

Bróðir sjúkraflutningamanns sem lést í flugslysi við Akureyri sumarið 2013 dregur í efa getu rannsóknarnefndar flugslysa til að skila fullnægjandi niðurstöðum í slíkum málum.
Aðstoðarflugmaður sem lifði af slysið í Hlíðarfjalli 2013 ber að hann hafi varað flugstjórann við lágflugi. Rannsóknarnefnd flugslysa segir stjórnendur hjá Mýflugi ekki hafa sætt sig við frávik frá venjubundnum verkferlum.
Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka.
Tvö önnur banaslys í fluginu eru til rannsóknar hjá nefndinni.
"Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013.
Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum.
Flugstjóri og sjúkraflutningamaður fórust er sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013
Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós
Eitt ár er liðið frá því að TF-MYX, sjúkraflugvél frá flugfélaginu Mýflugi, brotlenti á kappakstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg á Akureyri. Slysið er enn til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Flugmálastjórn sagði flugstjóra í sjúkraflugi mega sveigja reglur ef sjúklingur væri í lífshættu. Óásættanlegt, sagði læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs Akureyri en heilbrigðisráðuneytið gerði svar FMS að sínu.
Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á ókosti þess að hafa tvískipt sjúkraflug á Íslandi en Gæslan og Mýflug sinna sjúkraflugi. Heilbrigðisráðherra boðar skýrslu um framtíðarstefnu í sjúkrafluginu.
Bræðurnir Mikael og Rolf Tryggvasynir sem misstu bróður sinn Pétur Róbert Tryggvason í flugslysinu við Hlíðarfjallsveg takast nú á við bróðurmissinn.
Ríkið greiðir 40 milljónir króna fyrir sjúkrabúnað í nýja sjúkraflugvél Mýflugs. Félagið bar ábyrgð á búnaði sem ríkið átti og eyðilagðist í flugslysinu í ágúst. Óljóst er hvort ríkið geri bótakröfu á Mýflug vegna tjónsins.
Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar, en þeir voru báðir reynslumiklir og virtir flugmenn.
Kristín Dýrfjörð, móðir Sturlu Þórs Friðrikssonar sem fórst í flugslysi í Skerjafirði árið 2000, segir birtingu myndbands af flugslysinu við Hlíðarfjall mikilvæga.
Fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Hann hafi verið hætt kominn í lágflugi Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs.
Banaslys í flugi er eðli málsins samkvæmt viðkvæmt mál. Það þarf að sýna minningu látinna virðingu og tillitssemi gagnvart aðstandendum. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að dregið verði rækilega fram í dagsljósið hvað olli hinu skelfilega slysi – til þess að hægt sé að læra af því og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.
Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu.
Flugslysið við Hlíðarfjall á Akureyri í fyrra sem Vísir hefur fjallað um í dag er það þriðja á rúmum fjórum árum þar sem flugvél var í lágflugi.
Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis.
"Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs.
Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig.
Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar.
Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt
Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni.
Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi.
Flugmaðurinn sem lifði af flugslysið þar sem sjúkraflugvél Mýflugs fórst á braut akstursíþróttafélags Akureyrar fimmta ágúst síðastliðinn hefur nú verið útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001.
Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans.
Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld.