Fréttir Fyrirskipar forsætisráðuneytinu að fara yfir ferla Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur beðið ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um að farið verði yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu, þegar piparúða var beitt á mótmælendur fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun. Innlent 31.5.2024 15:53 „Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Innlent 31.5.2024 15:05 Eldgosið í beinni útsendingu Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Gos hófst á svæðinu þann 29. maí síðastliðinn. Innlent 31.5.2024 15:02 Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. Innlent 31.5.2024 14:40 Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. Innlent 31.5.2024 14:07 Tuttugu sendlar Wolt eiga yfir höfði sér kæru Um tuttugu manns sem afhent hafa sendingar á vegum Wolt eiga yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda hér á landi. Lögreglan segir ábyrgð atvinnurekenda í málum sem þessa töluverða. Innlent 31.5.2024 13:48 Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. Innlent 31.5.2024 13:43 Gætu gloprað niður sigrinum eða tryggt sér hann í kvöld Allt sem forsetaframbjóðendur gera nú á siðasta degi kosningabaráttunnar getur skipt sköpum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Athyglisverð átök hafi komið fram milli frambjóðenda í kappræðum gærkvöldsins. Innlent 31.5.2024 13:27 Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. Innlent 31.5.2024 13:06 Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loftárásir Bandarískir og breskir hermenn gerðu loftárásir gegn Hútum í Jemen í nótt. Forsvarsmenn Húta segja sextán hafa fallið í árásunum og 42 hafa særst en í kjölfarið segjast Hútar hafa gert árás á bandaríska flugmóðurskipið USS Dwight D. Eisenhower. Erlent 31.5.2024 11:57 Þarf að greiða fyrrverandi 137 milljarða í kjölfar framhjáhalds Suðurkóreskur auðjöfur hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 137 milljarða króna, í kjölfar skilnaðar þeirra. Erlent 31.5.2024 11:52 Viðhald eigna og verðmætabjörgun í Grindavík í dag Mikið hefur dregið úr virkni eldgossins. Hraunrennsli er aðallega á svæðinu í kringum Hagafell. GPS mælingar sýndu að land í Svartsengi seig um fimmtán sentimetra þegar kvika hljóp þaðan í fyrradag áður en eldgosið hófst. Skjálftavirkni er lítil á svæðinu og gosórói helst nokkuð stöðugur. Innlent 31.5.2024 11:48 Piparúða beitt gegn mótmælendum í Skuggasundi Í hádegisfréttum verður fjallað um átök sem brutust út á milli mótmælenda og lögreglu í morgun. Innlent 31.5.2024 11:36 Maðurinn sem féll í Fnjóská fannst látinn Tvítugur karlmaður sem féll í Fnjóská á sjöunda tímanum í gærkvöldi fannst látinn. Leit hefur staðið yfir að honum síðan klukkan 18:30 í gærkvöldi og lauk nú á tólfta tímanum. Innlent 31.5.2024 11:34 Lífið brosir við mæðgum eftir áralangt einelti Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir ritar afar athyglisverða grein um einelti sem dóttir hennar Íris Anna mátti sæta á Stykkishólmi. Fjölskyldan flutti í febrúar til Akraness og við það eitt leystust ýmsir hnútar sem höfðu virst óleysanlegir. Innlent 31.5.2024 11:24 Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. Innlent 31.5.2024 11:21 Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. Innlent 31.5.2024 10:42 Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ Innlent 31.5.2024 10:15 Sérfræðingar í straumvatnsleit aðstoða við leit í Fnjóská Enn stendur yfir leit á vettvangi við Fnjóská vestast í Dalsmynni að manninum sem féll í ána í gærkvöldi. Þegar maðurinn hvarf ofan í ána hafði hann verið við hana með þremur félögum sínum. Að leitinni koma nú sérfræðingar í straumvatnsleit og búnaði. Innlent 31.5.2024 10:06 Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. Innlent 31.5.2024 10:00 Ólíklegt að Trump fari í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær sakfelldur fyrir skjalafals til að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar 2016, með því markmiði að afvegaleiða kjósendur. Ólíklegt þykir að Trump verði dæmdur í fangelsi, þó það sé möguleiki, en lögmaður hans segir að forsetinn fyrrverandi ætli að áfrýja sakfellingunni. Erlent 31.5.2024 09:58 Bjarni fundar með Selenskí í Stokkhólmi Forsætisráðherrar Norðurlandanna koma saman í Stokkhólmi í dag til þess að funda með Volódómír Selenskí Úkraínuforseta. Innlent 31.5.2024 08:37 Alþjóðasamfélagið sé að klikka á Gasa Forsetaframbjóðendurnir ræddu um utanríkismál og sér í lagi ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í kappræðum á Stöð 2. Halla Hrund sagði alþjóðasamfélagið vera að klikka, Katrín sagðist