Efnahagsmál

Fréttamynd

„Miðað við efna­hags­þróunina hefði verið æski­legt að ganga lengra“

Minnkandi hallarekstur ríkissjóðs ber þess merki að ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands gangi í takt en í ljósi verðbólguþróunar og þenslu í hagkerfinu hefði verið æskilegt að stíga stærri skref í átt að því að eyða hallanum. Þetta kemur fram í umsögnum viðmælenda Innherja um fjárlagafrumvarpið fyrir ári 2023 sem var kynnt í gær.

Innherji
Fréttamynd

ÍL-sjóður „stór ó­vissu­þáttur“ í efna­hag ríkis­sjóðs

Þróun efnahags ÍL-sjóðs, sem áður hét Íbúðalánasjóður, er „stór óvissuþáttur“ í langtímaþróun skulda ríkissjóðs í ljósi þess að efnahagur sjóðsins er bæði umfangsmikill og næmur fyrir breytingum á markaðsaðstæðum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ársins 2023 sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag.

Innherji
Fréttamynd

Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði

Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum.

Innlent
Fréttamynd

Eignir í stýringu Akta lækka um þriðjung, miklar innlausnir í stærstu sjóðunum

Mikill samdráttur einkenndi rekstur og afkomu sjóðastýringarfyrirtækisins Akta, sem hefur vaxið mjög hratt á skömmum tíma, á fyrri helmingi þessa árs samhliða erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum. Akta hagnaðist aðeins um 2,5 milljónir, borið saman við 1,3 milljarða hagnað á sama tíma fyrir ári, og margra milljarða króna útflæði var úr helstu fjárfestingarsjóðum í stýringu félagsins.

Innherji
Fréttamynd

Verðbólgan verður ekki sigruð fyrr en allir róa í sömu átt

Á meðan útlit er fyrir kreppuverðbólgu í mörgum öðrum löndum, tímabil hárrar verðbólgu og efnahagssamdráttar, eru hagvaxtarhorfur hér á landi með besta móti. Í krafti mikils óskuldsetts gjaldeyrisforða, sjálfstæðrar peningastefnu og sjálfbærrar endurnýjanlegar grænnar orku – á tímum þegar mörg önnur Evrópuríki glíma við meiriháttar orkukreppu – höfum við allar forsendur til að vinna smám saman bug á verðbólgunni. Það gerist samt aðeins ef allir armar hagstjórnarinnar róa í sömu átt.

Umræðan
Fréttamynd

Víxlhækkanir vaxta og verðlags

Nú er enn ein stýrivaxtahækkunin orðin að veruleika og eru stýrivextir á Íslandi orðnir fimm og hálft prósent. Í nágrannalöndum okkar þar sem verðbólga er svipuð og hér eru stýrivextir frá núll komma einu prósenti uppí tvö og hálft. Ýmsar ástæður eru tilgreindar vegna hárrar verðbólgu í heiminum en þær helstu lúta að áhrifum af nýliðnum heimsfaraldri og stríði Rússa á hendur Úkraínumönnum. Hér á landi eru ástæður hárrar verðbólgu nokkuð aðrar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárfestar selt úr sjóðum fyrir um tólf milljarða eftir stríðsátökin í Úkraínu

Fjárfestar héldu áfram að selja sig út úr íslenskum verðbréfasjóðum í júlí þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðir hafi rétt verulega úr kútnum í liðnum mánuði. Stöðugt útflæði hefur verið úr hlutabréfasjóðum og blönduðum sjóðum eftir innrás Rússa í Úkraínu í lok febrúar en samanlagt nemur það yfir tólf milljörðum króna frá þeim tíma.

Innherji
Fréttamynd

Tímaspursmál hvenær erlendir sjóðir koma inn á skuldabréfamarkaðinn

Hverfandi hlutdeild erlendra fjárfestingarsjóða á íslenskum skuldabréfamarkaði, sem hefur sjaldan eða aldrei verið minni í sögunni, er „óheppileg“ að mati seðlabankastjóra. Langtímavaxtamunur Íslands við Bandaríkin hefur lítið hækkað þrátt fyrir að ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa hafi rokið upp síðustu misseri og sé í dag nálægt sex prósentum.

Innherji
Fréttamynd

Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“

Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skörp vaxtahækkun liggur í loftinu

Meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 punkta eða meira á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Skiptar skoðanir eru á því hvort Seðlabankinn vilji eiga inni vaxtahækkanir fyrir komandi kjaraviðræður eða senda skýr skilaboð áður en viðræðurnar hefjast.

Innherji
Fréttamynd

Telja að verð­bólgan rjúfi tíu prósenta múrinn

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,5 prósent í ágúst frá júlí. Tólf mánaða verðbólga myndi þá mælast í tíu prósentum en hún hefur ekki rofið þann múr síðan árið 2009. Hagfræðingar Landsbankans eru ósammála þessari spá.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 0,75 prósenta hækkun stýri­vaxta

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir hækki um 0,75 þann 24. ágúst næstkomandi þegar peningastefnunefnd Seðlabankans fundar. Stýrivextir fara þá í 5,5 prósent en vextirnir hafa ekki verið hærri síðan árið 2016.

Viðskipti innlent