

Ellefu leikir fóru fram í fyrri umferð 16-liða úrslitanna í UEFA-bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld.
David Beckham kom inn á sem varamaður fyrir AC Milan sem gerði 1-1 jafntefli við Werder Bremen í Þýskalandi í kvöld.
CSKA Moskva og Aston Villa gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar sem fór fram á Villa Park í Birmingham.
Dregið var í 32-liða úrslit UEFA-bikarkeppninnar í dag þar sem hæst ber viðureign Werder Bremen og AC Milan.
Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið fara áfram í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða, en dregið verður í 32- og 16-liða úrslit keppninnar á morgun.
Hermann Hreiðarsson nýtti tækifærið vel í kvöld þegar hann var í byrjunarliði Portsmouth í fyrsta sinn í langan tíma. Hann skoraði þriðja og síðasta mark liðsins í 3-0 sigri þess á hollenska liðinu Heerenveen í Evrópukeppni félagsliða.
Hermann Hreiðarsson verður í byrjunarliði Portsmouth en liðið mætir Arnóri Smárasyni og félögum í hollenska úrvalsdeildarliðinu Heerenveen í UEFA-bikarkeppninni í kvöld.
Tvö ensk lið voru í eldlínunni í Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Portsmouth féll úr leik eftir 3-2 tap gegn þýska liðinu Wolfsburg en Aston Villa er komið áfram í 32-liða þrátt fyrir neyðarlegt 2-1 tap á heimavelli fyrir MSK Zilina frá Slóvakíu.
Manchester City varð að gera sér að góðu 0-0 jafntefli við franska liðið PSG í Evrópukeppni félagsliða í kvöld.
Portsmouth og AC milan gerðu í kvöld 2-2 jafntefli í UEFA-bikarkeppninni en Portsmouth komst í 2-0 forystu í leiknum.
Manchester City og Tottenham unnu sína leiki í UEFA-bikarkeppninni nú fyrr í kvöld en bæði liðin léku á útivelli.
Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, greindi frá því í dag að Robinho gæti ekki leikið með liðinu á morgun er það mætir Schalke í UEFA-bikarkeppninni.
Harry Redknapp stjóri Tottenham segir að þrenna Darren Bent í 4-0 sigri liðsins á Dinamo Zagreb í kvöld þýði að hann standi nú fram fyrir lúxusvandamáli við að velja framherja í byrjunarlið sitt.
Mark Hughes stjóri Manchester City hrósaði Brasilíumanninum Robinho eftir 3-2 sigur liðsins á Twente í Evrópukeppninni í kvöld
Tottenham vann í kvöld góðan 4-0 sigur á Dinamo Zagreb í UEFA-bikarkeppninni í knattspyrnu. Manchester City og Aston Villa unnu einnig sína leiki.
Arnór Smárason lék síðustu 25 mínúturnar í leik Wolfsburg og Heerenveen í UEFA-bikarkeppninni.
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, var allt annað en ánægður með dómara leiks sinna manna gegn Braga í UEFA-bikarkeppninni í gær.
Fyrirliðinn Gareth Barry var hetja Aston Villa í kvöld þegar hann tryggði liði sínu 2-1 sigur á Ajax á heimavelli í Uefa bikarnum.
Vandræði Tottenham halda áfram á öllum vígstöðvum og í kvöld tapaði liðið 2-0 fyrir Udinese á útivelli í Evrópukeppni félagsliða.
Juande Ramos segir að gott gengi í UEFA-bikarkeppninni gæti verið sú lyftistöng sem Tottenham þurfi í ensku úrvalsdeildinni.
Svo gæti farið að mjög skuldsett knattspyrnufélög verði útilokuð frá Evrópukeppnunum í knattspyrnu, að sögn David Taylor, framkvæmdarstjóra Knattspyrnusambands Evrópu.
Dregið var í riðlakepppni UEFA-bikarkeppninnar í dag og lentu Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth í riðli með ítölsku risunum í AC Milan.
Tvö mörk frá Peter Crouch í framlengingu leiks Guimares og Portsmouth í Portúgal kom síðarnefnda liðinu í riðlakeppni UEFA-bikarkeppninnar í kvöld.
Aston Villa komst í kvöld áfram í UEFA-bikarkeppninni eftir að hafa gert jafntefli við Litex Lovech frá Búlgaríu á heimavelli.
Brann hlaut þau grimmu örlög í kvöld að falla úr leik í vítaspyrnukeppni í UEFA-bikarkeppninni gegn Deportivo La Coruna á Spáni.
Rosenborg komst í dag í riðlakeppni UEFA-bikarkeppninnar eftir sigur á Bröndby í Þrándheimi í kvöld.
Belgíska liðið Standard Liege sló í dag Everton úr leik í UEFA-bikarkeppninni með því að vinna síðari leik liðanna, 2-1, á heimavelli.
Tottenham hafði heppnina með sér í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við pólska liðið Wisla Krakow á útivelli í síðari leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða.
Marcin Baszczynski, fyrirliði Wisla Krakow, segir pólska liðið staðráðið í að auka á ógæfu enska liðsins Tottenham með því að slá það út úr Evrópukeppni félagsliða í kvöld.
UEFA bikarkeppnin mun frá og með næsta keppnistímabili heita Evrópudeildin eða Europa League.