Norsku stelpurnar í undanúrslit en þær sænsku sátu eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 13:00 Norsku stelpurnar fagna sigri á HM í Japan. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru komin í undanúrslit á HM í Japan eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í dag. Þórir heldur því áfram að gera frábæra hluti með norska liðið sem á enn á ný möguleika á að vinna verðlaun á stórmóti undir stjórn Selfyssingsins. Noregur vann leikinn 32-29 og sá til þess að Þýskaland komst ekki áfram í undanúrslitin. Noregur mætir Spáni í undanúrslitunum en Holland og Rússland spila síðan í hinum undanúrslitaleiknum. Norska liðinu nægði jafntefli en mátti alls ekki tapa. Jafntefli hefði einnig dugað þýsku stelpunum til að komast áfram. Í undanúrslitum á HM fyrir tveimur árum voru Holland, Noregur, Svíþjóð og Frakkland. Norsku stelpurnar hafa verið í undanúrslitum heimsmeistaramótsins þrjár HM-keppnir í röð og komist í úrslitaleikinn á þeim síðustu tveimur. Sænsku stelpurnar þurftu líka sigur í sínum leik til að komast í undanúrslitin en urðu að sætta sig við þriggja marka tap á móti Svartfjallalandi, 26-23. Tapleikir Svía og Þjóðverjar, sem hefðu komist í undanúrslit með sigri í lokaumferðinni, þýða að þau enda bæði í fjórða sætinu í sínum milliriðli og spila því um sjöunda sætið í keppninni. Kari Skaar Brattset var markahæst í norska liðinu með sex mörk en þær Emilie Hegh Arntzen, Stine Bredal Oftedal og Marit Rosberg Jacobsen skoruðu allar fimm mörk í leiknum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal var síðan kosin besti maður vallarins en auk fimm marka þá gaf hún 9 stoðsendingar. Markvörðurinn Silje Margaretha Solberg varð fjórtán skot í leiknum en mörg þeirra voru afar mikilvæg á lokakafla leiksins. Norska liðið skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins og var 17-16 yfir í hálfleik. Liðið vann síðan fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks 5-1 og náði fimm marka forystu sem þær lifðu síðan á út leikinn.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:Milliriðill eitt Holland - Suður Kórea 40-33 Serbía - Danmörk 26-26 Noregur - ÞýskalandLokastaðan í milliriðli eitt: Noregur 8 Holland 6 Þýskaland 5 Serbía 4 Danmörk 4 Suður Kórea 2Milliriðill tvö Spánn - Rússland 26-36 Rúmenía - Japan 20-37 Svartfjallaland - SvíþjóðLokastaðan í milliriðli tvö: Rússland 10 Spánn 7 Svartfjallaland 6 Svíþjóð 5 Hapan 2 Rúmenía 0Undanúrslitin á HM í ár: Noregur - Spánn Rússland - HollandLeikur um fimta sætið: Serbía-SvartfjallalandLeikur um sjöunda sætið: Þýskaland-Svíþjóð Handbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta eru komin í undanúrslit á HM í Japan eftir þriggja marka sigur á Þjóðverjum í dag. Þórir heldur því áfram að gera frábæra hluti með norska liðið sem á enn á ný möguleika á að vinna verðlaun á stórmóti undir stjórn Selfyssingsins. Noregur vann leikinn 32-29 og sá til þess að Þýskaland komst ekki áfram í undanúrslitin. Noregur mætir Spáni í undanúrslitunum en Holland og Rússland spila síðan í hinum undanúrslitaleiknum. Norska liðinu nægði jafntefli en mátti alls ekki tapa. Jafntefli hefði einnig dugað þýsku stelpunum til að komast áfram. Í undanúrslitum á HM fyrir tveimur árum voru Holland, Noregur, Svíþjóð og Frakkland. Norsku stelpurnar hafa verið í undanúrslitum heimsmeistaramótsins þrjár HM-keppnir í röð og komist í úrslitaleikinn á þeim síðustu tveimur. Sænsku stelpurnar þurftu líka sigur í sínum leik til að komast í undanúrslitin en urðu að sætta sig við þriggja marka tap á móti Svartfjallalandi, 26-23. Tapleikir Svía og Þjóðverjar, sem hefðu komist í undanúrslit með sigri í lokaumferðinni, þýða að þau enda bæði í fjórða sætinu í sínum milliriðli og spila því um sjöunda sætið í keppninni. Kari Skaar Brattset var markahæst í norska liðinu með sex mörk en þær Emilie Hegh Arntzen, Stine Bredal Oftedal og Marit Rosberg Jacobsen skoruðu allar fimm mörk í leiknum. Fyrirliðinn Stine Bredal Oftedal var síðan kosin besti maður vallarins en auk fimm marka þá gaf hún 9 stoðsendingar. Markvörðurinn Silje Margaretha Solberg varð fjórtán skot í leiknum en mörg þeirra voru afar mikilvæg á lokakafla leiksins. Norska liðið skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiksins og var 17-16 yfir í hálfleik. Liðið vann síðan fyrstu fimm mínútur seinni hálfleiks 5-1 og náði fimm marka forystu sem þær lifðu síðan á út leikinn.Úrslitin á HM kvenna í handbolta í dag:Milliriðill eitt Holland - Suður Kórea 40-33 Serbía - Danmörk 26-26 Noregur - ÞýskalandLokastaðan í milliriðli eitt: Noregur 8 Holland 6 Þýskaland 5 Serbía 4 Danmörk 4 Suður Kórea 2Milliriðill tvö Spánn - Rússland 26-36 Rúmenía - Japan 20-37 Svartfjallaland - SvíþjóðLokastaðan í milliriðli tvö: Rússland 10 Spánn 7 Svartfjallaland 6 Svíþjóð 5 Hapan 2 Rúmenía 0Undanúrslitin á HM í ár: Noregur - Spánn Rússland - HollandLeikur um fimta sætið: Serbía-SvartfjallalandLeikur um sjöunda sætið: Þýskaland-Svíþjóð
Handbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira