Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Um fimm­tíu bílar við lokunarpóst

Mikill fjöldi fólks bíður nú við lokunarpóst að Grindavík eftir því að komast inn í bæinn til að sækja dótið sitt. Lögregla vísar fólki burt. Veðurstofan sagði í morgun svigrúm til aðgerða í bænum en almannavarnir vinna enn að skipulagði aðgerða. 

Innlent
Fréttamynd

Bátar verði fluttir úr höfninni

Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn.

Innlent
Fréttamynd

„Nú er bið­staða“

Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Meta á­hættuna á verðmætabjörgun í Grinda­vík

Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess.

Innlent
Fréttamynd

Auknar líkur á að kvika geti komið upp á hafs­botni

Auknar líkur eru á að kvika geti komið upp á hafsbotni, en verulegar líkur eru á að kvikan nái að brjóta sér leið til yfirborðs. Þá er ekki hægt að gera ráð fyrir því að gosórói sjáist á mælum áður en eldgos hefst.

Innlent
Fréttamynd

Dvínandi virkni geti þýtt að stutt sé í gos

Jarðskjálfti yfir þremur að stærð mældist síðast klukkan 18:20. Náttúruvársérfræðingur segir ýmislegt geta úrskýrt dvínandi virkni, reynslan sýni að skjálftavirkni falli niður rétt fyrir gos.

Innlent
Fréttamynd

Um 250 gælu­dýr enn í Grinda­vík

Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hafa safnað lista með tæplega 250 dýrum sem eru enn í Grindavík. Sjálfboðaliði segir samtökin tilbúin að fara inn í bæinn til að bjarga dýrum um leið og aðstæður leyfa. Samtökin geri sér grein fyrir því að ekki muni öll dýrin koma heil út úr ástandinu.

Innlent
Fréttamynd

Saknar 67 gælu­dýra sinna sem urðu eftir í Grinda­vík

Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík áður en bærinn var rýmdur í gær. Hann ætlaði að snúa aftur í dag en nú er það ekki lengur hægt. Eftir eru 40 dúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Miðað við nýjustu fréttir er óljóst hvað verður um dýrin.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gos geti brotist út á næstu klukku­tímum

Sviðsstjóri almannavarna segir að staðan í Grindavík sé alvarlegri en hún var fyrr í dag. Ljóst sé að það verði eldgos og að það gæti gerst hvenær sem er á næstu klukkustundum. Þá muni eldgosið ekki gera vart við sig áður en það brýst út.

Innlent
Fréttamynd

Búa heima hjá manni sem þau hafa aldrei hitt

Heilt bæjarfélag þurfti að gista fjarri heimilum sínum í nótt. Einhverjir leituðu til ættingja og vina og aðrir til fjöldahjálparstöðva Rauða krossins. Þegar fréttastofu bar þar að garði á ellefta tímanum í morgun var ansi þungt yfir fólki sem virtist þó gera það besta úr stöðunni. Flestir voru af erlendu bergi brotnir, margir með börn.

Innlent
Fréttamynd

Kvika á 800 metra dýpi og auknar líkur á eld­gosi

Veðurstofan greinir frá því að samkvæmt nýjustu gögnum hafa líkur á eldgosi aukist frá því í morgun og gæti það hafist hvenær sem er á næstu dögum. Þá liggur kvika á 800 metra dýpi þar sem hún er grynnst. Einnig eru auknar líkur á eldgosi á hafsbotni og því þurfi að búa sig undir möguleika á sprengigosi.

Innlent
Fréttamynd

„Hugur minn er allur hjá fólkinu mínu“

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá fólkinu sínu í Grindavík vegna atburða gærkvöldsins. Hann segir um að ræða ofboðslegt áfall og er þakklátur fyrir aðstoðina. 

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar fá ekki að fara heim næstu daga

Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum.

Innlent
Fréttamynd

Veður­stofan: Kvikuflæðið marg­falt á við það sem áður hefur mælst

Hraði aflögunarinnar sem mælst hefur í GPS gögnum í umbrotunum á Reykjanesskaga nú er margfaldur á við það sem mældist í fyrri jarðhræringum á Reykjanesskaga. Kvikuflæðið er sömuleiðis margfalt meira. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Ólíklegt er talið að kvika komi upp á hafsbotni en líkur á eldgosi á næstunni verða að teljast verulegar.

Innlent