„Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 08:54 Frá fundi Öryggisráðsins í gær. AP/Eduardo Munoz Alvarez Bandaríkin og Japan standa saman að ályktun sem hefur verið lögð fram í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum í geimnum. Sendifulltrúi Bandaríkjanna, Linda Thomas-Greenfield, sagði á fundi ráðsins í gær að það væri „fordæmalaust, hættulegt og óásættanlegt“ að koma kjarnorkuvopnum á sporbraut um jörðu. Ákvörðun Bandaríkjanna og Japana kemur á hæla fregna þess efnis að Rússar hefðu þróað tækni sem mætti nýta til að eyðileggja gervihnetti. Það var Hvíta húsið sem greindi frá þessu í febrúar síðastliðinum en þá kom fram að ekki stafaði ógn af vopninu enn sem komið væri. Greint var frá því í erlendum miðlum að um væri að ræða einhvers konar kjarnorku- eða gjöreyðingarvopn en þetta fékkst ekki staðfest. Aðeins að vopnið væri ætlað til notkunar í geimnum og að það fæli í sér brot á Geimsáttmálanum frá 1967, sem kveður á um bann gegn gjöreyðingarvopnum í geimnum. 114 ríki eru aðilar að sáttmálanum, þeirra á meðal Bandaríkin og Rússland. Utanríkisráðherra Yoko Kamikawa, sem stýrði Öryggisráðsfundinum þar sem rætt var um ályktun Bandaríkjanna og Japan, sagði að þrátt fyrir mikla spennu í samskiptum ríkja á tímum Kalda stríðsins, hefðu menn getað sameinast um það að friður ríkti í geimnum. Bannið sem menn hefðu náð samkomulagi um þá ætti einnig að virða í dag. Dmitry Polyansky, sendifulltrúi Rússlands í Bandaríkjunum, sagði ályktunina hins vegar enn eina áróðursbrelluna af hálfu Bandaríkjastjórnar. Rússar hafa neitað að vinna að „geimvopni“ og þá sagði Polyansky ályktunina ekki hafa verið unna af sérfræðingum né samráð verið haft um hana. Antóníó Guterres, framkævmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virðist hins vegar fylgjandi ályktuninni og hefur bent á að spenna og vantraust ríkja á milli hefði ekki verið meiri í marga áratugi. „Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer,“ sagði Guterres, í vísun í Óskarsverðlaunamynd Christopher Nolan um þróun kjarnorkusprengjunnar. Guardian greindi frá. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Japan Rússland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Sendifulltrúi Bandaríkjanna, Linda Thomas-Greenfield, sagði á fundi ráðsins í gær að það væri „fordæmalaust, hættulegt og óásættanlegt“ að koma kjarnorkuvopnum á sporbraut um jörðu. Ákvörðun Bandaríkjanna og Japana kemur á hæla fregna þess efnis að Rússar hefðu þróað tækni sem mætti nýta til að eyðileggja gervihnetti. Það var Hvíta húsið sem greindi frá þessu í febrúar síðastliðinum en þá kom fram að ekki stafaði ógn af vopninu enn sem komið væri. Greint var frá því í erlendum miðlum að um væri að ræða einhvers konar kjarnorku- eða gjöreyðingarvopn en þetta fékkst ekki staðfest. Aðeins að vopnið væri ætlað til notkunar í geimnum og að það fæli í sér brot á Geimsáttmálanum frá 1967, sem kveður á um bann gegn gjöreyðingarvopnum í geimnum. 114 ríki eru aðilar að sáttmálanum, þeirra á meðal Bandaríkin og Rússland. Utanríkisráðherra Yoko Kamikawa, sem stýrði Öryggisráðsfundinum þar sem rætt var um ályktun Bandaríkjanna og Japan, sagði að þrátt fyrir mikla spennu í samskiptum ríkja á tímum Kalda stríðsins, hefðu menn getað sameinast um það að friður ríkti í geimnum. Bannið sem menn hefðu náð samkomulagi um þá ætti einnig að virða í dag. Dmitry Polyansky, sendifulltrúi Rússlands í Bandaríkjunum, sagði ályktunina hins vegar enn eina áróðursbrelluna af hálfu Bandaríkjastjórnar. Rússar hafa neitað að vinna að „geimvopni“ og þá sagði Polyansky ályktunina ekki hafa verið unna af sérfræðingum né samráð verið haft um hana. Antóníó Guterres, framkævmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, virðist hins vegar fylgjandi ályktuninni og hefur bent á að spenna og vantraust ríkja á milli hefði ekki verið meiri í marga áratugi. „Mannkynið mun ekki lifa framhald af Oppenheimer,“ sagði Guterres, í vísun í Óskarsverðlaunamynd Christopher Nolan um þróun kjarnorkusprengjunnar. Guardian greindi frá.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Suður-Kínahaf Kjarnorka Öryggis- og varnarmál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Japan Rússland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira