Bandaríkin

Fréttamynd

Starmer og Selenskí funda í dag

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti munu funda í Downing-stræti nú fyrir hádegi, í aðdraganda fundar Donald Trump Bandaríkjaforseta og Vladimir Pútín Rússlandsforseta á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Melania Trump hótar lög­sókn á hendur Hunter Biden

Lögmenn Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, hafa sent lögmanni Hunter Biden erindi þar sem þeir hóta lögsókn á hendur syni Joe Biden, fyrrverandi forseta, ef hann dregur ekki til baka og biðst afsökunar á ummælum sem hann lét falla um forsetafrúna.

Erlent
Fréttamynd

Gervi­greindin geti verið lykillinn að tolla­lækkun

Aukin viðskipti Íslendinga við bandarísk gervigreindarfyrirtæki gætu orðið lykillinn að því að fá bandaríska tolla á íslenskar vörur fellda niður eða lækkaða. Þetta segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, sem kallar eftir því að stjórnvöld skipi sérstaka sendinefnd með fulltrúum einkageirans og hins opinbera, til að semja við Bandaríkjastjórn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sprengingar eftir eldingu

Elding sem laust niður í rafmagnsstaur í Suður-Karólínu olli stórri sprengingu á mánudaginn. Eldingin var fönguð á myndband úr lögreglubíl sem verið var að aka í gegnum Mount Pleasant í Suður-Karólínu.

Erlent
Fréttamynd

Hall og Oates ná sáttum

Daryl Hall og John Oates, sem saman mynduðu popptvíeykið Hall & Oates en hafa undanfarin misseri eldað grátt silfur, hafa náð sáttum fyrir dómi.

Lífið
Fréttamynd

Fundað í hverju horni fyrir Alaska­hitting Trump og Pútín

Stíf fundarhöld í aðdraganda fundar forseta Bandaríkjanna og Rússlands í Alaska eru á dagskrá í dag. Forseti Úkraínu er í Berlín til að ræða við evrópska ráðamenn sem eiga einnig stefnumót við Bandaríkjaforseta gegnum fjarfundarbúnað.

Erlent
Fréttamynd

Lægri tollar á sam­keppnis­ríkin veiki stöðuna svo um munar

Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoða að stofna viðbragðssveit gegn upp­þotum í Banda­ríkjunum

Ráðamenn í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér ætlunum um að stofna sérstaka hersveit innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem ætlað er að beita gegn almenningi þar í landi. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara.

Erlent
Fréttamynd

Telur enn mögu­legt að ná sam­komu­lagi

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans

Taylor Swift tilkynnti tólftu plötu sína, The Life of a Showgirl, eftir að hafa birt dularfulla niðurtalningu á heimasíðu sinni. Swift greindi frá plötunni í stiklu fyrir nýjasta hlaðvarpsþátt Travis og Jason Kelce sem birtist í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Sendur til Ís­lands eftir þrætu um per­sónu­upp­lýsingar inn­flytj­enda

Fyrrverandi skattstjórinn sem á að verða sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er íhaldssamur repúblikani sem er sagður mannblendinn og vinalegur. Hann notaði reynslu af uppboðshaldi eitt sinn til þess að þagga niður í vandræðagemsa á þingi. Svo virðist sem hann hafi verið rekinn fyrir að þýðast ekki Hvíta húsið þegar það krafðist persónuupplýsinga um skattgreiðendur.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er í rauninni þreifingafundur“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreifingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður.

Erlent
Fréttamynd

Neitar að birta dómsskjöl og gagn­rýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik

Dómsskjöl frá leynilegum ákærudómstól sem leiddi til sakfellingar Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu og aðstoðarkonu auðjöfursins og barnaníðingsins Jeffreys Epstein, verða ekki opinberuð. Dómari lýsti því yfir í dag og gagnrýndi hann starfsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna harðlega fyrir að gefa í skyn að skjölin innihéldu nýjar upplýsingar um glæpi Epsteins.

Erlent
Fréttamynd

Sagður slaka á kröfum og úti­loka ekki landsvæðaskipti

Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. 

Erlent
Fréttamynd

Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lög­regluna á sitt vald

Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda þjóðvarðliða út á götur höfuðborgarinnar Washington D.C. til að stöðva meinta glæpaöldu sem hann segir farna úr böndunum. Glæpatíðni hefur samt lítið aukist síðustu ár. Þvert á móti hefur hún minnkað samkvæmt opinberum gögnum en nýlega varð fyrrverandi starfsmaður D.O.G.E. fyrir árás í borginni af hálfu tveggja táninga að sögn lögreglu.

Erlent