Skoðun

Spurningar og svör um Evrópu­mál

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

EES-SAMNINGURINN var á sínum tíma gerður á milli EFTA-ríkjanna sex (Finnland, Svíþjóð, Noregur, Ísland og Alparíkin Sviss og Austurríki, - Liechtenstein bættist seinna í hópinn) og Evrópubandalagsins/Evrópusambandsins. Samningurinn var um aðild EFTA-ríkjanna að innri markaði Evrópusambandsins (ESB). Hann var undirritaður 2.maí, 1992 en gekk í gildi í ársbyrjun 1994. Hann er því 30 ára á þessu ári.Hér á eftir er reynt að leggja mat á árangurinn, kosti og galla. Samningurinn var frá upphafi afar umdeildur.

Skoðun

Skýr sýn og metnaður

Hákon Stefánsson skrifar

Sýn er sterkt og lifandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar – í heimi hraðra breytinga og nýrra áskorana. Við eigum og rekum nokkur af þekktustu vörumerkjum landsins og erum afar stolt af þeirri leiðandi stöðu sem við höfum byggt okkur.

Skoðun

Er sam­þykki barna túlkunar­at­riði?

Ólöf Tara Harðardóttir skrifar

Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun.

Skoðun

Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna

Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar

Ein af ástæðunum fyrir því að við lærum að synda er að hafa færnina til að bjarga okkur ef við lendum í vandræðum í vatni og er ein af mikilvægustu drukknunarforvörnum sem við höfum.

Skoðun

Aga­leysi í ís­lenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka

Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Árið 2020 hóf ég störf í nýjum skóla, skólanum sem ég starfa við í dag. Þegar ég kom til starfa var ljótt orðbragð og ofbeldi mikið. Ég var í fæðingarorlofi þegar covid byrjaði og missti svolítið af því sem gerðist í skólastarfinu frá árinu 2019 þar til ég mætti til starfa aftur haustið 2020.

Skoðun

Fjórar leiðir til að verða besta út­gáfan af þér

Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Meðalmanneskjan ver mörgum stundum í snjallsímanum, þar sem ískyggilegar tölur hafa verið nefndar á borð við fjórar klukkustundir á dag eða um níu ár yfir ævina. Í samfélagi sem leggur ofuráherslu á hámörkun afkasta, líður manni heldur betur sem misheppnuðu eintaki við að verja klukkustundum saman í tilgangslausu skrolli sem skilar engu nýju, spennandi eða nytsamlegu inn í lífið.

Skoðun

Ferða­lag sálna

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Þær eru frá algeru ungbarnastigi til gamalla sálna. Hver flokkur að öðlast sína eigin tegund áskorunar fyrir framtíð sína. Miðaldra sálir eru algengar í hinum ýmsu þjónustustörfum eins og hjúkrun og slíku. Elstu sálirnar eru sagðar tilbúnar í mjög erfiðar áskoranir.

Skoðun

Ekkert sam­ráð – ekkert traust

Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Samtök stórfyrirtækja, fara daglega í fjölmiðla með sína svarthvítu mynd um að samfélagið fari á neyðarstig, fái fjárfestar ekki fullt svigrúm til auðlindanýtingar án endurgjalds og helst með ríkisstyrkjum. Þeim er ekki trúað. Og þótt samtök náttúruverndar bendi á móti á hættur og staðreyndir er þeim ekki heldur trúað. 

Skoðun

Við­reisn, Sjálf­stæðis­flokkurinn og fá­tæka fólkið

Yngvi Ómar Sighvatsson og Jón Ferdínand Estherarson skrifa

Eins og flestir vita var Viðreisn stofnuð þegar evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn yfirgáfu flokkinn sökum einarðar andstöðu hans við ESB – og auðvitað þá staðreynd að sá flokkur hefur aldrei og mun aldrei hlusta á þjóðarvilja, hvað þá taka mark á þjóðaratkvæðisgreiðslum.

Skoðun

Að vera með BRCA-stökkbreytingu

Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar

Undanfarið hefur gjald tengt skimunum sem konur með BRCA-stökkbreytingu þurfa að greiða verið mikið í umræðunni. Stökkbreyting á BRCA geni eykur til muna líkur á krabbameini, þá sér í lagi brjósta- og eggjastokkakrabbameini. Á vef Íslenskrar erfðagreiningar stendur að 86% líkur séu á að konur sem bera stökkbreytinguna fái krabbamein.

Skoðun

Opið bréf til for­eldra í Stakka­borg

Jónína Einarsdóttir skrifar

Kæru foreldrar og forráðamenn. Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS.

Skoðun

Hvernig þjóð viljum við vera?

Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar

Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið.

Skoðun

Opið bréf til Ingu Sæ­land

Ragnar Erling Hermannsson skrifar

Ég vil tileinka þennan pistil minningu ömmu minnar Sigrúnar Ragnarsdóttur sem hafði óbilandi trú á mér.

Skoðun

At­vinnuþátt­taka kvenna og karla

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa

Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga.

Skoðun

Mann­ekla á leik­skólum

Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr og Hannes Daði Haraldsson skrifa

Stjórn foreldrafélags Múlaborgar vill taka undir orð foreldra barna á Brákaborg sem birtust í greininni „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta”.

Skoðun

Heimur hins sterka og ó­vissan fram­undan

Hilmar Þór Hilmarsson skrifar

Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum.

Skoðun

Við­horf

Leifur Helgi Konráðsson skrifar

Eitt sinn las ég að um 90% lífshamingjunnar snerist um viðhorf en aðeins 10% um hvað við værum raunverulega að gera.

Skoðun

Emma Lazarus og Frelsisstyttan

Atli Harðarson skrifar

Á undirstöðu Frelsisstyttunnar í New York er málmplata með sonnettu eftir Emmu Lazarus (1849–1887). Hún var ort árið 1883 þegar skáldkonan safnaði fé til að smíða fótstall undir þessa risastyttu sem Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum.

Skoðun

Rétt tíma­setning skiptir öllu máli

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Flesir hafa upplifað það, að, ef fara á í einhver mál, sem þýðingarmikil eru, skiptir það oft höfuðmáli, að tímasetning sé rétt. Röng tímasetning getur spillt máli og komið í veg fyrir, að aðstefndur árangur náist, á sama hátt og rétt tímasetning getur tryggt árangurinn. Gamalt og gott máltæki, „Hamra skal járnið meðan það er heitt“, vísar nokkuð til þessarar staðreyndar.

Skoðun

Lífsstílslæknar og sam­særis­kenningar um mettaða fitu

Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund og Jóhanna E. Torfadóttir skrifa

Hópur tíu lækna með „áhuga og þekkingu á lífsstíls– og samfélagssjúkdómum og rannsóknum þeim tengdum“, eins og þeir segja, skrifa grein um mettaða fitu og upplýsingaóreiðu sem þarf svara við.

Skoðun

Sjálfræðissvipting þjóðar

Ægir Örn Arnarson skrifar

Íslenska þjóðin hefur ítrekað staðið frammi fyrir spurningunni um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið (ESB). Í umræðunni um aðild að ESB er sjaldan rætt hvað skilur okkur að frá meginlandi Evrópu. Okkar sérstaða er mikil þar sem við búum yfir gríðarlegum auðlindum, jarðnæði, orku og var sjálfræði okkar yfir því öllu háð baráttu forfeðra okkar. Nú sem aldrei fyrr er rétt að stikla á stóru varðandi þau atriði sem myndu fylgja aðild að ESB.

Skoðun

Rangfeðranir

Sævar Þór Jónsson skrifar

Fyrir nokkrum árum komst Íslensk erfðagreining að þeirri niðurstöðu að 1,9% Íslendinga væru rangfeðraðir. Nánar tiltekið er hlutfallið 3% meðal þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 en fellur niður í 1% eftir það tímamark. Það er því töluverður fjöldi landsmanna sem hefur verið eða er rangfeðraður. Mörg komast ekki að því fyrr en á fullorðinsárum að þau séu rangfeðruð, jafnvel eftir miðjan aldur þegar foreldrar eru fallnir frá. Fæstir vita þó hvernig þeir eiga að bera sig að til að fá faðerni sitt lagfært.

Skoðun

Val­kyrjur: Ekki falla á prófinu!

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Þegar ný ríkisstjórn tók við var settur saman stjórnarsáttmáli þar sem ríkisstjórnin lýsti því hvernig hún hygðist ná markmiðum sínum. Að sjálfsögðu eru menntamálin þar með, enda eru þau grundvallarforsenda fyrir því að hér geti t.d. þrifist þróað atvinnulíf og já, bara almennt þjóðlíf. Almennt telja stjórnmálamenn menntun vera forsendu framfara í samfélögum, þeir tala að minnsta kosti með slíkum hætti á hátíðarstundum.

Skoðun

Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur

Ólafur Páll Jónsson skrifar

Þann 15. janúar síðastliðinn komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að leyfi sem gefið hafði verið út fyrir Hvammsvirkjun væri ólöglegt. Í dómnum var vísað í 18 gr. laga um stjórn vatnamála (36/2011), sem ýmsir hafa síðan tjáð sig um og sagt vera mistök. Mér virðist þessi grein reyndar vera nokkuð skynsamleg og líka mikilvæg.

Skoðun

13,5 milljónir

Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar

Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst.

Skoðun