is­ins að kjaraviðræðum hafa að vonum vakið talsverða furðu.

Skoðun
Fréttamynd

Nú á að einka­væða ellina

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áformar stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir algjörri uppgjöf ríkisvaldsins gagnvart því verkefni að tryggja öldruðum grundvallarþjónustu innan velferðarkerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Rjúfa verður víta­hringinn í hús­næðis­málum

Enn syrtir í álinn í húsnæðismálum landsmanna. Í Morgunblaðinu (fimmtudag 11. janúar) er sagt frá nýrri könnun sem Samtök iðnaðarins (SI) gerðu meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sem leiðir í ljós að þeir gera ráð fyrir 30% samdrætti í íbúðabyggingum næstu misserin.

Skoðun
Fréttamynd

Mýtan um töfra­lausnir ríkis­sátta­semjara

Í nýlegri skoðanagrein sinni, Kaffiboðið í Karphúsinu, fjallar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um hlutverk ríkissáttasemjara og reynir að draga upp samanburð við önnur Norðurlönd, en á röngum forsendum.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­lögin og fólkið

Síðustu misserin hefur framganga íslenskra ráðamanna vakið sívaxandi undrun hjá okkur mörgum innan verkalýðshreyfingarinnar. Sem forseti Alþýðusambandsins hitti ég marga, innan og utan hreyfingarinnar, og ég treysti mér til að fullyrða, að sú skoðun er að verða æ algengari að núverandi forustusveit ríkisstjórnarinnar sýni kjörum fólksins í landinu lítinn áhuga.

Skoðun
Fréttamynd

Ríki og sveitar­fé­lög næra verð­bólguna

Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”.

Skoðun
Fréttamynd

Til­raun um stefnu­breytingu í leik­skóla­málum

Á dögunum sendi miðstjórn Alþýðusambands Íslands frá sér nokkuð varfærna og að ég tel vel ígrundaða ályktun um leikskólamál. Þar er varað við áhrifum þeirra tilrauna hjá sumum sveitarfélögum að mæta vanfjármögnun leikskólakerfisins með skerðingu á þjónustu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, virðist hafa tekið ályktunina til sín og fundið sig knúna til að svara henni.

Skoðun
Fréttamynd

Þolinmæði kvenna á þrotum - Blásum í jafnréttislúðra

ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum.

Skoðun
Fréttamynd

Frekari vaxta­hækkanir ó­þarfar

Það bárust jákvæð tíðindi í lok júlí þegar verðbólga hjaðnaði nokkuð milli mánaða og mældist 7,6%. Ljóst er að verðbólga er enn óásættanlega mikil en tölurnar gefa þó væntingar um að toppnum sé náð, verðbólga hafi náð hámarki og stýrivextir einnig. Sú þróun myndi styðja við gerð langtímasamnings á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­þjónustan og stöðug­leikinn

Árið 2012 komu hingað til lands um 650 þúsund ferðamenn. Þeim hafði fjölgað svo hratt árin á undan að ferðaþjónustan leitaði ráða hjá Boston Consulting Group um framtíð ferðaþjónustu á Íslandi. Hinir erlendu ráðgjafar töldu að hingað gætu komið 1,5 milljónir ferðamanna árið 2023 en lögðu fram viðvörunarorð um margt þurfi að laga til að taka á móti slíkum fjölda.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­áttan við verð­bólguna

Ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun kom ef til vill ekki mjög á óvart miðað við undangengnar ákvarðanir hans. Eina ráð hans virðist vera að ráðast á kaupmátt launafólks til að reyna að hafa áhrif á kauphegðun þeirra sem hafa meira á milli handanna enda hafa hinir tekjulægri ekki borið uppi mikinn vöxt neyslunnar. 

Skoðun
Fréttamynd

Könnun Vörðu kallar á tafarlausar aðgerðir

Ný könnun Vörðu-Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins staðfestir versnandi afkomu launafólks og þá lífsgæðaskerðingu sem vaxandi ójöfnuður og aðgerðaleysi stjórnvalda hefur í för með sér. Rannsóknin endurspeglar áherslur verkalýðshreyfingarinnar um mikilvægi þess að stjórnvöld styðji við þá hópa sem standa verst og kallar á tafarlausar aðgerðir.

Skoðun