Skoðun: Alþingiskosningar 2024

Fréttamynd

Inn­flutt skautun í boði Við­reisnar

Formaður Viðreisnar var stóryrt í Pallborðinu á Vísi í vikunni. Þar fullyrti hún að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki staðið vörð um frelsi einstaklinga á síðustu árum og nefndi þá sérstaklega kvenfrelsi.

Skoðun
Fréttamynd

Ung­linga­vanda­málið

Þegar ég var að vaxa úr grasi þá var mikið gert úr unglingavandamálinu svokallaða en það var allur hinn margvíslegi vandi sem fylgdi unglingum. Fjölmiðlar, í góðu samstarfi við lögregluna og áhyggjufulla eldri borgara kepptust um að gera sem mest úr þessum umfangsmikla vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Veljum stöðug­leika og fyrirsjáanleika

Flestir íbúar landsins hafa komið illa út úr verðbólgu og hávaxtatímabili síðustu ára, þar sem efnahagslegur stöðugleiki og fyrirsjáanleiki í fjármálum er nánast enginn. Þessi óstöðugleiki kemur að sjálfsögðu verst niður á fjölskyldufólki og tekjulágum.

Skoðun
Fréttamynd

Á að skipta máli hverra manna þú ert?

Á Íslandi í dag skiptir mestu máli hverra manna þú ert þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Þetta kemur fram í nýlegu minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers virði er líf kvenna?

Í gær rak á fjörur mínar fréttir af tveimur harmsögum úr íslenskum samtíma, atvikum sem urðu að ákærumálum sem rötuðu fyrir dómsstóla. Í öðru þeirra var maður stunginn tvisvar með hnífi með þeim afleiðingum að hann lést. Í hinu málinu var maður stunginn tvisvar með hnífi og lifði af. Í báðum málunum var dæmt.

Skoðun
Fréttamynd

Verk­lausi milljóna­kennarinn

Opinber umfjöllun um kennarastarfið einkennist þessa dagana mest af sleggjudómum og fáfræði. Svo virðist sem stjórnmálamenn telji það sér til tekna að tala niður störf kennara og fólkið sem gegnir þeim. Verklaust fólk sem gerir kröfu um milljón krónur á mánuði!

Skoðun
Fréttamynd

Að mæta á­standinu

Hvatarnir fyrir því að ég hef nú boðið fram krafta mína fyrir þessar kosningar eru ekki ósvipaðar og þegar ég barðist í Icesave deilunni með InDefence hópnum á árunum 2009-2013. Stjórnmálin eru á krossgötum og það eru viðbrögðin við því ástandi sem hér ríkir sem skipta öllu máli fyrir framhaldið.

Skoðun
Fréttamynd

Þrælar bankanna, lykil­tölur

Við búum við efnahagsstjórn sem mælir velgengni samfélagsins á stöðu og styrk bankanna. Þetta hefur margoft komið fram í málflutningi Seðlabankastjóra og fjármálaráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Þriðji orku­pakkinn: Al­manna­hags­munir á kross­götum

Niðurstöðurnar úr samþykkt þriðja orkupakkans í ágúst 2019 eru nú loks komnar fram og sýna áætlaða hækkun meðalverðs í heildsölu úr 5.284 krónur í 10.990 krónur. Hér að neðan eru helstu markmið pakkans og áhrif þeirra á íslenskan markað, ásamt gagnrýni á framvindu mála.

Skoðun
Fréttamynd

Að­gerðir í húsnæðis­málum strax!

Staðan á húsnæðismarkaði hér á landi er slæm. Framboð og eftirspurn fara ekki saman og fyrir vikið hefur fasteigna- og leiguverð rokið upp úr öllu valdi. Það er því ljóst að grípa þarf til aðgerða strax. Frá árinu 2013 hefur fjölskyldum fjölgað tvöfalt meira en íbúðum sem veldur ójafnvægi á fasteigna- og leiguverði.

Skoðun
Fréttamynd

xD frelsi til að halda ungu fólki niðri

Það hefur orðið veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum undanfarin ár, þar sem fjárfestar hafa keypt upp sífellt stærri hluta markaðarins á kostnað einstaklinga sem vilja einfaldlega eignast heimili.

Skoðun
Fréttamynd

Afstöðuleysi Ís­lands ó­þolandi – Stöndum með vist­kerfum sjávar

Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna talar ChatGPT ís­lensku

Ég er fullviss um að tæknin muni á næstu árum færa okkur lausnir við ýmsum vandamálum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag í dag. Ísland hefur staðið sterkt á ýmsum sviðum tækniþróunar og þar hefur þróun í máltækni staðið upp úr.

Skoðun
Fréttamynd

Gleði­lega töfrandi kosninga­bar­áttu

Snörp og spennandi kosningabarátta er að hefjast og eru stjórnmálaflokkar í óðaönn að draga fram helstu stefnur og forgangsmál. Ýmislegt bendir til þess, eins og oft áður, að komandi kosningar muni að þónokkru leyti snúast um efnahagsmál og fjármál heimila og fyrirtækja. Verðbólga og vextir bíta fast og fólk vill svör um framtíðina. Eðlilega.

Skoðun
Fréttamynd

Á­rás á fá­tækasta fólkið í borginni

Félagsbústaðir vilja hækka leigu um 6,5% umfram vísitölu neysluverðs. Félagið leigir út húsnæði til fólks undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Flokkur fólksins í borginni hefur mótmælt þessu harðlega strax á umsagnarferli.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mögnum há­skólana til jafns við hin Norður­löndin

Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Þetta er ekki bara einhver frasi, heldur staðreynd. Þess vegna skiptir miklu máli að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir þannig að þeir laði til sín besta fólkið, hvort sem við eigum við kennara, nemendur eða annað starfsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálf­stæðis­flokkinn?

Eftir að hafa skoðað stefnur allra flokka með opnum huga og velt fyrir mér hvaða sýn og gildi samræmast best framtíðarsýn minni hef ég komist að niðurstöðu. Ég vil búa í samfélagi þar sem einstaklingar hafa frelsi til að móta eigin framtíð, samfélag sem verðlaunar frumkvæði, ábyrgð og frjálsa hugsun. Að mínu mati styður stefna Sjálfstæðisflokksins þessa framtíðarsýn best.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin okkar á bið­listunum

Á mánudaginn síðastliðinn varð alvarlegt bílslys á Reykjanesbrautinni og umferð stöðvuð á meðan verið var að hlúa að fólki og koma slösuðum á sjúkrahús. Þennan veruleika þekkjum við sem eigum þarna leið um nær daglega.

Skoðun
Fréttamynd

Atvinnubótastarfsemi fram­boða

Þann 30. nóvember nk. ganga Íslendingar að kjörborðinu og velja sína fulltrúa á Alþingi. Vonandi nýta sem flestir kosningarétt sinn enda tilheyrum við minnihluta íbúa heims sem fær að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. 

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­sýsla eða pólitík?

Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar.

Skoðun
Fréttamynd

Rétt­læti Hall­gríms Helga­sonar

Hallgrímur Helgason rithöfundur barði eftirminnilega á bíl Geirs Haarde í janúarmánuði árið 2009 eins og þar væri einmitt ekki um að ræða manninn sem átti stærstan hlut í því að fall bankanna var ekki ríkisvætt og var ein farsælasta bjargvættarsaga fjármálahrunsins á heimsvísu.

Skoðun
Fréttamynd

Mis­rétti, von­leysi og bar­áttan við að halda í bjart­sýnina

Við stöndum frami fyrir tímamótum í íslenskum stjórnmálum. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að yfirgefa ríkisstjórn eftir langa veru, Vinstri Græn horfa upp á það að þurrkast algerlega út næsta kjörtímabil og þjóðernis-popúlistaflokkur, Miðflokkurinn, er á uppleið í fyrsta skiptið síðan ég man eftir mér, sem eru þó ekki nema svona 22-23 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Þúsundir í­búða á glám­bekk!

Samfylkingin segir að þúsund­ir íbúða standi auðar eða séu leigðar út til ferðamanna í gegn­um Airbnb, jafn­vel all­an árs­ins hring. Boðar Samfylkingin tómthússkatt og aðgerðir gegn Airbnb m.a. með því að leyfa gististarfsemi í atvinnuskyni aðeins í samþykktu atvinnuhúsnæði, en ekki íbúðarhúsnæði óháð því hvenær rekstrarleyfi var gefið út.

Skoðun
Fréttamynd

Það er kominn tími á upp­færslu á Ís­landi

Það sem einkennir kosningar á Íslandi er að ýmsir flokkar virðast skyndilega detta niður á mjög einfaldar lausnir á mjög flóknum vandamálum nokkrum vikum áður en þær fara fram. Þessum lausnum er svo oft pakkað í glansandi umbúðir af markaðssérfræðingum og reynt að selja þær í skiptum fyrir atkvæði.

Skoðun