Samgöngur

Fréttamynd

Komdu út að hjóla...

Í borginni eru margir staðir til að næra sál og líkama. Mörgum finnst gott að ganga, finna lyktina af náttúrunni og njóta útsýnis. Öðrum finnst skemmtilegra að hjóla, vera í síbreytilegu umhverfi innan borgarmarkanna, hjóla meðfram sjónum með vindinn í fangið, upplifa sólsetur með sjávarlykt eða horfa á borgina vakna í hversdagsleikann í upphafi vinnuviku.

Skoðun
Fréttamynd

Skaftá að komast í ham til að flæða yfir hringveginn

Rennsli í Skaftá fór hratt vaxandi við Sveinstind eftir hádegi og er verið að loka hálendisvegum á svæðinu og rýma fjallaskála. Búist er við að hlaupið nái hámarki í byggð eftir tvo sólarhringa og eru líkur taldar á að hringvegurinn í Eldhrauni geti lokast um tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sundabraut - pólitískur ómöguleiki?

Þrátt fyrir mikla efnahagslega niðursveiflu nýtur íslenska ríkið nú betri kjara en áður. Það er afleiðing þeirra róttæku efnahagsaðgerða sem ráðist var í á árunum 2013-16 undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, nú formanns Miðflokksins. Þessa stöðu á að nýta til að byggja upp innviði landsins, ekki hvað síst í samgöngum. En þá skiptir öllu máli að forgangsraða rétt og ráðast í hagkvæmar framkvæmdir þar sem þörfin er mest.

Skoðun
Fréttamynd

Loka vegum vegna Skaft­ár­hlaups

Fjórum vegum verður lokað í kvöld vegna Skaftárhlaupsins. Búist er við að vatn flæði yfir vegi í nálægð við hlaupið og verður þeim lokað frá og með klukkan sjö í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt leiðakerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð

Nýtt kerfi almenningssamgangna hóf göngu sína í Fjarðabyggð í vikunni en með því er stigið stórt skref fram á við í að tengja enn betur saman okkar víðfeðma sveitarfélag . Mig langar því á þessum tímamótum að óska íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með þennan merka áfanga.

Skoðun
Fréttamynd

Rennslið fer minnkandi í Skaftá

Rennsli hefur farið hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind síðustu klukkustundir. Rennslið 412 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14.30 í dag. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu.

Innlent
Fréttamynd

Bíla­tryggingar hækka mjög á meðan slysum fækkar

Bíla­tryggingar hafa hækkað mjög á síðustu árum á sama tíma og bæði um­ferðar­slysum og slösuðum ein­stak­lingum í um­ferðinni fækkar. Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiða­eig­enda (FÍB) gagn­rýnir tryggingar­fé­lögin, lífeyrissjóðina og fjár­mála­eftir­litið fyrir að leyfa þessari þróun að við­gangast.

Neytendur
Fréttamynd

Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig

Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja

Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar.

Innlent
Fréttamynd

Gosið hafi mannast

Í gær mynduðust myndarlegur hraunfoss í hlíðinni ofan við Nátthaga, svo myndarlegur að hann sást frá Suðurstrandavegi. Eldfjallafræðingur telur að gosið hafi mannast.

Innlent
Fréttamynd

Ég panta að græða á PPP

Vorið 1997 var ég staddur á breskum pöbbi í Singapúr þar sem ég var búsettur. Við vorum að fagna, skálað var í kampavíni til að halda uppá stórsigur Tony Blair og breska Verkamannaflokksins í kosningunum í Bretlandi. Við vorum að fagna hruni thatcherismans, eða það héldum við. Little did we know eins og þeir segja á ensku.

Skoðun
Fréttamynd

Gæsavatnaleið lokað og Sprengisandsleið ófær

Gæsavatnaleið norðan Tungnafellsjökuls hefur verið lokað vegna mikilla vatnavaxta. Þá segir einnig í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að Sprengisandsleið sé sögð ófær vegna vatnavaxta í Hagakvísl, skammt norðan Nýjadals.

Innlent
Fréttamynd

Milli­landa­flug fer úr skorðum

Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug.

Innlent
Fréttamynd

Lengsti vegur Grænlands kominn í sextíu kílómetra

Mynd er farin að koma á nýja veginn milli Kangerlussuaq og Sisimiut sem ætlað er að verða lengsti þjóðvegur Grænlands. Búið er að leggja um það bil 60 kílómetra eða yfir þriðjung af 170 kílómetrum. Framkvæmdir halda áfram til loka september en þá verður gert hlé yfir veturinn.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum

Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn.

Innlent
Fréttamynd

Hjól og hundar

Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum.

Skoðun