Bandaríkin

Fréttamynd

Murdaugh dæmdur í fangelsi í þriðja sinn

Alex Murdaugh var í gær enn einu sinni dæmdur í fangelsi og líklega í síðasta sinn. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi fyrir að hafa stolið peningum af skjólstæðingum sínum og fyrirtæki en hann hafði þegar verið dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að myrða eiginkonu sína og son.

Erlent
Fréttamynd

Trump bannað að tala um dóttur dómara

Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Wow lifir enn góðu lífi í undraheimi Roosevelt Edwards

Michele Roosevelt Edwards sendi páskakveðju frá Wow Air til fylgjenda sinna á LinkedIn í ár eins og hún hefur gert síðustu fjögur ár. Hún endurnýtir eldgamlar myndir og auglýsingar með kveðjunum. Þar að auki virðist hún hafa víkkað starfsemina út í veðreiðar með Wow Equine Services.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hægt að fagna bæði upp­risu Jesú og trans fólki á sama tíma

Forseti Trans Ísland segir ekkert óvænt við orðræðu Repúblikana í Bandaríkjunum um að forseti landsins, Joe Biden, taki trans fólk fram yfir Jesú með því að mæla með því að almenningur standi með trans fólki á alþjóðlegum sýnileikadegi þeirra, í dag Páskadag. 

Innlent
Fréttamynd

Louis Gossett Jr. látinn

Louis Gossett Jr., fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki er látinn 87 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Um­fangs­mikið verk­efni að hreinsa til eftir slysið

Ríkisstjórn Joe Biden í Bandaríkjunum hefur samþykkt fjárframlög upp á sextíu milljónir Bandaríkjadala til Maryland-ríkis svo hægt verði að hreinsa upp brakið sem varð til þegar brú hrundi í borginni Baltimore fyrr í vikunni. 

Erlent
Fréttamynd

Voru sér­stak­lega varaðir við á­rás frá ISKP

Degi áður en sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu gaf út opinbera viðvörun um mögulegar árásir öfgamanna á tónleika eða aðra samkomustaði í Moskvu höfðu starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) í Moskvu sent rússneskum kollegum sínum sambærileg skilaboð. 

Erlent
Fréttamynd

Kallaði eftir að­stoð dráttarbáts skömmu fyrir slysið

Stýrimaður gámaflutningaskipsins sem lenti á Francis Scott Key-brúnni í Baltimore í Bandaríkjunum á þriðjudag hafði kallað eftir aðstoð dráttarbáts nokkrum mínútum áður en skipið lenti á brúnni. Hann hafði einnig tilkynnt að skipið hafði misst afl, samkvæmt upptökum úr samskiptakerfi skipsins.

Erlent
Fréttamynd

„Verð dæmdur fyrir þetta restina af ævi minni“

Fyrir rétt rúmu ári síðan, á gaml­árs­kvöld árið 2022 var Dana White, for­seti UFC sam­bandsins myndaður vera að slá eigin­konu sína, Anne White, ítrekað utan­undir í veislu á bar í Mexíkó. Í hlað­varps­þætti á vegum ESPN, sem nú hefur verið birtur, gerir hann málið upp.

Sport
Fréttamynd

Rússar flytja inn elds­neyti eftir drónaárásir

Ráðamenn í Rússlandi eru sagðir hafa flutt inn eldsneyti frá Belarús í þessum mánuði, vegna samdráttar í framleiðslu. Úkraínumenn hafa gert drónaárásir á þó nokkrar olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum en útflutningur á eldsneyti var bannaður í upphafi mánaðarins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þeir sem fóru í ána taldir látnir

Lögregluyfirvöld í Maryland í Bandaríkjunum segja einstaklingana sex sem leitað var í gær eftir að Francis Scott Key brúin í Baltimore hrundi í gær séu nú taldir látnir.

Erlent
Fréttamynd

Sakar Banda­ríkja­menn og Breta um að­komu að á­rásinni

Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, lýsti því yfir í dag að Úkraínumenn hefðu þjálfað íslamska öfgamenn í Mið-Austurlöndum og bæru ábyrgð á árásinni á tónleikahöllina í Crocus um helgina. Þá bendlaði hann Bandaríkjamenn og Breta við árásina.

Erlent
Fréttamynd

Skipið varð vélar­vana rétt áður en það hafnaði á brúnni

Gámaflutningaskipið Dali, sem rak á Francis Scott Key brúna í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt, varð vélarvana rétt áður en það hafnaði á einum brúarstólpanna. Ríkisstjóri Maryland segir að neyðarkall hafi verið sent út frá skipinu í aðdragandanum, sem hafi bjargað lífum.

Erlent
Fréttamynd

Segja minnst sjö bíla hafa fallið í ána

Tveimur hefur verið bjargað úr Patapsco-ánni í Baltimore í Bandaríkjunum eftir að brú yfir hana hrundi í nótt. Talið er að minnst sjö bifreiðar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir voru í bílunum.

Erlent
Fréttamynd

Assange verður ekki fram­seldur strax

Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. 

Erlent
Fréttamynd

Leita fólks í ánni eftir að brúin hrundi

Viðbragðsaðilar leita nú fólks í Patapsco-ánni, sem rennur í gegn um Baltimore í Bandaríkjunum. Talið er að nokkrir bílar hafi hafnað í ánni þegar Francis Scott Key brúin hrundi í kjölfar þess að fraktskip sigldi á hana í nótt. 

Erlent
Fréttamynd

Sacha Baron Cohen æfareiður út í Rebel Wilson

Bandaríski leikarinn Sacha Baron Cohen er æfareiður út í kollega sinn áströlsku leikkonuna Rebel Wilson vegna fullyrðinga um hann sem hún leggur fram í væntanlegri endurminningarbók sinni. Leikkonan segir að hún muni ekki breyta bókinni.

Lífið
Fréttamynd

Gerðu hús­leit hjá Did­dy í Los Angeles og Miami

Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna.

Erlent
Fréttamynd

Beinir spjótunum enn að Úkraínu

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Netanjahú í fýlu við Biden

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur hætt við að senda hóp erindreka til Bandaríkjanna eins og til stóð, eftir að sendiherra Bandaríkjanna sat hjá við atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasaströndinni. Netanjahú segir hjásetuna koma niður á viðleitni Ísraela til að frelsa gísla úr haldi Hamas.

Erlent
Fréttamynd

Lækka trygginguna meðan Trump á­frýjar

Tryggingin sem Trump þarf að greiða vegna 454 milljóna dala sektar sem honum hefur verið gert að greiða í New York í 175 milljónir. Trump þarf þó að leggja fram trygginguna innan tíu daga og hún gildir eingöngu meðan hann áfrýjar sektarúrskurðinum.

Erlent
Fréttamynd

For­stjóri Boeing lætur af störfum fyrir árs­lok

Forstjóri Boeing, Dave Calhoun, mun láta af störfum fyrir árslok. Auk hans lætur af störfum forstjóri áætlunarflugvéladeildar félagsins, Stan Deal. Stephanie Pope tekur við af honum. Steve Mollenkopf hefur verið skipaður formaður stjórnar félagsins. Calhoun tilkynnti um þetta í dag í bréfi til starfsmanna.

Viðskipti erlent