Samgöngur

Fréttamynd

Hætta af glæfraakstri ökuþóra í Norðurfirði

Ökumenn keyra langt yfir hámarkshraða bæði í Norðurfirði og á Djúpavík. Móðir á svæðinu segir glæfraakstur mikla slysahættu fyrir börn þar um slóðir og að nauðsynlegt sé að bregðast við. Oddviti Árneshrepps gekk strax í málið.

Innlent
Fréttamynd

Víða slæmt ástand á vegum hálendisins

Skortur á viðhaldi og slæmt ástand á vegum hálendisins eru meðal afleiðinga utanvegaakstur. Þetta segir Ólafur Guðmundsson sem hefur kannað ástand vega á hálendinu fyrir sveitarfélög landsins.

Innlent
Fréttamynd

245 hjólum stolið það sem af er ári

Umræða um hjólaþjófnað hefur færst í aukana hér á landi og telur Hörður Guðmundsson, hjólari og hugbúnaðarsérfræðingur, nauðsynlegt að koma upp gagnabanka og útbúa smáforrit með raðnúmerum hjóla til að auðvelt sé að koma þeim aftur til eigenda. Lögreglan segir mikilvægt að þjófnaðurinn sé tilkynntur strax.

Innlent
Fréttamynd

Búið að opna alla vegi á hálendinu

Allir vegir á hálendi Íslands teljast nú færir, samkvæmt nýjasta hálendiskorti Vegagerðarinnar, sem birt var í morgun. Dyngjufjallaleið og Gæsavatnaleið, norðan Vatnajökuls, voru síðastar til að opnast í ár.

Innlent
Fréttamynd

Búið að opna nær alla hálendisvegi

Gæsavatnaleið og Dyngjufjallaleið, norðan Vatnajökuls, ásamt Stórasandi, norðan Langjökuls, eru einu hálendisvegirnir sem enn eru sýndir lokaðir á hálendiskorti Vegagerðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Nauthólsvegur flöskuháls á háannatímum

Leiðakerfi Strætó tekur breytingum frá og með 18. ágúst næstkomandi. Þá mun leið 5 sem ekur frá Árbæ, hætti að keyra um Nauthólsveg þess í stað enda á BSÍ. Formaður samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir brúnna yfir Fossvog vera næsta skref til að bregðast við flöskuhálsinum sem þar myndast á háanna tímum.

Innlent
Fréttamynd

Kynnir áform um einkaframkvæmdir

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt drög að lagasetningu um aðkomu einkaaðila að framkvæmdum við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í kortunum að bæta aðstæður vegna slökkvibíla

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi segir vel athugandi að Vegagerðin, í samráði við Skorradalshrepp, útbúi athafnasvæði, eða snúningsvæði fyrir slökkvilið og slökkvibíla á svæðinu, en að það sé ekki í kortunum eins og staðan sé núna.

Innlent
Fréttamynd

Bíll flaut niður Krossá og hafnaði á göngubrú

Erlent par á ferð um Þórsmörk komst heldur betur í hann krappann í dag þegar þau hugðust þvera Krossá á bifreið sinni, í stað þess að komast klakklaust yfir var dýptin mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir og tók bíllinn að fljóta niður eftir ánni þar til að hann hafnaði á göngubrú yfir ána.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmanotkun dregur verulega úr líkum á alvarlegum heilaskaða

Hjálmanotkun dregur úr líkum á alvarlegum heilaskaða um tæplega sjötíu prósent samkvæmt nýlegri samantektarrannsókn sem náði til tæplega 65 þúsund hjólreiðamanna. Taugasálfræðingur á Reykjalundi telur að borið hafi á rangfærslum í umræðunni um hjálmanotkun upp á síðkastið.

Innlent