Umfjöllun: Sviss - Ísland 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2019 19:15 Martin skoraði 28 stig og var stigahæstur í íslenska liðinu. vísir/bára Draumur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta um að komast á þriðja Evrópumótið í röð er úr sögunni eftir 24 stiga tap fyrir Sviss, 109-85, á útivelli í H-riðli forkeppni undankeppni EM 2021 í kvöld. Ísland var í góðri stöðu fyrir leikinn og mátti tapa með 19 stigum og samt komist á næsta stig undankeppninnar. En nánast allt fór úrskeiðis hjá íslenska liðinu í kvöld. Það byrjaði reyndar vel og var átta stigum yfir, 21-29, fyrir lokasókn Sviss í 1. leikhluta. Þar setti Dusan Mladjan niður þrist og fékk víti að auki sem hann kláraði. Staðan var því 25-29, Íslandi í vil eftir 1. leikhluta. Martin Hermannsson var sjóðheitur í honum og skoraði tólf stig og þriggja stiga nýting Íslands var lygilega góð, eða 75%. Annar leikhlutinn var afleitur hjá íslenska liðinu. Sviss vann hann með ellefu stigum, 29-18, og var sjö stigum yfir í hálfleik, 54-47. Roberto Kovac, sem leikur með ÍR í Domino's deildinni á næsta tímabili, reyndist Íslendingum erfiður og skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands lagaðist örlítið í 3. leikhluta og Martin hitnaði aftur í sókninni. Svisslendingar fóru hins vegar illa með Íslendinga í fráköstunum, sérstaklega Clint Capela, leikmaður Houston Rockets, sem tók 15 fráköst í leiknum. Staðan eftir 3. leikhluta var 77-66, Sviss í vil og heimamenn áttu því enn mikið verk óunnið. Fjórði leikhlutinn var svo sá versti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. Vörnin var afleit og Svisslendingar skoruðu að vild. Þeir juku muninn smám saman og léku af mikilli sannfæringu. Í raun hefðu Svisslendingar getað komið sér í betri stöðu mun fyrr ef þeir hefðu nýtt vítaskotin sín betur. Sviss var aðeins með 51% vítanýtingu í leiknum. Á endanum munaði 24 stigum á liðunum, 109-85. Martin var stigahæstur í íslenska liðinu með 28 stig. Hann lék lausum hala í 1. leikhluta en þurfti að hafa mun meira fyrir hlutunum eftir það. Martin nýtti sjö af tíu skotum sínum utan af velli og ellefu af tólf vítaskotum. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 14 stig en átti erfitt uppdráttar gegn Capela í frákastabaráttunni. Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og þeir Pavel Ermolinskij og Jón Axel Guðmundsson skoruðu tíu stig hvor. Körfubolti
Draumur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta um að komast á þriðja Evrópumótið í röð er úr sögunni eftir 24 stiga tap fyrir Sviss, 109-85, á útivelli í H-riðli forkeppni undankeppni EM 2021 í kvöld. Ísland var í góðri stöðu fyrir leikinn og mátti tapa með 19 stigum og samt komist á næsta stig undankeppninnar. En nánast allt fór úrskeiðis hjá íslenska liðinu í kvöld. Það byrjaði reyndar vel og var átta stigum yfir, 21-29, fyrir lokasókn Sviss í 1. leikhluta. Þar setti Dusan Mladjan niður þrist og fékk víti að auki sem hann kláraði. Staðan var því 25-29, Íslandi í vil eftir 1. leikhluta. Martin Hermannsson var sjóðheitur í honum og skoraði tólf stig og þriggja stiga nýting Íslands var lygilega góð, eða 75%. Annar leikhlutinn var afleitur hjá íslenska liðinu. Sviss vann hann með ellefu stigum, 29-18, og var sjö stigum yfir í hálfleik, 54-47. Roberto Kovac, sem leikur með ÍR í Domino's deildinni á næsta tímabili, reyndist Íslendingum erfiður og skoraði 18 stig í fyrri hálfleik. Varnarleikur Íslands lagaðist örlítið í 3. leikhluta og Martin hitnaði aftur í sókninni. Svisslendingar fóru hins vegar illa með Íslendinga í fráköstunum, sérstaklega Clint Capela, leikmaður Houston Rockets, sem tók 15 fráköst í leiknum. Staðan eftir 3. leikhluta var 77-66, Sviss í vil og heimamenn áttu því enn mikið verk óunnið. Fjórði leikhlutinn var svo sá versti hjá íslenska liðinu í undankeppninni. Vörnin var afleit og Svisslendingar skoruðu að vild. Þeir juku muninn smám saman og léku af mikilli sannfæringu. Í raun hefðu Svisslendingar getað komið sér í betri stöðu mun fyrr ef þeir hefðu nýtt vítaskotin sín betur. Sviss var aðeins með 51% vítanýtingu í leiknum. Á endanum munaði 24 stigum á liðunum, 109-85. Martin var stigahæstur í íslenska liðinu með 28 stig. Hann lék lausum hala í 1. leikhluta en þurfti að hafa mun meira fyrir hlutunum eftir það. Martin nýtti sjö af tíu skotum sínum utan af velli og ellefu af tólf vítaskotum. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 14 stig en átti erfitt uppdráttar gegn Capela í frákastabaráttunni. Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og þeir Pavel Ermolinskij og Jón Axel Guðmundsson skoruðu tíu stig hvor.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti