Eldgos og jarðhræringar Fréttamaður í miðju öskufallinu nálægt Fimmvörðuhálsinum „Ég er kominn upp á Fimmvörðuháls við Baldvinsskála. Öskustrókurinn er yfir okkur, við erum í öskufalli en snjórinn er orðinn grár,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar tvö sem var staddur aðeins örfáum kílómetrum fyrir neðan gosið í Eyjafjallajökli. Strókarnir eru um einum kílómeter frá Fimmvörðuhálsinum sjálfum. Innlent 22.3.2010 12:25 Flugbannsvæði stækkað vegna sprengingar Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkaði þónokkuð. Innlent 22.3.2010 11:33 Gosmökkurinn nær átta kílómetra upp í loft - sprungan virðist lengri Á áttunda tímanum í morgun jókst styrkurinn í gosinu á Fimmvörðuhálsi töluvert og er talið að gufusprenging hafi orðið í eldstöðinni. Mikill gufustrókur sést nú frá gosinu og sýna mælitæki að hann nær um átta kílómetra upp í loft. Fljótlega dró þó úr virkninni á nýjan leik. Innlent 22.3.2010 08:22 Ný tækni Gæslunnar gefur nýja innsýn í gosið Til stendur að flugvél Landhelgisgæslunnar fljúgi yfir eldstöðvarnar um hádegisbil og myndi svæðið með innrauðri tækni, til að meta breytingar á landslaginu. Innlent 22.3.2010 07:06 Fumlaus viðbrögð á öllum vígstöðvum Náttúruöflin eru máttug á Íslandi. Á það var minnt um helgina þegar eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi. Fastir pennar 21.3.2010 22:19 Var illa við að skilja dýrin eftir á bænum „Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa. Innlent 21.3.2010 23:03 Tengsl gosa í Eyjafjallajökli við Kötlugos „Það hefur ekki gosið á Fimmvörðuhálsi í fleiri þúsund ár, og ekki hægt að skýra af hverju gýs þarna núna en ekki beint þaðan sem kvikan safnast saman undir háfjallinu,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það eru gossprungur bæði vestan og austan úr Eyjafjallajökli, fyrir ofan Seljalandsfoss og þar sem gýs núna. Fjallið er jú um 700 þúsund ára gamalt þannig að gríðarlegur fjöldi gosa hefur komið upp á svæðinu. Bæði í háfjallinu og sprungunum í hlíðum þess.“ Að minnsta kosti þrjár gossprungur liggja um Fimmvörðuháls, en sú sem nú gýs liggur öðruvísi en hinar tvær. Innlent 21.3.2010 23:03 Þetta er helvíti gaman „Þetta er bara helvíti gaman,“ sagði Gabríel Björnsson, fjórtán ára, sem þurfti að verja aðfaranótt sunnudags í fjöldahjálparmiðstöðinni í grunnskólanum á Hvolsvelli. Hann var vakinn með þeim fregnum að gos væri hafið og þurfti undir eins að yfirgefa bæinn Lindartún í Vestur-Landeyjum ásamt fjölskyldu sinni. Innlent 21.3.2010 23:03 Það hefur verið jarðgosaveður undanfarið „Það hefur verið jarðgosaveður undanfarið, miklar stillur þannig að maður hefur nú búist við þessu,“ segir Jón Gunnar Karlsson, bóndi á Strönd í Vestur-Landeyjum. Innlent 21.3.2010 23:03 Eldgosið ekki í rénun Eldgosið á Fimmvörðuhálsi er ekki í rénun, sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í rannsóknarflugi með flugvél Landhelgisgæslunnar Innlent 21.3.2010 22:35 Hvetur menn til að passa upp á dýrin „Það sem maður hefur verið að leggja til við bændur í dag er að það reyni hver fyrir sig að vera með eigin athuganir," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Innlent 21.3.2010 21:00 Íraksverkefni bandarískra flugliða frestað vegna gossins Bandarísk yfirvöld tilkynntu í dag að för á þriðja hundrað flughermanna til Suðvestur Asíu yrði frestað. Ástæðan er eldgosið á Fimmvörðuhálsi og gosmökkurinn sem hafði áhrif á flugsamgöngur um Ísland í dag. Erlent 21.3.2010 20:31 Jóhanna kynnti sér viðbrögð vegna gossins í dag Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa fengið að kynnast því í dag hversu vel almannavarnakerfið hafi virkað. Viðbragðsáætlun vegna gossins hafi virkað mjög vel. Innlent 21.3.2010 18:44 Segir eldgosið ekki koma á óvart Búast má við því að mikið flúóríð og brennisteinskoltvísýringur fari í loftið vegna eldgossins. Þannig geti loftslagið breyst um tíma, segir Henning Andersen, danskur jarðfræðingur, í samtali við Danmarks Radio. Innlent 21.3.2010 