Barnamálaráðherra segir af sér

Fréttamynd

Af­sökunar­beiðni til Ólafar ekki í kortunum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ætlar ekki að tjá sig frekar um „tengdamömmumálið“. Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamamma barnsföður fyrrverandi barnamálaráðherra, hefur krafist afsökunarbeiðni frá Kristrúnu vegna meints trúnaðarbrests forsætisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur ítrekað hafnað ásökuninni um trúnaðarbrest.

Innlent
Fréttamynd

Segist af­hjúpa sann­leikann í „tengda­mömmumálinu“

Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barnamálaráðherra, segist ekki hafa verið að ganga pólitískra erinda þegar hún lét forsætisráðuneytið og svo fréttamann vita af máli ráðherrans sem varð til þess að hún sagði af sér.

Innlent
Fréttamynd

Sann­leikurinn í tengda­mömmumálinu

Sannleikurinn er sagna bestur. Ég er umrædd tengdamamma í hinu umdeilda máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur og þar eru ýmis atriði sem mér þykir að þurfi að skýra. Ég kem ávallt hreint fram og hef lýst því áður, og geri það aftur hér, að ég taldi ekki viðeigandi að Ásthildur Lóa sinnti starfi barnamálaráðherra - vegna hennar forsögu og framkomu hennar við barnsföður sinn.

Skoðun
Fréttamynd

Lang­flestir telja af­sögn Ást­hildar rétta á­kvörðun

Þrír af hverjum fjórum landsmönnum telja að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hafi tekið rétta ákvörðun þegar hún ákvað að segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra á dögunum. Mikill meirihluti telur hana eiga að sitja áfram á þingi. Þá segir rúmur meirihluti landsmanna fréttaflutning um mál hennar hafa verið ósanngjarnan.

Innlent
Fréttamynd

„Ást­hildur Lóa var kjöl­dregin í öllum fjöl­miðlum heims“

Sigríður Á Andersen þingmaður Miðflokksins, spurði enn út í brotthvarf Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr stóli barna- og menntamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi. Nú var það Inga Sæland formaður Flokks Fólksins sem var fyrir svörum. Henni var ekki skemmt og lá ekki á þeirri skoðun sinni. Henni þótti áhugi Sigríðar á málinu hinn undarlegasti.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara brandarakvöld“

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segir ekki hægt að svara þeirri ofsareiði sem brotist hefur út í athugasemdakerfum víðs vegar eftir fjörugt bjórkvöld Þjóðmála á Kringlukránni.

Innlent
Fréttamynd

„Hér er verið að saka fólk um al­var­lega þætti“

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins gekk á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra í fyrirspurnartíma á þingi nú rétt í þessu og spurði nánar út í mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur fráfarandi barna- og menntamálaráðherra. Kristrún kunni ekki að meta spurninguna né tóninn í röddu Sigríðar.

Innlent
Fréttamynd

Spyr um á­byrgð skóla­stjóra í stóra skómálinu

Formaður Flokks fólksins segir Ásthildi Lóu Þórsdóttur einfaldlega hafa sagt af sér til að koma í veg fyrir að ráðist yrði á sig og ríkisstjórnina í fjölmiðlum. Barnabarn hennar sem glataði skóm tímabundið í Borgarholtsskóla hafi ekki sótt skólann síðan fjallað var um símtal hennar við skólastjórann. Inga spyr um ábyrgð hans.

Innlent
Fréttamynd

Trúverðug­leiki for­sætis­ráðherra sé í húfi

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir fyrrum formann Samfylkingarinnar vera snúa út úr málflutningi stjórnarandstöðunnar í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Ýmislegt sé óskýrt varðandi aðkomu forsætisráðuneytisins í málinu. Hún sakar forsætisráðherra um að hafa farið með rangt mál í pontu Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Upp­sagnar­bréf til góða fólksins

Umræðan um mál Ásthildar Lóu hefur komið róti á huga minn. Það er umhugsunarvert hvernig sum hafa brugðist við í þessu máli með offorsi og sleggjudómum og ég hef fundið til löngunar að tala um fyrir viðkomandi.

Skoðun
Fréttamynd

Frétta­stjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna frétta­flutnings

Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Fréttamaður RÚV hafi orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti vegna fréttar um samband barnamálaráðherra við táningspilt þegar ráðherrann var 22 ára gömul.

Innlent
Fréttamynd

Lýð­ræðið deyr í myrkrinu

Fjölmiðlar og aðrar lýðræðisstofnanir standa frammi fyrir nýjum ógnum víða um hinn vestræna heim, og skyndilega er hið dramatíska slagorð bandaríska dagblaðsins The Washington Post, Lýðræðið deyr í myrkrinu, tekið að hljóma eins og spádómur, en ekki heróp.

