Hliðarlínan

Fréttamynd

Hætti að mæta í skólann eftir ör­laga­ríkt rautt spjald

Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur leið ömurlega eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Hún hætti að mæta í skólann og kenndi sjálfri sér um hvernig fór. Hún segir athyglina sem fylgir því að spila með landsliði geta tekið á.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til sektir fyrir slæma hegðun for­eldra

Jón Gunnlaugur Viggósson, fyrrverandi handknattleiksmaður og yfirþjálfari hæfileikamótunar Handknattleikssambands Íslands, leggur til að íþróttafélög verði sektuð fyrir slæma hegðun foreldra á íþróttaleikjum barna sinna.

Innlent
Fréttamynd

Í­þróttir barna ræddar í Pallborðinu

Æstir foreldrar á hliðarlínunni, meiðsli barna, ofþjálfun og andleg heilsa barna í íþróttum eru á meðal þess sem rætt verður um í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var ekkert á svakalega góðum stað andlega á þessum tíma“

Atvinnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson þurfti þegar hann var nítján ára að spila með Molde í Noregi að fara heim til Íslands til að leita sér aðstoðar vegna þunglyndis. Hann segir margt geta komið upp á þegar ungt fólk er að reyna að fóta sig í íþróttaheiminum í útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

„Við ætlum að horfa á börnin taka stærðfræðipróf“

Gunnar Helgason rithöfundur áttaði sig á því eftir að hafa fylgt sonum sínum á nokkur fótboltamót að hann væri ekki eins hvetjandi og hann hélt. Þá segir hann fáum detta í hug að sýna sömu hegðun og þeir sýna gagnvart börnum á íþróttamótum annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“

Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 

Innlent
Fréttamynd

Börnin skömmuð á leiðinni heim eftir mótin

Sum börn kvíða fyrir bílferðunum heim eftir fótboltaleiki þar sem foreldrar þeirra nota ferðirnar til að yfirheyra þau eða skamma. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þetta hafa komið fram á ungmennaþingi sambandsins en foreldrar þurfi að láta af slæmri hegðun á fótboltamótum.

Innlent
Fréttamynd

Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra

Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa.

Innlent