Mikill áhugi á að fræðast um eldgosið Brjánn Jónasson skrifar 31. ágúst 2011 03:15 Ferðamenn geta horft á heimildarmynd um gosið í Eyjafjallajökli í gestastofunni, og sumir verða fyrir miklum áhrifum af henni segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Mynd/Ólafur Eggertsson Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. Áhuginn á gosstofunni kemur Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, ekki á óvart. „Við vorum farin að skynja mikinn áhuga á því að fræðast um gosið og afleiðingar þess, sérstaklega hér þar sem gosið hafði mikil áhrif,“ segir Ólafur. „En þetta hefur gengið framar vonum og við erum mjög þakklát fyrir það.“ Hann segir ferðamennina ánægða með að heimamenn sem upplifðu áhrif gossins á eigin skinni segi frá þeirra upplifun. Guðný A. Valberg, eiginkona Ólafs, hefur ásamt dætrum þeirra borið hitann og þungann af rekstri gestastofunnar, en Ólafur hefur einnig lýst upplifun sinni af gosinu fyrir ferðamönnum þegar vel stendur á.Jörðin á bænum Þorvaldseyri var þakin ösku eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ferðamenn sem skoða gestastofu við bæinn geta tekið með sér ösku til minningar um heimsóknina.Vísir/PjeturÍ gestastofunni má finna myndir og aðrar minjar úr gosinu, auk þess sem 20 mínútna heimildarmynd Sveins M. Sveinssonar um gosið er sýnd í bíósal með 60 sætum. „Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta.“ Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja gestastofuna heim, en Íslendingar sýna henni einnig talsverðan áhuga, segir Ólafur. Stofan verður opin út september, og jafnvel eitthvað í október ef aðsókn verður nægilega mikil. Þá verður hægt að opna sérstaklega fyrir hópa. Gestastofan verður svo opnuð aftur næsta sumar. Ólafur segir gestastofuna ágæta aukabúgrein. „Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara. Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“Ólafur Eggertsson Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Meira en sextán þúsund ferðamenn hafa skoðað gestastofu með minjum og myndum frá eldgosinu í Eyjafjallajökli sem starfrækt hefur verið við bæinn Þorvaldseyri í sumar. Stofan var opnuð 14. apríl, ári eftir að gosið hófst. Áhuginn á gosstofunni kemur Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, ekki á óvart. „Við vorum farin að skynja mikinn áhuga á því að fræðast um gosið og afleiðingar þess, sérstaklega hér þar sem gosið hafði mikil áhrif,“ segir Ólafur. „En þetta hefur gengið framar vonum og við erum mjög þakklát fyrir það.“ Hann segir ferðamennina ánægða með að heimamenn sem upplifðu áhrif gossins á eigin skinni segi frá þeirra upplifun. Guðný A. Valberg, eiginkona Ólafs, hefur ásamt dætrum þeirra borið hitann og þungann af rekstri gestastofunnar, en Ólafur hefur einnig lýst upplifun sinni af gosinu fyrir ferðamönnum þegar vel stendur á.Jörðin á bænum Þorvaldseyri var þakin ösku eftir eldgosið í Eyjafjallajökli. Ferðamenn sem skoða gestastofu við bæinn geta tekið með sér ösku til minningar um heimsóknina.Vísir/PjeturÍ gestastofunni má finna myndir og aðrar minjar úr gosinu, auk þess sem 20 mínútna heimildarmynd Sveins M. Sveinssonar um gosið er sýnd í bíósal með 60 sætum. „Myndin er mjög vinsæl, margir kaupa hana og taka með sér heim,“ segir Ólafur. „Við skynjum það oft að fólk verður fyrir miklum áhrifum við að sjá hana, sumir taka þetta mjög inn á sig og skilja ekki hvernig við komumst í gegnum þetta.“ Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja gestastofuna heim, en Íslendingar sýna henni einnig talsverðan áhuga, segir Ólafur. Stofan verður opin út september, og jafnvel eitthvað í október ef aðsókn verður nægilega mikil. Þá verður hægt að opna sérstaklega fyrir hópa. Gestastofan verður svo opnuð aftur næsta sumar. Ólafur segir gestastofuna ágæta aukabúgrein. „Þetta er töluverð búbót, en við leggjum líka mikið á okkur til að halda þessu gangandi. En þetta var augljóslega gott tækifæri og engin ástæða til að láta það fram hjá sér fara. Auðvitað kostaði talsvert mikið að koma þessu í gang, en það hefur verið þess virði.“Ólafur Eggertsson
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Sjá meira