
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands

Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara
Á meðan Írar virðast flestir sammála um að Heimir Hallgrímsson sé á réttri leið með írska landsliðið, og geti mögulega barist um sæti á HM karla í Ameríku 2026, þá er einn þeirra þó alls ekki hrifinn af „íslenska tannlækninum“.

Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið
Adam Idah innsiglaði sigur Írlands í einvíginu við Búlgaríu, í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Hann hafði fengið fund með Heimi Hallgrímssyni í von um að spila meira og saman glöddust þeir í gærkvöld.

Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi
Heimir Hallgrímsson stýrði sínum mönnum í írska landsliðinu til 4-2 sigurs í umspilseinvígi gegn Búlgaríu. Írland heldur þar með sæti sínu í B-deild Þjóðadeildarinnar en Búlgaría situr áfram í C-deildinni.

Alveg hættur í fýlu við Heimi
Matt Doherty, leikmaður Wolves, kveðst búinn að ná sáttum við Heimi Hallgrímsson eftir að hafa fundist Eyjamaðurinn sýna sér vanvirðingu í haust.

Heimir segir dýrmætt að forðast fall
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir að burtséð frá vangaveltum um möguleika á að komast í lokakeppni EM 2028 þá sé einfaldlega dýrmætt fyrir írska liðið að vinna Búlgaríu og forðast fall niður í C-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra í fótbolta, vill gera sitt til að draga úr mikilli togstreitu sem virðist vera á milli írsku úrvalsdeildarinnar og írska knattspyrnusambandsins. Glas af öli og spjall við háværustu þjálfara írsku deildarinnar gæti verið lausnin.

Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, býr sig undir umspil um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, rétt eins og íslenska landsliðið. Hann kynnti hóp sinn fyrir verkefnið í dag.

Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið
Heimir Hallgrímsson var ekki í vafa þegar hann var spurður hvaða fyrrverandi eða núverandi fótboltamann, frá hvaða landi sem er, hann vildi helst fá í írska landsliðið sitt í fótbolta.

Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti
Heimir Hallgrímsson var gestur í hinum vinsæla spjallþætti Late Late Show í írska sjónvarpinu í gærkvöld og svaraði þar fyrir sig eftir harkalega gagnrýni Stephen Bradley, þjálfara írska liðsins Shamrock Rovers.

Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum einvígi við landsliðs Búlgaríu sem er allt í einu orðið þjálfaralaust eftir talsverða ringulreið.

Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, fór ásamt aðstoðarmanni sínum John O‘Shea og heimsótti Crumlin-barnaspítalann í Dublin þar sem þeir glöddu börnin með gjöfum fyrir jólin.

„Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“
Samstarf Heimis Hallgrímssonar og Guðmundar Hreiðarssonar teygir sig mörg ár aftur í tímann og hefur Guðmundur fylgt Eyjamanninum í alls konar ævintýri víðs vegar um heiminn. Hann segir erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi sem laði fram það besta í fólki.

Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“
„Ég myndi gefa honum risa samning því hann er hverrar krónu virði,“ segir Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari írska landsliðsins um lærisvein sinn hjá landsliðinu sem hefur gripið tækifærið með Liverpool og slegið í gegn.

„Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“
Heimi Hallgrímssyni fannst ekki ástæða fyrir dómarann í leik Englands og Írlands að reka varnarmann Íra Liam Scales af velli. Hann sagði muninn á stöðu liðanna mikinn.

Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley
Enska landsliðið í knattspyrnu valtaði yfir nágranna sína frá Írlandi þegar liðin mættust í Þjóðadeildinni á Wembley í dag. Rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks breytti leiknum.

Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis
Írska fótboltalandsliðið vann sinn fyrsta heimasigur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í kvöld.

Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“
Þrátt fyrir að tala ekki tungumálið þá er Heimir Hallgrímsson staðráðinn í að læra að syngja írska þjóðsönginn, nú þegar hann er landsliðsþjálfari Íra í fótbolta.

Heimir vill írskan Aron Einar
Heimir Hallgrímsson hefur kallað eftir því að lærisveinar sínir í írska landsliðinu í fótbolta séu meiri stríðsmenn, og fái mótherjana til að hata að spila við Írland. Hann vilji karaktera eins og Aron Einar Gunnarsson.

Skelfileg mistök Kellehers og tap hjá Heimi
Írar unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar þegar þeir lögðu Finna að velli á fimmtudaginn en þeir urðu að sætta sig við 2-0 tap gegn Grikkjum í Aþenu í kvöld, í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Heimir minntist Baldock
Heimir Hallgrímsson minntist knattspyrnumannsins George Baldock á blaðamannafundi fyrir leik Írlands og Grikklands í Þjóðadeildinni á morgun. Baldock lék með ÍBV í efstu deild sumarið 2012.

Heimir segist aldrei hafa fengið annan eins stuðning á útivelli
Þjálfari írska fótboltalandsliðsins, Heimir Hallgrímsson, var afar sáttur með stuðninginn sem það fékk í sigrinum í Finnlandi í Þjóðadeildinni í gær. Hann sagðist aldrei hafa upplifað annan eins stuðning í útileik.

Heiglar sem ráðast á vinalega Íslendinginn
„Þessi sigur sýnir það hljóða starf sem Heimir Hallgrímsson hefur unnið fyrir Írland á bakvið tjöldin,“ skrifar Írinn Pat Dolan, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri, í pistli í Irish Mirror eftir fyrsta sigur Heimis sem landsliðsþjálfari Íra. Heimir sé ekki vandamál írsks fótbolta en gæti verið lausnin.

Lærisveinar Heimis með sinn fyrsta sigur
Fjölmargir leikir fóru fram í Þjóðadeildinni í kvöld. Írland fagnaði sínum fyrsta sigri í deildinni þegar liðið lagði Finnland en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í þremur tilraunum.

Heimir um ummæli Dunne: „Ykkar starf að safna áskrifendum“
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, ætlar ekki að láta ummæli Richards Dunne trufla sig í aðdraganda leiksins við Finnland í dag, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Svona sé bransinn og menn vilji sífellt reyna að bæta við sig áskrifendum.

Heimir hristir upp í hlutunum: „Ég vil gera þetta svona“
Til þess að freista þess að koma írska fótboltalandsliðinu á sigurbraut hefur Heimir Hallgrímsson hrist upp í hlutunum hjá því.

Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax
Dagar Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta gætu verið taldir síðar í þessum mánuði, aðeins þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn, að mati fyrrverandi landsliðsmanns Íra.

Heimir með O'Shea í að lokka Delap
Heimir Hallgrímsson hefur eftirlátið aðstoðarmanni sínum John O‘Shea að vera í sambandi við Liam Delap, framherja Ipswich í ensku úrvalsdeildinni, í von um að geta valið hann í írska landsliðið í fótbolta.

Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“
Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans.

Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna
Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga.

Given vorkennir Heimi
Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson.