Bandaríkin Stuðningur við Trump eykst innan Repúblikanaflokksins Þessi aukning kemur í kjölfar umdeildra ummæla forsetans í garð fjögurra þingkvenna Demókrataflokksins. Erlent 17.7.2019 10:47 Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. Erlent 17.7.2019 08:03 Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. Erlent 17.7.2019 02:02 Þátttakendur tilkynntir í dag Demókrataflokkurinn bandaríski greinir frá því í dag hvaða forsetaframbjóðendur uppfylltu skilyrði fyrir því að fá sæti, eða öllu heldur ræðupall, í næstu kappræðum flokksins. Erlent 17.7.2019 02:03 Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. Erlent 16.7.2019 22:26 Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. Erlent 16.7.2019 23:15 Hálf öld frá fyrstu tunglferðinni Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar. Erlent 16.7.2019 19:12 Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. Erlent 16.7.2019 14:00 Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorku- og eldflaugatilraunum Sameiginleg heræfing Bandaríkjanna og Suður-Kóreu fer fyrir brjóstið á einræðisstjórn Kim Jong-un. Erlent 16.7.2019 11:32 Sakaður um að stíga ofan á háls kærustunnar NFL-leikmaðurinn Kamrin Moore er væntanlega á leiðinni í langt bann frá NFL-deildinni eftir að hafa verið handtekinn fyrir heimilisofbeldi í New Jersey um helgina. Sport 16.7.2019 08:24 Nýnasistinn í Charlottesville fær annan lífstíðardóm Móðir konunnar sem hann ók niður segist vonast til þess að hann fái betrun í fangelsi en að hann sleppi aldrei þaðan út. Erlent 16.7.2019 08:51 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. Erlent 15.7.2019 23:25 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. Erlent 15.7.2019 18:38 Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. Erlent 15.7.2019 16:56 May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. Erlent 15.7.2019 14:31 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. Erlent 15.7.2019 09:15 Varaforsetinn ver aðstæður barna og fjölskyldna á landamærastöðvum Mike Pence segir þær aðstæður sem boðið er upp á á landamærastöðvum vera alúðlegar. Erlent 14.7.2019 23:49 Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. Erlent 14.7.2019 21:26 Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. Erlent 14.7.2019 18:12 Myrkvuð Manhattan í lamasessi í gærkvöldi Rafmagnslaust varð í hjarta miðborgarinnar á Manhattan í New York í um fimm klukkustundir í gærkvöldi. Erlent 14.7.2019 09:55 Skotinn til bana af lögreglu eftir að hafa kastað eldsprengju í átt að fangelsi Karlmaður vopnaður riffli kastaði íkveikjusprengju í átt að innflytjendafangelsi í Washington-ríki í Bandaríkjunum fyrr í dag. Hann lést eftir að hafa verið skotinn af lögreglunni. Erlent 13.7.2019 22:53 Barry aftur orðinn stormur Barry var um stutta stund í flokki fellibylja. Dregið hefur úr vindstyrk hans og flokkast hann nú aftur sem hitabeltisstormur. Erlent 13.7.2019 20:47 Barry orðinn fellibylur Hitabeltisstormurinn Barry sem berst nú að ströndum Louisiana hefur náð styrk fellibyls en búist er við að hann skelli að ströndum ríkisins seinna í dag. Erlent 13.7.2019 17:02 Áhrif Megan Megan Rapinoe, fyrirliði bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, skýtur fast og ekki bara innan vallar, því hún hefur skotið föstum skotum bæði á Donald Trump, bandaríska knattspyrnusambandið og FIFA. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Lífið 13.7.2019 02:01 Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. Erlent 12.7.2019 23:04 Forsetinn lýsir yfir neyðarástandi í Louisiana Stormurinn Barry gæti hæglega breyst í fellibyl áður en hann nær landi í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum. Erlent 12.7.2019 21:56 Kimmel bauð fótboltastjörnum upp á fimm þúsund kjúklinganagga Stjörnur bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, Megan Rapinoe og Alex Morgan, mættu í spjall til Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Lífið 12.7.2019 16:48 Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. Erlent 12.7.2019 14:35 Bandarísku konurnar vilja réttlát laun Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem varð heimsmeistari um síðustu helgi hefur í þó nokkurn tíma staðið í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið. Leikmenn liðsins vilja fá jafn mikið greitt fyrir að leika með liðinu og karlarnir fá í sinn hlut. Fótbolti 12.7.2019 07:39 Tyrkir setja upp rússneskt varnarkerfi þrátt fyrir hótanir Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa áður varað við því að þau gætu gripið til efnahagsþvingana gagnvart ríkinu ef kaupin á rússneska kerfinu færu fram. Erlent 12.7.2019 12:41 « ‹ 305 306 307 308 309 310 311 312 313 … 334 ›
Stuðningur við Trump eykst innan Repúblikanaflokksins Þessi aukning kemur í kjölfar umdeildra ummæla forsetans í garð fjögurra þingkvenna Demókrataflokksins. Erlent 17.7.2019 10:47
Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sat fyrir svörum á blaðamannfundi í gær. Þar reyndi hún meðal annars að svara fyrir tíst forsetans þar sem hann sagði fjórum bandarískum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda sinna. Erlent 17.7.2019 08:03
Standa vörð um Huawei-bann Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings. Erlent 17.7.2019 02:02
Þátttakendur tilkynntir í dag Demókrataflokkurinn bandaríski greinir frá því í dag hvaða forsetaframbjóðendur uppfylltu skilyrði fyrir því að fá sæti, eða öllu heldur ræðupall, í næstu kappræðum flokksins. Erlent 17.7.2019 02:03
Bandaríkin segja Íran hafa hertekið olíuflutningaskip Olíuflutningaskip sem bar fána Panama hvarf á Hormússundi án nokkurra ummerkja seint á laugardagskvöld. Bandaríkin hafa ásakað Íran um að hafa hertekið skipið. Erlent 16.7.2019 22:26
Fulltrúadeildin fordæmir ummæli Trump Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði um að fordæma ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta í garð þingkvenna Demókrataflokksins. Erlent 16.7.2019 23:15
Hálf öld frá fyrstu tunglferðinni Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar. Erlent 16.7.2019 19:12
Ákæra ekki lögreglumann sem olli dauða Erics Garner Dauði Garner árið 2014 varð ein af kveikjunum að miklum mótmælum gegn lögregluofbeldi gegn svörtum mönnum í Bandaríkjunum. Erlent 16.7.2019 14:00
Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorku- og eldflaugatilraunum Sameiginleg heræfing Bandaríkjanna og Suður-Kóreu fer fyrir brjóstið á einræðisstjórn Kim Jong-un. Erlent 16.7.2019 11:32
Sakaður um að stíga ofan á háls kærustunnar NFL-leikmaðurinn Kamrin Moore er væntanlega á leiðinni í langt bann frá NFL-deildinni eftir að hafa verið handtekinn fyrir heimilisofbeldi í New Jersey um helgina. Sport 16.7.2019 08:24
Nýnasistinn í Charlottesville fær annan lífstíðardóm Móðir konunnar sem hann ók niður segist vonast til þess að hann fái betrun í fangelsi en að hann sleppi aldrei þaðan út. Erlent 16.7.2019 08:51
Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. Erlent 15.7.2019 23:25
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. Erlent 15.7.2019 18:38
Saksóknarar segja Epstein hættulegan umhverfi sínu Dómarinn sagðist þurfa meiri tíma til að íhuga hvort Epstein verði sleppt úr haldi gegn tryggingu. Erlent 15.7.2019 16:56
May og fleiri Evrópuleiðtogar fordæma rasísk ummæli Bandaríkjaforseta Bandaríkjaforseti tísti um að bandarískar þingkonur ættu að fara frá Bandaríkjunum til meintra heimalanda sinna. Erlent 15.7.2019 14:31
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. Erlent 15.7.2019 09:15
Varaforsetinn ver aðstæður barna og fjölskyldna á landamærastöðvum Mike Pence segir þær aðstæður sem boðið er upp á á landamærastöðvum vera alúðlegar. Erlent 14.7.2019 23:49
Bandarísk flugfélög halda 737 MAX-þotunum áfram á jörðu niðri Flugfélög sem hafa Boeing 737 MAX-þotur á sínum snærum hafa ítrekað neyðst til þess að seinka þeim tímamörkum sem gefin hafa verið upp varðandi hvenær þoturnar verða settar aftur í loftið. Erlent 14.7.2019 21:26
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. Erlent 14.7.2019 18:12
Myrkvuð Manhattan í lamasessi í gærkvöldi Rafmagnslaust varð í hjarta miðborgarinnar á Manhattan í New York í um fimm klukkustundir í gærkvöldi. Erlent 14.7.2019 09:55
Skotinn til bana af lögreglu eftir að hafa kastað eldsprengju í átt að fangelsi Karlmaður vopnaður riffli kastaði íkveikjusprengju í átt að innflytjendafangelsi í Washington-ríki í Bandaríkjunum fyrr í dag. Hann lést eftir að hafa verið skotinn af lögreglunni. Erlent 13.7.2019 22:53
Barry aftur orðinn stormur Barry var um stutta stund í flokki fellibylja. Dregið hefur úr vindstyrk hans og flokkast hann nú aftur sem hitabeltisstormur. Erlent 13.7.2019 20:47
Barry orðinn fellibylur Hitabeltisstormurinn Barry sem berst nú að ströndum Louisiana hefur náð styrk fellibyls en búist er við að hann skelli að ströndum ríkisins seinna í dag. Erlent 13.7.2019 17:02
Áhrif Megan Megan Rapinoe, fyrirliði bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, skýtur fast og ekki bara innan vallar, því hún hefur skotið föstum skotum bæði á Donald Trump, bandaríska knattspyrnusambandið og FIFA. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Lífið 13.7.2019 02:01
Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Pistlahöfundurinn E Jean Carroll segist sofa með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð vegna hótana sem henni hafa borist eftir að hún steig fram og sakaði Donald Trump Bandaríkjaforseta um nauðgun. Erlent 12.7.2019 23:04
Forsetinn lýsir yfir neyðarástandi í Louisiana Stormurinn Barry gæti hæglega breyst í fellibyl áður en hann nær landi í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum. Erlent 12.7.2019 21:56
Kimmel bauð fótboltastjörnum upp á fimm þúsund kjúklinganagga Stjörnur bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, Megan Rapinoe og Alex Morgan, mættu í spjall til Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Lífið 12.7.2019 16:48
Atvinnumálaráðherrann Acosta segir af sér í tengslum við Epstein-málið Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, Repúblikaninn Alexander Acosta, hefur ákveðið að segja af sér embætti í kjölfar mikillar gagnrýni á fyrri störf hans sem blossað hafa upp að nýju eftir að mál milljarðamæringsins Jeffrey Epstein komst í hámæli. Erlent 12.7.2019 14:35
Bandarísku konurnar vilja réttlát laun Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu sem varð heimsmeistari um síðustu helgi hefur í þó nokkurn tíma staðið í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið. Leikmenn liðsins vilja fá jafn mikið greitt fyrir að leika með liðinu og karlarnir fá í sinn hlut. Fótbolti 12.7.2019 07:39
Tyrkir setja upp rússneskt varnarkerfi þrátt fyrir hótanir Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa áður varað við því að þau gætu gripið til efnahagsþvingana gagnvart ríkinu ef kaupin á rússneska kerfinu færu fram. Erlent 12.7.2019 12:41