hafa beitt sér í embætti forsætisráðherra og Halla Tómas sagði mikilvægt að sýna mennsku. Baldur vill að stigið sé fast til jarðar og Arnar Þór líka. Jón Gnarr segir forsetann valdalausan í þessu máli en sannarlega geta reynt að beita sér. Innlent 31.5.2024 08:26 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Bakhjarlar Úkraínu leyfa árásir í Rússlandi Undanfarna mánuði hafa orðið nokkrar vendingar í stríðinu í Úkraínu. Rússar sækja enn hægt fram á austurhluta Úkraínu og hafa opnað nýja víglínu í norðausturhluta landsins. Úkraínumenn hafa þar að auki áhyggjur af nýrri hernaðaruppbyggingu norðar á landamærunum eða jafnvel í Belarús. Erlent 31.5.2024 08:00 Heimilar notkun vopna frá Bandaríkjunum á rússneska grund Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið Úkraínumönnum grænt ljós á notkun vopna frá Bandaríkjunum í árásum á Rússland. Heimildin er þó takmörkunum háð og nær aðeins til tilvika þar sem um sjálfsvörn er að ræða. Erlent 31.5.2024 07:45 Samfelld rigning á Suðvesturlandi en þurrt á Vestfjörðum Í dag verður suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og hvassast norðvestan til. Þá verður nokkuð samfelld rigning og súld suðvestanlands, en rigning öðru hverju fyrir norðan og austan. Á Vestfjörðum verður þó líklega alveg þurrt. Veður 31.5.2024 07:29 Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. Innlent 31.5.2024 07:08 Engar breytingar í nótt Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur. Innlent 31.5.2024 06:49 Síðustu kannanir gefa fyrirheit um æsispennandi kosningar Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent. Innlent 31.5.2024 06:32 Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. Innlent 30.5.2024 23:56 « ‹ 214 215 216 217 218 219 220 221 222 … 334 ›
Fyrirskipar forsætisráðuneytinu að fara yfir ferla Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur beðið ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um að farið verði yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu, þegar piparúða var beitt á mótmælendur fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun. Innlent 31.5.2024 15:53
„Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Innlent 31.5.2024 15:05
Eldgosið í beinni útsendingu Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Gos hófst á svæðinu þann 29. maí síðastliðinn. Innlent 31.5.2024 15:02
Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. Innlent 31.5.2024 14:40
Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. Innlent 31.5.2024 14:07
Tuttugu sendlar Wolt eiga yfir höfði sér kæru Um tuttugu manns sem afhent hafa sendingar á vegum Wolt eiga yfir höfði sér kæru fyrir að starfa án atvinnuréttinda hér á landi. Lögreglan segir ábyrgð atvinnurekenda í málum sem þessa töluverða. Innlent 31.5.2024 13:48
Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. Innlent 31.5.2024 13:43
Gætu gloprað niður sigrinum eða tryggt sér hann í kvöld Allt sem forsetaframbjóðendur gera nú á siðasta degi kosningabaráttunnar getur skipt sköpum, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Athyglisverð átök hafi komið fram milli frambjóðenda í kappræðum gærkvöldsins. Innlent 31.5.2024 13:27
Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Átta hafa verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Faðir konunnar greindi lögreglu frá því að ef fjölskyldan byggi í „einhverju arabalandi“ væri hann búinn að „slátra“ dóttur sinni. Innlent 31.5.2024 13:06
Segjast hafa skotið á flugmóðurskip eftir loftárásir Bandarískir og breskir hermenn gerðu loftárásir gegn Hútum í Jemen í nótt. Forsvarsmenn Húta segja sextán hafa fallið í árásunum og 42 hafa særst en í kjölfarið segjast Hútar hafa gert árás á bandaríska flugmóðurskipið USS Dwight D. Eisenhower. Erlent 31.5.2024 11:57
Þarf að greiða fyrrverandi 137 milljarða í kjölfar framhjáhalds Suðurkóreskur auðjöfur hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 137 milljarða króna, í kjölfar skilnaðar þeirra. Erlent 31.5.2024 11:52
Viðhald eigna og verðmætabjörgun í Grindavík í dag Mikið hefur dregið úr virkni eldgossins. Hraunrennsli er aðallega á svæðinu í kringum Hagafell. GPS mælingar sýndu að land í Svartsengi seig um fimmtán sentimetra þegar kvika hljóp þaðan í fyrradag áður en eldgosið hófst. Skjálftavirkni er lítil á svæðinu og gosórói helst nokkuð stöðugur. Innlent 31.5.2024 11:48
Piparúða beitt gegn mótmælendum í Skuggasundi Í hádegisfréttum verður fjallað um átök sem brutust út á milli mótmælenda og lögreglu í morgun. Innlent 31.5.2024 11:36
