Kvennaverkfall

Fréttamynd

En þori ég, vil ég, get ég?

Á þriðjudaginn verða 48 ár síðan 24. október 1975 rann upp. Sá sögulegi dagur þegar um 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og um leið krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar höfðu.

Skoðun
Fréttamynd

Þolinmæði kvenna á þrotum - Blásum í jafnréttislúðra

ASÍ hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október. Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? og vísar til þeirra skilaboða sem konur og kynsegin fólk fær gjarnan, um að vegna þess hve framarlega Ísland standi í jafnréttismálum á heimsvísu, eigi þau ekki heimtingu á tafarlausum og framsæknum aðgerðum.

Skoðun
Fréttamynd

Elsku strákar

Ég vil byrja á því að taka fram að þetta er ekkert persónulegt, enda eru þið margir mér æði kærir, elsku vinir, bræður, feður, afar og frændur. Mér þætti afar vænt um að þið gætuð tekið mark á orðum mínum án þess að hlaupa í keng, sérstaklega þar sem ég er orðin of lúin til þess að sóa orkunni í að vera settleg.

Skoðun
Fréttamynd

Heimilið hættu­legasti staðurinn

Að minnsta kosti 40% kvenna hafa á lífsleiðinni orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi heima eða í vinnunni og er hættan mest þegar konur eru ungar. Konur með fötlun, af erlendum uppruna og trans konur eru enn líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar.

Skoðun
Fréttamynd

Kallarðu þetta jafnrétti?

Fyrir 48 árum boðuðu konur hér á landi í fyrsta sinn til Kvennafrís þar sem 90% kvenna lögðu niður ólaunuð sem launuð störf til að sýna fram á mikilvægi framlags þeirra til samfélagsins. Alls hafa konur lagt niður vinnu í sex skipti til að mótmæla kynbundnu misrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­stakar ljós­myndir sýna stemninguna á Kvenna­frí­deginum árið 1975

24. október 1975. Tugir þúsunda íslenskra kvenna ganga út af vinnustöðum sínum og safnast saman á einum stærsta útifundi Íslandssögunnar. Fjölmargir fundir eru haldnir um allt land sem eru einnig vel sóttir. Karlmennirnir sitja eftir og sinna ritstörfum, símavörslu, móttöku og barnagæslu. Kvennafrídagurinn er runninn upp.

Lífið