Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Versti ósigur KR í Evrópukeppni í 43 ár

KR-ingar steinlágu 7-0 gegn HJK frá Helsinki í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu ytra í dag. Um er að ræða versta tap KR í Evrópukeppni í 43 ár og þann þriðja versta í sögunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjóðhátíð í Þorpinu - myndir

Stuðningsmenn Þórs á Akureyri fögnuðu vel og innilega í kvöld og líklega verða hátíðahöld í Þorpinu eitthvað fram á morgun eftir ótrúlegan sigur liðsins í kvöld í Evrópudeild UEFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1

Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: FH - Eschen-Mauren 2-1

Þrátt fyrir töluverða yfirburði á vellinum náði FH aðeins 2-1 sigri á USV Eschen-Mauren í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna og taka því Hafnfirðingarnir eins marks forystu út í seinni leik liðanna sem fer fram í Liechtenstein eftir viku.

Fótbolti
Fréttamynd

FH til Liechtenstein en ÍBV og Þór fara bæði til Írlands

Það er búið að draga í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta en þrjú íslensk félög voru í pottinum; FH, ÍBV og Þór Akureyri. Norðanmenn, sem eru í 1. deild, fengu sætið af því að þeir komust í bikaúrslitaleikinn í fyrra sem og að bikarmeistarar KR urðu einnig Íslandsmeistarar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dregið í Meistaradeild og Evrópudeild UEFA í dag

Í dag verður dregið í Meistaradeild UEFA sem og Evrópudeild UEFA en fjögur íslensk félög eru í þessum keppnum. Íslandsmeistarar KR eru í potinnum í Meistaradeildinni en FH, ÍBV og Þór Akureyri eru í pottinum í Evrópudeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Falcao afgreiddi Athletic Bilbao - Atlético Madrid vann Evrópudeildina

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao tryggði Atlético Madrid sigur í Evrópudeildinni og sér sérkafla í sögu keppninnar þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Atlético Madrid á Athletic Bilbao í uppgjör tveggja spænskra liða í úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem fram fór í Búkarest í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Falcao getur tryggt sér sögulega tvennu í kvöld

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao getur skrifað nafn sitt í sögubækurnar í kvöld takist honum að vinna Evrópudeildina með félögum sínum í Atletico Madrid. Spænsku liðin Atletico Madrid og Athletic Bilbao mætast þá í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Búkarest en leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.45.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA greiðir um 17 milljarða kr. til félagsliða vegna EM 2012

Stærstu knattspyrnuliðin í Evrópu fá háa greiðslu frá Knattspyrnusambandi Evrópu á þessu ári vegna Evrópumóts karlalandsliða sem fram fer í Póllandi og Úkraínu í sumar. Alls skipta stærstu liðin um 17 milljörðum kr. á milli sín eða sem nemur um 83 milljónum punda.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola um þjálfara Athletic Bilbao: Er sá besti í heimi í dag

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, sparar ekki hrósið til Marcelo Bielsa, þjálfara Athletic Bilbao liðsins sem fór illa með ensku meistarana í Manchester United í tveimur leikjum í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Bilbao vann fyrri leikinn 2-1 í gær eftir að hafa unnið 3-2 sigur á Old Trafford í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Joe Hart: Ég trúi þessu ekki

Joe Hart, markvörður Manchester City, var nálægt því að tryggja Manchester City sæti í átta liða úrslitunum Evrópudeildarinnar í kvöld en skalli hans í lok uppbótartíma fór rétt framhjá og Sporting Lissabon komst áfram á fleiri mörkum á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Sir Alex Ferguson: Við getum ekki kvartað

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, þurfti að horfa upp á sína menn tapa þriðja Evrópuleiknum í röð í kvöld og falla út með sannfærandi hætti á móti spænska liðinu Athletic Bilbao sem yfirspilaði Manchester United lengstum í leikjunum tveimur.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester City skoraði þrjú mörk í seinni en féll samt úr leik

Manchester City getur farið að einbeita sér að baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eins og nágrannar þeirra í Manchester United þrátt fyrir 3-2 sigur á heimavelli á móti portúgalska liðinu Sporting Lissabon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Sporting Lissabon vann fyrri leikinn 1-0 og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Fótbolti