Bandaríkin Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. Erlent 29.9.2022 11:38 Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. Erlent 29.9.2022 09:05 Coolio er látinn Bandaríski rapparinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995. Lífið 29.9.2022 04:50 Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. Erlent 28.9.2022 23:40 Lizzo spilaði á kristalsflautu James Madison Tónlistarkonan Lizzo hlaut þann heiður fyrr í vikunni að fá að spila á þverflautu sem var í eigu James Madison fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ekki er hægt að flautan sé hefðbundin, hún var búin til árið 1813 og er úr kristal. Tónlist 28.9.2022 17:12 Segir fótleggi eiginkonu fyrrverandi vera flottasta Fatamerki Kim Kardashian, Skims hefur nú bætt brjóstahöldurum við vöruúrvalið sitt. Í auglýsingaherferð fyrir undirfötin má sjá fyrirsætuna og leikkonuna, Brooke Shields. Í auglýsingunni fer Shields fögrum orðum um fótleggi konu fyrrverandi eiginmanns síns. Tíska og hönnun 28.9.2022 15:33 Milljónum sagt að flýja undan Ian sem nálgast fimmta stigið Fellibylurinn Ian stefnir hraðbyri á Flórída í Bandaríkjunum eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu og dauðsföllum á Kúbu. Heitur sjór á Mexíkóflóa hefur gefið fellibylnum aukinn kraft og er hann skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur og sagður nálægt fimmta stiginu. Erlent 28.9.2022 12:21 Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. Erlent 28.9.2022 11:11 Fundu lík Hilaree Nelson í hlíðum Manaslu Leitarteymi í Nepal hefur fundið lík bandarísku útivistarkonunnar Hilaree Nelson í hlíðum fjallsins Manaslu í Himalayja-fjöllunum. BBC greinir frá. Erlent 28.9.2022 10:17 Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Rafmagn er farið af á allri Kúbu eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir vesturhluta eyjarinnar í gær og í nótt. Erlent 28.9.2022 07:07 Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. Viðskipti erlent 27.9.2022 16:40 Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. Erlent 27.9.2022 10:19 Jarðvarnartilraun talin hafa heppnast Fyrstu merki benda til þess að tilraun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til að breyta stefnu smástirnis hafi heppnast í gær. Það gæti þó tekið nokkra mánuði að staðfesta hversu mikið árekstur geimfars við smástirnið breytti stefnu þess. Erlent 27.9.2022 09:25 Risastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. Erlent 26.9.2022 21:44 Edward Snowden fær rússneskan ríkisborgararétt Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið rússneskan ríkisborgararétt. Erlent 26.9.2022 17:10 Deilur vegna Taívan og höft vegna Covid ýti Apple í átt að Indlandi Tæknirisinn Apple hefur hafið tilfærslu framleiðslu sinnar frá Kína til Indlands en iPhone 14, nýjasta gerð snjallsíma Apple er nú framleiddur á Indlandi. Hluti ástæðunnar er talinn vera aukin togstreita á milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan. Viðskipti erlent 26.9.2022 16:51 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. Erlent 26.9.2022 15:52 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. Erlent 26.9.2022 12:36 Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. Erlent 26.9.2022 11:53 Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. Sport 25.9.2022 23:01 Leiðir skilja hjá enn einu Bachelor parinu Bachelor þátttakendurnir Clayton Echard og Susie Evans tilkynntu aðdáendum Bachelor heimsins um sambandsslit sín á Instagram í gær. Parið hafði verið saman síðan seríu Echard sem Bachelor lauk. Bíó og sjónvarp 24.9.2022 13:17 Louise Fletcher er látin Bandaríska leikkonan góðkunna, Louise Fletcher er látin, 88 ára að aldri. Fletcher var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Ratched í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu, eða One Flew Over the Cuckoo‘s Nest, frá árinu 1975. Bíó og sjónvarp 24.9.2022 10:06 Brad Pitt stígur inn í húðvörubransann Brad Pitt hefur nú sett á flug sína eigin húðvörulínu en vörurnar segir hann henta öllum kynjum. Lífið 23.9.2022 23:25 Kanye biður Kim afsökunar Kanye West hefur beðið fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, afsökunar á öllu því stressi sem hann hefur valdið henni. Hann segist geta borið erfiðleika sína með Kim saman við erfiðleika sína með Adidas. Lífið 23.9.2022 07:31 Raisi hætti við viðtalið eftir að Amanpour neitaði að bera höfuðklút Forseti Írans, Ebrahim Raisi neitaði að mæta í viðtal við fréttakonu CNN, Christiane Amanpour vegna þess að hún neitaði að bera höfuðklút á meðan á viðtalinu stæði. Erlent 22.9.2022 21:14 Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. Erlent 22.9.2022 11:51 Twitch bannar fjárhættuspilastreymi Frá og með 18. október næstkomandi munu notendur streymissíðunnar Twitch ekki geta streymt frá því þegar þeir stunda fjárhættuspil á netinu, nema að vefsíðan sem þeir nota sé skráð í Bandaríkjunum. Fjárhættuspilastreymi hafa aukist gríðarlega í vinsældum upp á síðkastið. Viðskipti erlent 22.9.2022 11:23 Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. Erlent 22.9.2022 09:15 Nancy Pelosi og Katrín Jakobsdóttir funduðu á Capitol Hill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings funduðu í dag í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Innlent 21.9.2022 21:00 Stýrivextir ekki verið hærri í Bandaríkjunum síðan í kreppunni 2008 Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í dag um 0,75 prósentustig í tilraun til að berja niður verðbólguna sem herjar í landinu. Viðskipti erlent 21.9.2022 18:40 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 334 ›
Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. Erlent 29.9.2022 11:38
Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. Erlent 29.9.2022 09:05
Coolio er látinn Bandaríski rapparinn Coolio er látinn, 59 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda á ferli sínum en var þekktastur fyrir lagið Gangsta's Paradise frá árinu 1995. Lífið 29.9.2022 04:50
Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. Erlent 28.9.2022 23:40
Lizzo spilaði á kristalsflautu James Madison Tónlistarkonan Lizzo hlaut þann heiður fyrr í vikunni að fá að spila á þverflautu sem var í eigu James Madison fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ekki er hægt að flautan sé hefðbundin, hún var búin til árið 1813 og er úr kristal. Tónlist 28.9.2022 17:12
Segir fótleggi eiginkonu fyrrverandi vera flottasta Fatamerki Kim Kardashian, Skims hefur nú bætt brjóstahöldurum við vöruúrvalið sitt. Í auglýsingaherferð fyrir undirfötin má sjá fyrirsætuna og leikkonuna, Brooke Shields. Í auglýsingunni fer Shields fögrum orðum um fótleggi konu fyrrverandi eiginmanns síns. Tíska og hönnun 28.9.2022 15:33
Milljónum sagt að flýja undan Ian sem nálgast fimmta stigið Fellibylurinn Ian stefnir hraðbyri á Flórída í Bandaríkjunum eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu og dauðsföllum á Kúbu. Heitur sjór á Mexíkóflóa hefur gefið fellibylnum aukinn kraft og er hann skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur og sagður nálægt fimmta stiginu. Erlent 28.9.2022 12:21
Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum. Erlent 28.9.2022 11:11
Fundu lík Hilaree Nelson í hlíðum Manaslu Leitarteymi í Nepal hefur fundið lík bandarísku útivistarkonunnar Hilaree Nelson í hlíðum fjallsins Manaslu í Himalayja-fjöllunum. BBC greinir frá. Erlent 28.9.2022 10:17
Rafmagnslaust á Kúbu vegna fellibylsins Ian Rafmagn er farið af á allri Kúbu eftir að fellibylurinn Ian gekk yfir vesturhluta eyjarinnar í gær og í nótt. Erlent 28.9.2022 07:07
Forstjóri Celsius stígur til hliðar Forstjóri rafmyntaverkvangsins Celsius, Alex Mashinsky hefur ákveðið að segja af sér en verkvangurinn lýsti yfir gjaldþroti þann 13. júlí síðastliðinn. Viðskipti erlent 27.9.2022 16:40
Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. Erlent 27.9.2022 10:19
Jarðvarnartilraun talin hafa heppnast Fyrstu merki benda til þess að tilraun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til að breyta stefnu smástirnis hafi heppnast í gær. Það gæti þó tekið nokkra mánuði að staðfesta hversu mikið árekstur geimfars við smástirnið breytti stefnu þess. Erlent 27.9.2022 09:25
Risastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. Erlent 26.9.2022 21:44
Edward Snowden fær rússneskan ríkisborgararétt Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið rússneskan ríkisborgararétt. Erlent 26.9.2022 17:10
Deilur vegna Taívan og höft vegna Covid ýti Apple í átt að Indlandi Tæknirisinn Apple hefur hafið tilfærslu framleiðslu sinnar frá Kína til Indlands en iPhone 14, nýjasta gerð snjallsíma Apple er nú framleiddur á Indlandi. Hluti ástæðunnar er talinn vera aukin togstreita á milli Bandaríkjanna og Kína vegna Taívan. Viðskipti erlent 26.9.2022 16:51
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. Erlent 26.9.2022 15:52
Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. Erlent 26.9.2022 12:36
Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. Erlent 26.9.2022 11:53
Rihanna mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar Búið er að staðfesta að Rihanna muni stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar sem fram fer 12. febrúar á næsta ári. Sport 25.9.2022 23:01
Leiðir skilja hjá enn einu Bachelor parinu Bachelor þátttakendurnir Clayton Echard og Susie Evans tilkynntu aðdáendum Bachelor heimsins um sambandsslit sín á Instagram í gær. Parið hafði verið saman síðan seríu Echard sem Bachelor lauk. Bíó og sjónvarp 24.9.2022 13:17
Louise Fletcher er látin Bandaríska leikkonan góðkunna, Louise Fletcher er látin, 88 ára að aldri. Fletcher var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Ratched í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu, eða One Flew Over the Cuckoo‘s Nest, frá árinu 1975. Bíó og sjónvarp 24.9.2022 10:06
Brad Pitt stígur inn í húðvörubransann Brad Pitt hefur nú sett á flug sína eigin húðvörulínu en vörurnar segir hann henta öllum kynjum. Lífið 23.9.2022 23:25
Kanye biður Kim afsökunar Kanye West hefur beðið fyrrverandi eiginkonu sína, Kim Kardashian, afsökunar á öllu því stressi sem hann hefur valdið henni. Hann segist geta borið erfiðleika sína með Kim saman við erfiðleika sína með Adidas. Lífið 23.9.2022 07:31
Raisi hætti við viðtalið eftir að Amanpour neitaði að bera höfuðklút Forseti Írans, Ebrahim Raisi neitaði að mæta í viðtal við fréttakonu CNN, Christiane Amanpour vegna þess að hún neitaði að bera höfuðklút á meðan á viðtalinu stæði. Erlent 22.9.2022 21:14
Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. Erlent 22.9.2022 11:51
Twitch bannar fjárhættuspilastreymi Frá og með 18. október næstkomandi munu notendur streymissíðunnar Twitch ekki geta streymt frá því þegar þeir stunda fjárhættuspil á netinu, nema að vefsíðan sem þeir nota sé skráð í Bandaríkjunum. Fjárhættuspilastreymi hafa aukist gríðarlega í vinsældum upp á síðkastið. Viðskipti erlent 22.9.2022 11:23
Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. Erlent 22.9.2022 09:15
Nancy Pelosi og Katrín Jakobsdóttir funduðu á Capitol Hill Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings funduðu í dag í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Innlent 21.9.2022 21:00
Stýrivextir ekki verið hærri í Bandaríkjunum síðan í kreppunni 2008 Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í dag um 0,75 prósentustig í tilraun til að berja niður verðbólguna sem herjar í landinu. Viðskipti erlent 21.9.2022 18:40