Maðurinn sem féll í Fnjóská fannst látinn Tvítugur karlmaður sem féll í Fnjóská á sjöunda tímanum í gærkvöldi fannst látinn. Leit hefur staðið yfir að honum síðan klukkan 18:30 í gærkvöldi og lauk nú á tólfta tímanum. Innlent 31.5.2024 11:34
Lífið brosir við mæðgum eftir áralangt einelti Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir ritar afar athyglisverða grein um einelti sem dóttir hennar Íris Anna mátti sæta á Stykkishólmi. Fjölskyldan flutti í febrúar til Akraness og við það eitt leystust ýmsir hnútar sem höfðu virst óleysanlegir. Innlent 31.5.2024 11:24
Þakkar fyrir að hafa ekki þurft að beita kylfum Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að vel hafi gengið að vinna bug á mótmælum við ríkisstjórnarfund í morgun. Þau hafi verið agressív. Lögregla hafi reynt að beita vægari úrræðum og sem betur fer ekki þurft að beita kylfum. Innlent 31.5.2024 11:21
Notuðu piparúða á mótmælendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. Innlent 31.5.2024 10:42
Hvattur til að draga sig til hlés til að klekkja á Katrínu „Þetta er sett fram á mjög sérstakan hátt sko, sem vinsamleg ábending til mín. Og ég hef fengið þetta á Messenger, fengið það aðeins í Instagram-skilaboðum, ég hef fengið nokkur e-mail og símtöl.“ Innlent 31.5.2024 10:15
Sérfræðingar í straumvatnsleit aðstoða við leit í Fnjóská Enn stendur yfir leit á vettvangi við Fnjóská vestast í Dalsmynni að manninum sem féll í ána í gærkvöldi. Þegar maðurinn hvarf ofan í ána hafði hann verið við hana með þremur félögum sínum. Að leitinni koma nú sérfræðingar í straumvatnsleit og búnaði. Innlent 31.5.2024 10:06
Gekk misvel að tala um kvótakerfið á fjörutíu sekúndum á ensku Fréttastofa ákvað að bjóða þeim frambjóðendum sem mælst hafa með mest fylgi í skoðanakönnunum í atvinnuviðtal enda sækjast þeir allir eftir sama starfinu og er vinnuveitandinn íslenska þjóðin. Innlent 31.5.2024 10:00
Ólíklegt að Trump fari í fangelsi Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær sakfelldur fyrir skjalafals til að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar 2016, með því markmiði að afvegaleiða kjósendur. Ólíklegt þykir að Trump verði dæmdur í fangelsi, þó það sé möguleiki, en lögmaður hans segir að forsetinn fyrrverandi ætli að áfrýja sakfellingunni. Erlent 31.5.2024 09:58
Bjarni fundar með Selenskí í Stokkhólmi Forsætisráðherrar Norðurlandanna koma saman í Stokkhólmi í dag til þess að funda með Volódómír Selenskí Úkraínuforseta. Innlent 31.5.2024 08:37
Alþjóðasamfélagið sé að klikka á Gasa Forsetaframbjóðendurnir ræddu um utanríkismál og sér í lagi ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í kappræðum á Stöð 2. Halla Hrund sagði alþjóðasamfélagið vera að klikka, Katrín sagðist hafa beitt sér í embætti forsætisráðherra og Halla Tómas sagði mikilvægt að sýna mennsku. Baldur vill að stigið sé fast til jarðar og Arnar Þór líka. Jón Gnarr segir forsetann valdalausan í þessu máli en sannarlega geta reynt að beita sér. Innlent 31.5.2024 08:26
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Bakhjarlar Úkraínu leyfa árásir í Rússlandi Undanfarna mánuði hafa orðið nokkrar vendingar í stríðinu í Úkraínu. Rússar sækja enn hægt fram á austurhluta Úkraínu og hafa opnað nýja víglínu í norðausturhluta landsins. Úkraínumenn hafa þar að auki áhyggjur af nýrri hernaðaruppbyggingu norðar á landamærunum eða jafnvel í Belarús. Erlent 31.5.2024 08:00
Heimilar notkun vopna frá Bandaríkjunum á rússneska grund Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið Úkraínumönnum grænt ljós á notkun vopna frá Bandaríkjunum í árásum á Rússland. Heimildin er þó takmörkunum háð og nær aðeins til tilvika þar sem um sjálfsvörn er að ræða. Erlent 31.5.2024 07:45
Samfelld rigning á Suðvesturlandi en þurrt á Vestfjörðum Í dag verður suðvestan átta til fimmtán metrar á sekúndu og hvassast norðvestan til. Þá verður nokkuð samfelld rigning og súld suðvestanlands, en rigning öðru hverju fyrir norðan og austan. Á Vestfjörðum verður þó líklega alveg þurrt. Veður 31.5.2024 07:29
Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. Innlent 31.5.2024 07:08
Engar breytingar í nótt Engar verulegar breytingar urðu á eldgosinu á Reykjanesi í nótt. Skjálftavirkni á svæðinu er takmörkuð og gosórói hefur haldist nokkuð stöðugur. Innlent 31.5.2024 06:49
Síðustu kannanir gefa fyrirheit um æsispennandi kosningar Þrjár fylgiskannanir voru birtar í gær. Sú fyrsta var könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og greint var frá í hádeginu. Þar hefur Halla Tómasdóttir, sem verið hefur á mikilli siglingu, skotist upp að Katrínu Jakobsdóttur og mælast þær báðar með 24,1 prósent. Innlent 31.5.2024 06:32
Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. Innlent 30.5.2024 23:56