Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Varpa enn sprengjum á byltingarverði í Sýr­landi

Bandaríkjamenn gerðu í gærkvöldi aftur loftárásir gegn Írönum og vígahópum sem þeir styðja í Sýrlandi. Sprengjum var varpað á vopnageymslu byltingarvarða Írans og á þjálfunarmiðstöð í austurhluta landsins en þetta er í þriðja sinn á rúmum tveimur vikum sem Bandaríkjamenn gera slíkar árásir.

Erlent
Fréttamynd

Á­lyktun um vopna­hlé sam­þykkt – en hvað svo?

Eftir mánuð af endurteknum mótmælum, fjölda samstöðufunda og stöðugum þrýstingi frá almenningi á þingfólk, eftir áskoranir frá mannréttindasamtökum og fagfélögum sem og undirskriftalista sem þúsundir Íslendinga settu nafni sitt við, brást Alþingi loksins við þeim þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og ályktaði þann 9. nóvember s.l. samhljóða um að kalla eftir vopnahléi í árásum Ísraelsríkis á Palestínu.

Skoðun
Fréttamynd

Flytja ný­bura af spítalanum sem enn er án raf­magns

Starfsfólk á stærsta spítala Gasa, al-Shifa, segja sjúklinga og fólk á flótta fast í hræðilegu ástandi á meðan átök fara fram í nærliggjandi götum. Ísraelsher segist ætla að aðstoða við flutning nýbura af spítalanum í dag. Átök hafa geisað við spítalann í tvo daga. 

Erlent
Fréttamynd

Keisaraskurður án deyfingar

Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag fylla okkur viðbjóði og vanmætti. Saklausu blóði er úthellt í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Einn af hörmulegum fylgifiskum stríðsátaka um allan heim er verri hagur kvenna og barna sem oft var ekki beysinn fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Að slá blettinn

Orðatiltæki þetta var mjög vinsælt innan stjórnsýslu Ísraels; „að slá blettinn“ og bletturinn er Gaza. Árið 2006 voru haldnar þingkosningar á Vesturbakkanum og á Gaza.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert bendir til að blaða­menn á Gasa hafi vitað af á­rásunum

Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 

Erlent
Fréttamynd

Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi

Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október.

Erlent
Fréttamynd

Á­fram á­rásir á Banda­ríkja­menn í Írak og Sýr­landi

Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

Segja Ísraela hafa sam­þykkt tíma­bundin hlé

Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða.

Erlent
Fréttamynd

Sam­staða um tafar­laust vopna­hlé

Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel.

Skoðun
Fréttamynd

Gula stjarnan

Það er í senn mikilvægt og heilbrigt í lýðræðisríkjum að iðka tjáningarétt sinn til mótmæla á rangindum og ofbeldi. En hafa ber í huga að mótmælin beinist ekki gegn þolandanum sjálfum.

Skoðun
Fréttamynd

Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýr­landi

Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu.

Erlent
Fréttamynd

Sam­staða um Gasa á Al­þingi en pattstaða í á­tökum

Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert rétt­lætir mann­fallið

Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall.

Skoðun
Fréttamynd

Náðu saman með á­lyktun um vopna­hlé

Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mikill meiri­hluti lands­manna ó­á­nægður með á­kvörðunina

Sjö af hverjum tíu Íslendingum eru ósáttir við hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasaströndinni. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Konur eru mun óánægðari en karlar. Þá er mestur stuðningur við ákvörðun Íslands hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ef sam­kennd væri drif­kraftur stjórn­mála

Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi.

Skoðun