Bandaríkin

Fréttamynd

Saka Kín­verja um lygar sem vísa á­sökunum á bug

Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja.

Erlent
Fréttamynd

Iceland Guccidóttir komin í heiminn

Bandaríski rapparinn Gucci Mane og unnusta hans Keyisha Ka'Oir eignuðust sitt annað barn í gær. Dóttirin heitir Iceland Ka'Oir Davis. Rapparinn kom hingað til lands til að spila á Secret Solstice tónlistarhátíðinni árið 2018.

Lífið
Fréttamynd

Burt Bacharach látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn og Óskarsverðlaunahafinn Burt Freeman Bacharach er látinn, 94 ára að aldri. 

Lífið
Fréttamynd

Bill Gates sagður vera kominn með kærustu

Bill Gates, stofnandi tæknirisans Microsoft, er sagður vera kominn með kærustu. Gates greindi frá skilnaði sínum og Melindu Gates í maí árið 2021 en þau höfðu verið gift í 27 ár.

Lífið
Fréttamynd

Myndi stela apa aftur ef hann gæti

Karlmaður sem grunaður er um að hafa stolið tveimur öpum úr dýragarðinum í Dallas segir að hann myndi stela fleiri öpum ef honum yrði sleppt úr haldi. Maðurinn er ekki talinn tengjast grunsamlegum dauðdaga hrægamms í sama dýragarði. 

Erlent
Fréttamynd

Talaði um mikilvægi samvinnu þvert á flokka

Joe Biden Bandaríkjaforseti flutti árlega stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi í nótt og biðlaði meðal annars til mótherja sinna í Repúblikanaflokknum að þeir hjálpuðu til við að rétta af efnahag Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Vilj­a eig­in kjarn­ork­u­vopn af ótta við Norð­ur-Kór­e­u

Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum.

Erlent
Fréttamynd

Rússar hóta að auka árásir sínar vegna vopnasendinga

Bandaríkjamenn eru byrjaðir að senda Bradley bryndreka til Úkraínu en hafa einnig lofað að senda þangað öflugri skriðdreka ásamt nokkrum ríkjum Evrópu. Varnarmálaráðherra Rússlands segir að með þessu séu bandalagsþjóðirnar að reyna að lengja í stríðinu.

Erlent
Fréttamynd

Bjargað úr sjávarháska á stolinni snekkju

Starfsmenn Strandgæslu Bandaríkjanna björguðu á föstudaginn manni úr sjávarháska undan ströndum Oregon-ríkis. Maðurinn var um borð í snekkju sem hann hafði stolið fyrr um daginn.

Erlent
Fréttamynd

Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðs­mis­notkunar

Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fimm­tán ára gamall sími á sjö milljónir

Fyrsti iPhone síminn kom út í júní árið 2007 og seldist í sex milljónum eintaka. Eitt þessara eintaka er nú til sölu á uppboði hjá bandaríska uppboðshúsinu LCG Auctions. Búist er við því að síminn seljist á yfir 50 þúsund dollara, eða rétt rúmlega sjö milljónir í íslenskum krónum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fata­her­bergi sem Kar­dashian systur væru sáttar með

Í nýjasta þætti af Heimsókn fór Sindri Sindrason alla leið til New Jersey þar sem hann heimsótti verkfræðinginn Þorbjörn Jónsson. Þorbjörn og eiginkona hans búa í ekta amerísku húsi eins og maður sér í bandarískum bíómyndum á borð við Home Alone eða Father of The Bride. 

Lífið
Fréttamynd

Björk seldi í­búðina í Brook­lyn fyrir 768 milljónir

Söngkonan Björk er búin að selja þakíbúðina sína í Brooklyn í New York en hún setti hana fyrst á sölu í september árið 2018. Björk vildi upphaflega fá 9 milljónir dollara, sem samsvaraði um milljarði í íslenskum krónum á þeim tíma, fyrir íbúðina.

Lífið
Fréttamynd

Alríkislögreglan leitar á heimili Bidens

Alríkislögregla Bandaríkjanna leitar nú á heimili Joe Biden Bandaríkjaforseta í Delaware í tengslum við rannsókn embættisins á hvarfi leynilegra skjala. Þetta staðfestir lögmaður Bidens í yfirlýsingu.

Erlent
Fréttamynd

Þing­maðurinn ljúgandi hættir við nefnda­setu

Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 

Erlent