Innlent

Selenskíj og Halla ræða saman á Bessa­stöðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Halla Tómasdóttir forseti með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, á Bessastöðum í morgun.
Halla Tómasdóttir forseti með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm

Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 

Selenskíj lýsti Íslandi sem traustum vini og bandamanni í baráttu Úkraínu fyrir frelsi í færslur í gestabók við komuna á Bessastaði í morgun. Hann væri þakklátur fyrir staðfastan stuðning og aðstoð Íslendinga við úkraínsku þjóðina í sameiginlegri baráttu gegn rússnesku ógninni.

Skilaboðin sem Selenskíj skildi eftir til íslensku þjóðarinnar í gestabók á Bessastöðum í morgun.Vísir/Vilhelm

Halla lýsti engu að síður efasemdum við að Ísland styddi Úkraínu með þátttöku í vopnakaupum í kosningabaráttu sinni í sumar. Ísland ætti frekar að boða til friðarsamtals hér á landi „frekar en að telja að við eigum bara endalaust að mata stríðsmaskínuna.“ Þá sagði hún það ekki samræmast gildum Íslendinga að taka þátt í vopnakaupum fyrir Úkraínu í varnarstríði landsins gegn innrás Rússa.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var á meðal þeirra sem gagnrýndu þessa afstöðu án þess þó að nefna Höllu sérstaklega á nafn. Það væri hrokafull afstaða að ætla að skilyrða stuðning Íslands við Úkraínu.

Selenskíj og Halla á tröppunum fyrir utan Bessastaði þegar úkraínski forsetinn renndi í hlað í morgun.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

„Skíta­skila­boð“ for­seta­fram­bjóð­enda til Úkraínu­manna

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×