Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. október 2024 13:20 Bryndís Haraldsdóttir er forseti Norðurlandaráðs og er hæstánægð með hvernig til tóks á þinginu. Vísir/Vilhelm Á lokadegi Norðurlandaráðsþingsins samþykkti það þingsályktunartillögu um breytingu á Helsingfors-sáttmálanum. Þingið vill að ríkisstjórnir á Norðurlöndunum finni út úr því hvernig þær geti boðið Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum fulla aðild að Norðurlandaráði. Lokadagur Norðurlandaráðsþingsins á Íslandi er runninn upp og en Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs, segir sögulega heimsókn Úkraínuforseta standa upp úr. „Og séð hversu ofboðslega mikil samstaða er meðal þingmanna Norðurlandanna með baráttu Úkraínumanna og svo fengum við Svetlönu Tsikhanovskaya sem var líka með áhrifamikið erindi þannig að það verður að segjast að það sem stendur upp úr eftir þetta þing og gerir það sögulegt,“ segir Bryndís. Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, var gestur á Norðurlandaráðsþinginu.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi Færeyingar hafa sótt það fast í marga áratugi að hljóta fulla aðild að Norðurlandaráði. Álendingar og Grænlendingar vilja það sama en það vakti athygli að enginn ráðherra Grænlands er viðstaddur þingið vegna óánægju þeirra yfir því að hafa ekki vægi til jafns við önnur ríki í Norðurlandaráði. Í morgun samþykkti ráðið þingsályktunartillögu um breytingu á Helsingfors-sáttmálanum. Verið er að færa inn nýjar greinar eins og um öryggis- og varnarmál, loftslagsmál og fleira. En það sem meira er, Norðurlandaráðsþingið leggur til að hópur verði settur á laggirnar sem er skipaður fulltrúum ríkisstjórna landanna til að leysa úr því hvernig hægt verði að gefa Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum fulla aðild. „Ég er rosalega glöð með þennan áfanga sem náðist þarna áðan því það var svo mikill samhljómur. Þetta er þó auðvitað ekki þannig að sé búið að svara öllum spurningum og einverjir kunna að velta fyrir sér stjórnarskrá og slíku en þá er það kannski okkar afstaða að segja, það er þá bara verkefni Dana, Færeyinga og Grænlendinga. Mette Frederiksen var skýr í máli sínu hér á þinginu um að þetta væri eitthvað sem þau myndu leysa. Finnar og Álendingar þurfa svo kannski aðeins að renna yfir þetta sín megin.“ Þetta sé stórt skref í rétta átt „Það er allavega skýrt að Norðurlandaráð er að hvetja ríkisstjórnir landanna til að breyta Helsingfors-sáttamálanum og ná betur utan um þessi átta lönd sem eru og eiga að vera fullir þátttakendur í norrænu samstarfi.“ Norðurlandaráð Norðurslóðir Utanríkismál Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Álandseyjar Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu. 29. október 2024 20:01 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Lokadagur Norðurlandaráðsþingsins á Íslandi er runninn upp og en Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs, segir sögulega heimsókn Úkraínuforseta standa upp úr. „Og séð hversu ofboðslega mikil samstaða er meðal þingmanna Norðurlandanna með baráttu Úkraínumanna og svo fengum við Svetlönu Tsikhanovskaya sem var líka með áhrifamikið erindi þannig að það verður að segjast að það sem stendur upp úr eftir þetta þing og gerir það sögulegt,“ segir Bryndís. Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, var gestur á Norðurlandaráðsþinginu.Vísir/Vilhelm Sjá nánar: Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi Færeyingar hafa sótt það fast í marga áratugi að hljóta fulla aðild að Norðurlandaráði. Álendingar og Grænlendingar vilja það sama en það vakti athygli að enginn ráðherra Grænlands er viðstaddur þingið vegna óánægju þeirra yfir því að hafa ekki vægi til jafns við önnur ríki í Norðurlandaráði. Í morgun samþykkti ráðið þingsályktunartillögu um breytingu á Helsingfors-sáttmálanum. Verið er að færa inn nýjar greinar eins og um öryggis- og varnarmál, loftslagsmál og fleira. En það sem meira er, Norðurlandaráðsþingið leggur til að hópur verði settur á laggirnar sem er skipaður fulltrúum ríkisstjórna landanna til að leysa úr því hvernig hægt verði að gefa Grænlandi, Færeyjum og Álandseyjum fulla aðild. „Ég er rosalega glöð með þennan áfanga sem náðist þarna áðan því það var svo mikill samhljómur. Þetta er þó auðvitað ekki þannig að sé búið að svara öllum spurningum og einverjir kunna að velta fyrir sér stjórnarskrá og slíku en þá er það kannski okkar afstaða að segja, það er þá bara verkefni Dana, Færeyinga og Grænlendinga. Mette Frederiksen var skýr í máli sínu hér á þinginu um að þetta væri eitthvað sem þau myndu leysa. Finnar og Álendingar þurfa svo kannski aðeins að renna yfir þetta sín megin.“ Þetta sé stórt skref í rétta átt „Það er allavega skýrt að Norðurlandaráð er að hvetja ríkisstjórnir landanna til að breyta Helsingfors-sáttamálanum og ná betur utan um þessi átta lönd sem eru og eiga að vera fullir þátttakendur í norrænu samstarfi.“
Norðurlandaráð Norðurslóðir Utanríkismál Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Álandseyjar Færeyjar Grænland Tengdar fréttir Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16 Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu. 29. október 2024 20:01 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðu Belarús, hefur ekki heyrt frá eiginmanni sínum sem hefur verið í fangelsi í heimalandinu í sex hundruð daga og veit ekki hvort hann er yfir höfuð enn á lífi. Hún hvetur Íslendinga til að halda áfram að styðja við baráttuna fyrir lýðræði í Belarús og til þess að nýta kosningaréttinn sinn sem ekki megi taka sem sjálfsögðum hlut. 29. október 2024 23:16
Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Forseti Úkraínu segir Rússa hafa tekist að leggja Georgíu nánast undir sig í nýafstöðnum kosningum þar og Moldóva muni falla innan tveggja ára nái Rússar sínu fram. Hann gangrýnir hik Vesturlanda varðandi heimildir á notkun langdrægra vopna á sama tíma og Putin fari yfir rauðar línur með innflutningi hermanna frá norður Kóreu. 29. október 2024 20:01
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18