Fréttir

Fyrstu tuttugu dagar júní­mánaðar í svalara lagi

Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld.

Veður

Einn hand­tekinn vegna al­var­legrar líkams­á­rásar með vopn

Um klukkan 22.33 barst lögreglu tilkynning um alvarlega líkamsárás í Kópavogi og að vopni hafi verið beitt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mikill viðbúnaður hafi vegna þess verið á vettvangi. Við slíkar aðstæður er sérsveit einnig kölluð út. Í dagbók segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og að rannsókn málsins miði vel.

Innlent

Rigning eða súld um mest allt landið

Í dag verður breytileg átt og þrír til átta metrar á sekúndu. Það verður aðeins hvassara á Vestfjörðum, en þar verður norðvestan átt og átta til þrettán metrar á sekúndu. Það verður samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings rigning eða súld um mest allt land en styttir smám saman upp austanlands. Hiti 7 til 14 stig yfir daginn.

Veður

„Veit ekki hvað þeim gengur til með þessu“

Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarnefnd lagði í kvöld fram breytingartillögur við frumvarp um öryrkjulífeyriskerfi almannatrygginga. Tillögurnar eru ekki hluti af samkomulagi stjórnarandstöðu og stjórnarflokka sem gert var til að ljúka þingstörfum. Þingmaður Vinstri grænna segir að líta megi á tillögurnar sem rof á samkomulagi en Inga Sæland segir það af og frá og segir að ekki standi til að tefja þingstörf.

Innlent

„Öll að­staða er til fyrir­myndar“

Rekstraraðili tjaldsvæðisins í Þrastaskógi segir að svæðið sé búið að vera lokað síðan í september á síðasta ári. Hann segir heilbrigðiseftirlitið hafa tekið svæðið út í vikunni og að það muni opna um mánaðamótin.

Innlent

Unnið dag og nótt við varnar­garðana

Hraunkæling við varnargarðana við Svartsengi hefur staðið yfir síðan í gærkvöldi með góðum árangri. Slökkviliðið og aðrir á svæðinu fagna því að eldgosið virðist vera að syngja sitt síðasta í bili.

Innlent

Loka­sprettur, hraunkæling og raðvígsla

Stór og umdeild þingmál verða sett til hliðar eftir að samkomulag náðist um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun sem stefnt er að á morgun. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og heyrum allt um lokasprettinn á þinginu.

Innlent

Firra að hafa ekki kjark til að klára lagar­eldis­frum­varpið

Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina.

Innlent

Full­vissaði brotna dóttur sína um að þau væru ást­fangin

Rúmlega fertugur karlmaður og barnaníðingur á suðvesturhorni landsins hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að nauðga fimmtán ára dóttur sinni ítrekað. Hann endurnýjaði kynni við dóttur sína vitandi að hann glímdi við barnagirnd. Hann þarf að greiða dóttur sinni sex milljónir króna í miskabætur.

Innlent

„Það er heil­mikil kæling af þessu“

Hraunkæling við varnargarðana við Grindavík hefur staðið yfir síðan í nótt. Kælingin virðist hafa borið árangur að mati slökkvistjóra. Á sama tíma hefur vinna við hækkun varnargarðanna staðið yfir. Verkfræðingur hjá Verkís fagnar því minnkandi hraunrennsli.

Innlent

Stofna starfs­hóp vegna fjölda bruna í tengslum við þak­pappa­lagningu

Í ljósi fjölda eldsvoða í tengslum við þakframkvæmdir á síðustu árum hefur HMS hafið samstarfsverkefni um gerð verklagsleiðbeininga fyrir vinnu með eld í þakframkvæmdum.Myndaður hefur verið starfshópur til að vinna að gerð svokallaðs Rb-blaðs um verklag fyrir lagningu þakpappa og þær öryggisráðstafanir sem þarf að gera við slíka vinnu.

Innlent

Orðum aukið að Ís­land sé dottið úr tísku

Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þrjátíu þúsund fleiri ferðamenn á landinu en á sama tíma í fyrra. Það samsvarar 4 prósent fjölgun frá síðasta ári. Í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins segir að þótt greinilega sé að hægja á vexti umsvifa í ferðaþjónustu virðist orðum aukið að óveðurský séu yfir greininni og að Ísland sé dottið úr tísku meðal ferðamanna.

Innlent

Faðir hand­tekinn á nær­buxunum á heimili sonar

Íslenska ríkið þarf að greiða manni 170 þúsund krónur vegna handtöku sérsveitarinnar á honum árið 2022. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Að mati dómsins var handtakan sjálf lögmæt en vegna þess að maðurinn varð fyrir skaða vegna hennar á hann rétt á bótum.

Innlent