Stangveiði

Fréttamynd

"Þarfnast meiriháttar skoðunar"

Veiðimálastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp sem hefur það meðal annars að markmiði að auðvelda stofnun deilda innan Veiðifélaga og færa þeim aukið vald.

Veiði
Fréttamynd

Sjaldan fleiri laxaseiði í Langá

Nýlegar seiðamælingar í Langá á Mýrum gefa góð fyrirheit. Þrír af fjórum seiðaárgöngum mælast yfir langtímameðaltali. Í nýrri skýrslu er veiðin síðasta sumar krufin til mergjar.

Veiði
Fréttamynd

Stórmerkileg tíðindi frá Írlandi

Þetta er gert til að halda í núverandi viðskiptavini svo og til að tryggja nýliðun í greininni. Vegna þessa munu veiðileyfi í Blackwater lækka um rúmlega 50% á milli áranna 2012 og 2013

Veiði
Fréttamynd

Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg

"Jósef Reynis, arkítekt og Langárbóndi veiddi hér sumarið 1967 fyrsta laxinn á Fjallinu frá því laxastiginn opnaði. Þá vissu menn auðvitað ekkert hvar lax myndi veiðast og leituðu með logandi ljósi. Svo mikil var hamingja hans og veiðifélagans er 12 punda hrygna var komin á land, að þeir skáluðu í Kamparí og helltu góðum slurk í Langá."

Veiði
Fréttamynd

Segir SVFR svikið af Selfyssingum

"Þeir höfðu ekki einu sinni dug í sér að láta okkur vita af svikunum fyrr en við gengum eftir því. Að mati stjórnar SVFR er þetta ódrengileg framkoma og nú spyrjum við okkur hvort við eigum yfirhöfuð samleið með aðilum sem starfa á þennan hátt. Við höfum því ákveðið að endurskoða formlega aðild okkar að Landssambandi stangaveiðifélaga."

Veiði
Fréttamynd

Ársskammtur étinn á þremur dögum

Refur og ágangur veiðimanna í tímaþröng er ógn við rjúpuna segir Þorsteinn Hafþórsson. Miður sé að heyra talsmann umhverfisráðherra segja veiðidaga valda með tilliti til þess að sem verst viðri til veiða.

Veiði
Fréttamynd

Elliðaár teknar út fyrir sviga

Félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur munu ekki eiga á hættu að A-lumsóknir þeirra falli dauðar niður vegna úthlutunar í Elliðánum. Leyfin í ánna verða í sérstökum potti.

Veiði
Fréttamynd

Kvaddi með góðu splassi

Dýrustu veiðitúrarnir eru oftast ekki þeir eftirminnilegustu segir leiðsögumaðurinn Þorsteinn Hafþórsson sem gerir upp veiðisumarið sitt í fjölbreyttum pistli fyrir Veiðivísi.

Veiði
Fréttamynd

Kofi Guðmundar frá Miðdal fær nýtt líf

Frægur veiðikofi fjöllistamannsins Guðmundar Einarssonar frá Miðdal við Stóru-Laxá í Hreppum verður endurgerður í upprunalegri mynd. Um samstarfsverkefni Veiðifélags Stóru-Laxár og leigutaka árinnar, Lax-ár, er að ræða, en kofinn hefur öðlast sess sem eitt helsta kennileiti árinnar í huga veiðimanna sem venja komur sínar á veiðisvæðið.

Veiði
Fréttamynd

Norðurá fer í útboð

Veiðiréttareigendur við Norðurá ætla að setja ána í formlegt útboð. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni.

Veiði
Fréttamynd

Vonast eftir aukahelgum í rjúpnaveiðinni

Stórveiðimaðurinn Þorsteinn Hafþórsson vonar að bætt verði við helgum í rjúpnaveiðinni svo menn fari sér ekki að voða við tvísýnar aðstæður. Í einum dal séu rjúpurnar úttaugaðar vegna refamergðar.

Veiði
Fréttamynd

Aukin veiði á maðk í Dölum umdeild

Skiptar skoðanir eru meðal veiðimanna um þá ákvörðun Stangaveiðifélags Reykjavíkur að lengja tímabilið sem veiði á maðk er leyfileg í Laxá í Dölum.

Veiði
Fréttamynd

Rjúpur detta inn fyrir austan

Veðrið hefur vafist fyrir skotveiðimönnum þá fáu daga sem heimilt hefur verið að ganga til rjúpna. Opnunarhelgin gaf þó dálítið á svæðum Strengja fyrir austan.

Veiði
Fréttamynd

Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum

Engin fæðisskylda verður í Laxá í Dölum næsta sumar. Með þessu bregst Stangaveiðifélag Reykjavíkur við óskum þeirra sem vilja draga úr kostnaði við veiði í betri ám landsins.

Veiði
Fréttamynd

Veiðin 2012: "Menn orðnir góðu vanir"

"Það eru miklu meiri líkur á því að veiðin muni skána á milli ára en var síðasta vor. Veiðin var einfaldlega það afleit í sumar," segir Þorsteinn Þorsteinsson, á Skálpastöðum, þegar hann er beðinn að meta stöðuna í stangveiðinni í lok vertíðar.

Veiði
Fréttamynd

Veiðin 2012: "Fyrst og fremst vantaði göngulax"

Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal.

Veiði