18:04 Lokunum aflétt á Suðurlandsvegi Öllum lokunum hefur verið aflétt á Suðurlandsvegi en þar hefur umferð verið takmörkuð frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi ákvörðun var tekin á aðgerðarstjórnarfundi sem haldinn var á Hellu klukkan þrjú í dag. Innlent 21.3.2010 15:51 Samhæfingarfundur vegna gossins Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður haldinn stöðufundur með vísindamönnum og öðrum sérfræðingum vegna eldgossins núna klukkan þrjú á Hellu. Á fundinum verður lagt mat á stöðuna og hvernig gosið hefur þróast. Innlent 21.3.2010 15:14 Gosið enn í fullum gangi Eldgosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að gosóróinn hafi minnkað um tíu leytið í morgun en síðan rauk hann aftur upp um ellefu leytið og hefur hann gengið í púlsum eftir það en ávallt verið meiri en þegar hann var minnstur klukkan tíu. Innlent 21.3.2010 15:07 Alvarlegt ef gosið hefur áhrif á flugsamgöngur „Fyrstu áhyggjurnar þegar ég heyrði af þessu tengdust fluginu,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 21.3.2010 12:09 Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang. Innlent 21.3.2010 11:41 Um 500 manns bíða í Boston eftir flugi til Íslands Um 500 manns bíða í Boston í Bandaríkjunum eftir því að ná flugi til Íslands. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og lokun flugvalla hefur valdið mikilli truflun á flugi Icelandair. Innlent 21.3.2010 09:20 Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi. Innlent 21.3.2010 08:26 Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða. Innlent 21.3.2010 06:15 Gosið ekki í ís Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira. Innlent 21.3.2010 05:41 Gos hafið í Eyjafjallajökli Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf. Innlent 21.3.2010 00:46 Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur verið látin vita af gangi mála í Eyjafjallajökli, segir Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Innlent 21.3.2010 02:28 Gosið virðist byrja rólega Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Innlent 21.3.2010 01:51 Fólk safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli Íbúar í Fljótshlíð, Landeyjum, Þykkvabæ og annar staðar í nágrenni við Eyjafjallajökul eru nú að safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru íbúar skráðir niður og þurfa að hafast við í nótt á dýnum eða í bílum en í öruggu skjóli frá jöklinum. Mikill mannfjöldi er saman komin þar nú en vitað var að rúmlega 600 hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín yrði gos í jöklinum en auk þess eru ferðamenn á staðnum. Innlent 21.3.2010 02:38 Gosið sést frá Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973. Innlent 21.3.2010 01:20 Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð Eldgos hófst í austan verðum Eyjafjallajökli upp úr klukkan tólf í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og brottflutningur er hafinn á fólki í nágrenni gostöðvanna. Víðir Reynisson aðgerðarstjóri hjá Almannavörnum Innlent 21.3.2010 01:41 Þýsk fjölskylduþáttaröð um ævintýraeyjuna Ísland „Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Lífið 15.3.2010 20:45 « ‹ 127 128 129 130 131 132 … 132 ›
Fréttamaður í miðju öskufallinu nálægt Fimmvörðuhálsinum „Ég er kominn upp á Fimmvörðuháls við Baldvinsskála. Öskustrókurinn er yfir okkur, við erum í öskufalli en snjórinn er orðinn grár,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar tvö sem var staddur aðeins örfáum kílómetrum fyrir neðan gosið í Eyjafjallajökli. Strókarnir eru um einum kílómeter frá Fimmvörðuhálsinum sjálfum. Innlent 22.3.2010 12:25
Flugbannsvæði stækkað vegna sprengingar Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkaði þónokkuð. Innlent 22.3.2010 11:33
Gosmökkurinn nær átta kílómetra upp í loft - sprungan virðist lengri Á áttunda tímanum í morgun jókst styrkurinn í gosinu á Fimmvörðuhálsi töluvert og er talið að gufusprenging hafi orðið í eldstöðinni. Mikill gufustrókur sést nú frá gosinu og sýna mælitæki að hann nær um átta kílómetra upp í loft. Fljótlega dró þó úr virkninni á nýjan leik. Innlent 22.3.2010 08:22
Ný tækni Gæslunnar gefur nýja innsýn í gosið Til stendur að flugvél Landhelgisgæslunnar fljúgi yfir eldstöðvarnar um hádegisbil og myndi svæðið með innrauðri tækni, til að meta breytingar á landslaginu. Innlent 22.3.2010 07:06
Fumlaus viðbrögð á öllum vígstöðvum Náttúruöflin eru máttug á Íslandi. Á það var minnt um helgina þegar eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi. Fastir pennar 21.3.2010 22:19
Var illa við að skilja dýrin eftir á bænum „Auðvitað bregður manni fyrst en við urðum strax rórri þegar okkur var tjáð að þetta væri lítið gos,“ segir Vilborg Alda Jónsdóttir, bóndi í Hvítanesi í Vestur-Landeyjum, þegar henni var tilkynnt að byrjað væri að gjósa. Innlent 21.3.2010 23:03
Tengsl gosa í Eyjafjallajökli við Kötlugos „Það hefur ekki gosið á Fimmvörðuhálsi í fleiri þúsund ár, og ekki hægt að skýra af hverju gýs þarna núna en ekki beint þaðan sem kvikan safnast saman undir háfjallinu,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. „Það eru gossprungur bæði vestan og austan úr Eyjafjallajökli, fyrir ofan Seljalandsfoss og þar sem gýs núna. Fjallið er jú um 700 þúsund ára gamalt þannig að gríðarlegur fjöldi gosa hefur komið upp á svæðinu. Bæði í háfjallinu og sprungunum í hlíðum þess.“ Að minnsta kosti þrjár gossprungur liggja um Fimmvörðuháls, en sú sem nú gýs liggur öðruvísi en hinar tvær. Innlent 21.3.2010 23:03
Þetta er helvíti gaman „Þetta er bara helvíti gaman,“ sagði Gabríel Björnsson, fjórtán ára, sem þurfti að verja aðfaranótt sunnudags í fjöldahjálparmiðstöðinni í grunnskólanum á Hvolsvelli. Hann var vakinn með þeim fregnum að gos væri hafið og þurfti undir eins að yfirgefa bæinn Lindartún í Vestur-Landeyjum ásamt fjölskyldu sinni. Innlent 21.3.2010 23:03
Það hefur verið jarðgosaveður undanfarið „Það hefur verið jarðgosaveður undanfarið, miklar stillur þannig að maður hefur nú búist við þessu,“ segir Jón Gunnar Karlsson, bóndi á Strönd í Vestur-Landeyjum. Innlent 21.3.2010 23:03
Eldgosið ekki í rénun Eldgosið á Fimmvörðuhálsi er ekki í rénun, sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í rannsóknarflugi með flugvél Landhelgisgæslunnar Innlent 21.3.2010 22:35
Hvetur menn til að passa upp á dýrin „Það sem maður hefur verið að leggja til við bændur í dag er að það reyni hver fyrir sig að vera með eigin athuganir," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. Innlent 21.3.2010 21:00
Íraksverkefni bandarískra flugliða frestað vegna gossins Bandarísk yfirvöld tilkynntu í dag að för á þriðja hundrað flughermanna til Suðvestur Asíu yrði frestað. Ástæðan er eldgosið á Fimmvörðuhálsi og gosmökkurinn sem hafði áhrif á flugsamgöngur um Ísland í dag. Erlent 21.3.2010 20:31
Jóhanna kynnti sér viðbrögð vegna gossins í dag Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa fengið að kynnast því í dag hversu vel almannavarnakerfið hafi virkað. Viðbragðsáætlun vegna gossins hafi virkað mjög vel. Innlent 21.3.2010 18:44
Segir eldgosið ekki koma á óvart Búast má við því að mikið flúóríð og brennisteinskoltvísýringur fari í loftið vegna eldgossins. Þannig geti loftslagið breyst um tíma, segir Henning Andersen, danskur jarðfræðingur, í samtali við Danmarks Radio. Innlent 21.3.2010 18:04
Lokunum aflétt á Suðurlandsvegi Öllum lokunum hefur verið aflétt á Suðurlandsvegi en þar hefur umferð verið takmörkuð frá því eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Þessi ákvörðun var tekin á aðgerðarstjórnarfundi sem haldinn var á Hellu klukkan þrjú í dag. Innlent 21.3.2010 15:51
Samhæfingarfundur vegna gossins Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna verður haldinn stöðufundur með vísindamönnum og öðrum sérfræðingum vegna eldgossins núna klukkan þrjú á Hellu. Á fundinum verður lagt mat á stöðuna og hvernig gosið hefur þróast. Innlent 21.3.2010 15:14
Gosið enn í fullum gangi Eldgosið í Eyjafjallajökli er enn í fullum gangi að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að gosóróinn hafi minnkað um tíu leytið í morgun en síðan rauk hann aftur upp um ellefu leytið og hefur hann gengið í púlsum eftir það en ávallt verið meiri en þegar hann var minnstur klukkan tíu. Innlent 21.3.2010 15:07
Alvarlegt ef gosið hefur áhrif á flugsamgöngur „Fyrstu áhyggjurnar þegar ég heyrði af þessu tengdust fluginu,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Innlent 21.3.2010 12:09
Formaður norska Framfaraflokksins heillaður af gosinu Siv Jensen, formaður norska Framfaraflokksins, segir að hún sé heilluð af miklum kröftum íslenskrar náttúru. Siv er stödd hér á landi ásamt 120 flokksfélögum sínum segir norska blaðið Verdens Gang. Innlent 21.3.2010 11:41
Um 500 manns bíða í Boston eftir flugi til Íslands Um 500 manns bíða í Boston í Bandaríkjunum eftir því að ná flugi til Íslands. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi og lokun flugvalla hefur valdið mikilli truflun á flugi Icelandair. Innlent 21.3.2010 09:20
Fóru í leyfisleysi á Fimmvörðuháls og festu sig Tveir vísindamenn sem fóru í leyfisleysi upp á Fimmvörðuháls til að virða fyrir sér gosið festust þar á bíl sínum í nótt. Tveir menn frá björgunarsveitinni Víkverja í Vík gerðu sér far upp á Fimmvörðuháls til þess að hjálpa þeim og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli eru þeir á leið niður. Lögreglan segir það mjög ámælisvert af mönnunum að fara þessa leið við þær aðstæður sem nú eru uppi. Innlent 21.3.2010 08:26
Þrír flugvellir lokaðir vegna gossins Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli hefur verið lokað þar til ítarlegri upplýsingar um gosið í Eyjafjallajökli liggja fyrir. Þetta er gert samkvæmt viðbúnaðaráætlun Flugstoða. Innlent 21.3.2010 06:15
Gosið ekki í ís Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að bjarminn sem kemur frá gosinu bendi til þess að þarna komi glóandi kvika. Gosið komi ekki upp í ís því þá væri gjóskufjallið meira. Innlent 21.3.2010 05:41
Gos hafið í Eyjafjallajökli Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf. Innlent 21.3.2010 00:46
Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur verið látin vita af gangi mála í Eyjafjallajökli, segir Víðir Reynisson, yfirmaður almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Innlent 21.3.2010 02:28
Gosið virðist byrja rólega Gosið í Eyjafjallajökli sést hvorki á radar né mjög glöggt á jarðskjálftamælum, segir Steinunn Jakobsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni. Innlent 21.3.2010 01:51
Fólk safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli Íbúar í Fljótshlíð, Landeyjum, Þykkvabæ og annar staðar í nágrenni við Eyjafjallajökul eru nú að safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli. Þar eru íbúar skráðir niður og þurfa að hafast við í nótt á dýnum eða í bílum en í öruggu skjóli frá jöklinum. Mikill mannfjöldi er saman komin þar nú en vitað var að rúmlega 600 hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín yrði gos í jöklinum en auk þess eru ferðamenn á staðnum. Innlent 21.3.2010 02:38
Gosið sést frá Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum segist sjá smá bjarma í vestanverðum Eyjafjallajökli. Bjarminn sé kki mikill og sjáist ekki vel. Lögreglan segir að mikið að fólki í Vestmannaeyjum sé úti í Hrauni að fylgjast með. Lögreglan segir að fólki í Vestmanneyjum sé nokkuð brugðið enda muna Eyjamenn gosið í Heimakletti 1973. Innlent 21.3.2010 01:20
Gosbjarmi frá Eyjafjallajökli og öskufall í byggð Eldgos hófst í austan verðum Eyjafjallajökli upp úr klukkan tólf í nótt. Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi og brottflutningur er hafinn á fólki í nágrenni gostöðvanna. Víðir Reynisson aðgerðarstjóri hjá Almannavörnum Innlent 21.3.2010 01:41
Þýsk fjölskylduþáttaröð um ævintýraeyjuna Ísland „Willi segir ekki eitt orð um Ice-save eða fjármálakrísur," segir framleiðandinn Heimir Jónasson. Lífið 15.3.2010 20:45