Skoðun
Fréttamynd

Of­beldi

Eina ferðina er þjóðin að ræða um ofbeldi. Rétt nýlega stóð varaþingmaður í ræðustól Alþingis og lýsti ofbeldi sem hún hafði mátt þola og ekki auðnast að ganga út úr fyrr en í þriðju atrennu. Ráðalítil horfum við upp á ofbeldi barna og ungmenna á meðal okkar að ekki sé minnst á hroðann í heimsmálunum.

Skoðun
Fréttamynd

„Hann má al­veg reyna að vera fyndinn mín vegna“

Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir gjörning tónlistarmannsins og varaþingmannsins Birgis Þórarinssonar, Bigga Veiru, sem mætti með ruslapoka í afgreiðslu RÚV í dag og bað um að honum yrði komið á fréttastofuna. Hann segir Birgi alveg mega reyna fyrir sér í gríni, og að hann hafi séð verri hluti í þessari viku. 

Innlent
Fréttamynd

Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ást­hildar Lóu

Barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barn kom undir. Forsætisráðuneytið segir engum trúnaði hafa verið heitið konunni sem vakti athygli á málinu þvert á fullyrðingar hennar. Konan segist nýverið hafa komist að því að Ásthildur Lóa væri konan sem átti barnið, verið misboðið og því sett sig í samband við ráðuneytið.

Innlent
Fréttamynd

Sé skýrt að ráð­herra hafi verið beittur þrýstingi

Formaður Sjálfstæðisflokksins krafðist skýringar á aðkomu forsætisráðherra í máli fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra en sagðist ekki hafa fengið nein svör. Þingflokksformaður Miðflokksins segir skýrt að ráðherrann hafi verið beittur þrýstingi til að segja af sér.

Innlent
Fréttamynd

„Við skulum ekki gera pólitík úr þessu máli“

Mál fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra var mikið til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra ítrekaði að þetta væri viðkvæmt persónulegt mál sem ætti ekki að gera pólitík úr. Forseti Alþingis þurfti ítrekað að minna á ræðutíma þar sem þingmenn og ráðherrar höfðu mikið að segja um málið.

Innlent
Fréttamynd

Barn síns tíma?

Umræða síðastliðna daga um kynferðislegt samband 22ja ára konu við 16 ára gamlan dreng er góð áminning um að réttarvernd barna á Íslandi er verulega ábótavant. Á meðan hluti þjóðarinnar keppist við að afsaka athæfið undir formerkjum tíðarandans 1989 má skynja að mörgum þykir ekkert athugavert við kynferðislegt samband fullorðinna við unglinga. Eða hvað? Var þetta ekki bara þá?

Skoðun
Fréttamynd

Merkið stendur þó maðurinn falli

Í upphafi ofsóknanna á Ásthildi Lóu Þórsdóttur vakti ég athygli á að gjörningur hennar braut ekki nein lög í landinu, - það var aldrei neitt afbrot, níðið var bara rætinn uppspuni um ekki neitt.

Skoðun
Fréttamynd

Vill að sveitar­fé­lögum verði skylt að semja við einka­rekna skóla

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins leggur í vikunni fram frumvarp sem skyldar sveitarfélög til að semja við einkarekna leikskóla sé óskað eftir því. Áslaug ræddi leikskólamál í Bítinu á Bylgjunni í morgun og brást einnig við færslu Össurar Skarphéðinssonar, fyrrverandi ráðherra, um aðkomu hennar að máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið af­hendir öll gögn og segist aldrei hafa heitið trúnaði

Forsætisráðuneytið sendi fjölmiðlum í dag tölvupóstasamskipti ráðuneytisins og Ólafar Björnsdóttur og tímalínu um viðbrögð sín. Þar kemur fram að Ólöfu hafi aldrei verið heitið trúnaði, öfugt við það sem Ólöf hefur sjálf sagt. Aðstoðarmaður Kristrúnar sendi aðstoðarmanni Ásthildar skjáskot af fundarbeiðni Ólafar sem innihélt símanúmer og heimilisfang hennar.

Innlent
Fréttamynd

Sið­ferði stjórn­málanna

Einkalíf þeirra sem taka þátt í íslenskum stjórnmálum kemur almenningi jafnan ekki við. Sé um slíkt einkalíf fjallað á opinberum vettvangi er lágmark að staðreyndir, sem jafnvel auðvelt er að leita uppi á netinu, séu rétt fram settar.

Skoðun
Fréttamynd

„Leitt að þetta skuli bera svona að“

Guðmundur Ingi Kristinsson, nýr barna- og menntamálaráðherra, segir leitt að ráðherraskipan hans skuli bera svona að. Hann muni þó láta verkin tala í ráðherratíð sinni.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2