Kvennaverkfall

Fréttamynd

Hver á að sinna ó­launuðu störfunum?

Boðað er til Kvennaverkfalls á morgun, 24. október og eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra. Feður, karlkyns makar, synir, afar, frændur og bræður eru hvattir til að taka aðra og þriðju vaktina til að styðja þátttöku kvenna og kvára innan fjölskyldu sinnar og þeirra sem starfa í fjölbreyttum umönnunarstörfum eða í menntakerfinu. 

Skoðun
Fréttamynd

Of­beldis­hring­ekjan

Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? Vísað er til þess að konur verða enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og að kynbundnu ofbeldi verður að útrýma. Ef konum og kvárum er gert að lifa án fjárhagslegs sjálfstæðis og í ótta um kynbundið ofbeldi, kynslóð fram af kynslóð, eru konur fórnarkostnaður samfélags gerenda- og ofbeldismenningar.

Skoðun
Fréttamynd

Biðja starfs­fólk að láta yfir­menn vita

Icelandair og Play styðja starfsfólk sem hyggst leggja niður störf vegna kvenna- og kváraverkfalls á þriðjudag. Isavia sem meðal annars rekur Keflavíkurflugvöll gerir slíkt hið sama. Fólk er beðið um að láta yfirmann vita ef það ætlar að taka þátt. Vonir eru bundnar við að ekki verði tafir á flugsamgöngum.

Innlent
Fréttamynd

Kvenna­verk­fall gegn kyn­bundnu mis­rétti

Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er.

Skoðun
Fréttamynd

Á­lyktun kvenna í borgar­stjórn í til­efni af kvenna­verk­falli

Á kvennaári Sameinuðu Þjóðanna 1975 var fyrst boðað til Kvennafrís á Íslandi þar sem konur voru hvattar til að leggja niður launuð og ólaunuð störf í heilan dag, þann 24. október. Tilgangurinn var að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið og að undirstrika kröfu kvenna um jafna stöðu og kjör á við karla í íslensku samfélagi. Um 90% kvenna á Íslandi tóku þátt í þessum sögulega viðburði sem markaði ákveðin vatnaskil í þróun jafnréttismála á íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Annað hvort komist allir í pottinn eða enginn

Konur og kvár komast ekki í sund á Selfossi á kvennafrídaginn en karlar munu geta stungið sér ofan í. Í sundlaugum Reykjavíkurborgar verður annað hvort opið fyrir alla eða lokað fyrir alla en gert er ráð fyrir að þjónusta borgarinnar verði afar skert þennan dag. 

Innlent
Fréttamynd

Fram­­kvæmda­­stjóri SA ætlar ekki að taka þátt í verk­fallinu

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ætlar ekki að taka þátt í allsherjarverkfalli kvenna og kvára á þriðjudag. Hún leggur áherslu á að mikið hafi áunnist síðustu fimmtíu ár. Það skjóti skökku við að konur og kvár séu hvattar til að ganga úr störfum án þess að láta yfirmenn vita.

Innlent
Fréttamynd

„Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“

Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman.

Innlent
Fréttamynd

Engin skylda að greiða laun í kvenna­verk­falli

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins.

Innlent
Fréttamynd

En þori ég, vil ég, get ég?

Á þriðjudaginn verða 48 ár síðan 24. október 1975 rann upp. Sá sögulegi dagur þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og um leið krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu.

Skoðun
Fréttamynd

Þolinmæði kvenna á þrotum - Blásum í jafnréttislúðra

ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum.

Skoðun
Fréttamynd

Elsku strákar

Ég vil byrja á því að taka fram að þetta er ekkert persónulegt, enda eru þið margir mér æði kærir, elsku vinir, bræður, feður, afar og frændur. Mér þætti afar vænt um að þið gætuð tekið mark á orðum mínum án þess að hlaupa í keng, sérstaklega þar sem ég er orðin of lúin til þess að sóa orkunni í að vera settleg.

Skoðun
Fréttamynd

Heimilið hættu­legasti staðurinn

Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar.

Skoðun
Fréttamynd

Kallarðu þetta jafnrétti?

Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­stakar ljós­myndir sýna stemninguna á Kvenna­frí­deginum árið 1975

24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp.

Lífið